Innlent

Félagasamtök á Íslandi hvött til að taka þátt í norrænu samstarfsneti

Norræna ráðherranefndin hyggst koma á fót norrænu samstarfsneti borgaralegra samtaka með það að markmiði að efla samstarfið þvert á Norðurlönd og þvert á hin ýmsu fagsvið. Öllum borgaralegum samtökum í norrænu löndunum, einkum þeim sem vinna á sviði sjálfbærni, býðst að taka þátt en frestur til að sækja um er til og með 5. maí nk.

Stofnun samstarfsnetsins er liður í nýrri framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar um norrænt samstarf fram til ársins 2030. Markmiðið er að auka opinbert samráð og áhrif borgaralegra samtaka á þróun norræns samstarfs í anda nýrrar framtíðarsýnar og að efla markmið um græn Norðurlönd, samkeppnishæf Norðurlönd og félagslega sjálfbær Norðurlönd. Alls geta 40 samtök frá Norðurlöndunum fengið aðild að samstarfsnetinu.

Í norræna samstarfsnetinu verða fulltrúar landsbundinna og norrænna borgaralegra samtaka. Samstarfsnetið á að starfa á þverlægan og heildrænan hátt, en því verður einnig skipt í þrjá undirhópa sem samsvara þremur áherslusviðum í framtíðarsýninni – græn Norðurlönd, samkeppnishæf Norðurlönd og félagslega sjálfbær Norðurlönd.

Hvað felst í þátttöku í samstarfsnetinu?

Fulltrúar í norræna samstarfsnetinu fá tækifæri til að eiga samstarf við Norrænu ráðherranefndina og aðra sem aðild eiga að samstarfsnetinu. Samstarfið getur verið við öll svið Norrænu ráðherranefndarinnar og á öllum sviðum pólitískrar ákvarðanatöku, með upplýsingamiðlun, samráði, samtali og þátttöku í starfi ráðherranefndarinnar.

  • Norræna ráðherranefndin hyggst bjóða samstarfsnetinu á einn til tvo fundi á ári til upplýsingagjafar um málefni sem eru ofarlega á baugi og varða framtíðarsýnina og til að ræða möguleg samstarfssvið fyrir samstarfsnetið.
  • Samhæfingaraðili samstarfsnetsins mun eiga samskipti við öll fagsvið Norrænu ráðherranefndarinnar til að kortleggja möguleika á aðkomu samstarfsnetsins áður en komið er að máli við samstarfsnetið, sem ákveður sjálft hvað leggja eigi áherslu á á hverju starfsári.
  • Fulltrúar í hinu norræna samstarfsneti borgaralegra samtaka verða í stöðugum tengslum við Norrænu ráðherranefndina um það starf sem ákveðið hefur verið í byrjun hvers árs að leggja áherslu á.

Umsóknarferli um aðild að samstarfsnetinu er hafið en því lýkur 5. maí nk. Ferlið er opið öllum borgaralegum samtökum á Norðurlöndum. Þess er vænst að valferlinu verði lokið um miðjan júní á þessu ári.

Almannavarnir

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi Vestra

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Vestra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þessi ákvörðun er byggð á því að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings.

Almenningur er hvattur til að sýna aðgát með opinn eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Það þarf ekki mikinn neista til þess að af verði stórt bál.

Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr hættu af gróðureldum https://www.almannavarnir.is/natturuva/eldhaetta/ og einnig inn á https://www.grodureldar.is/

Halda áfram að lesa

Alþingi

Forsætisnefnd afgreiðir erindi um siðareglumál

12.5.2021

Forsætisnefnd afgreiddi á fundi sínum 10. maí erindi sem henni barst 18. apríl sl. frá Birni Leví Gunnarssyni alþingismanni þar sem hann óskaði álits forsætisnefndar á því hvort ummæli hans í grein í Morgunblaðinu 3. apríl sl. stæðist siðareglur alþingismanna. Niðurstaða forsætisnefndar er birt í meðfylgjandi bréfi til Björn Levís Gunnarssonar

Var niðurstaðan sú að skilyrði brysti til þess að nefndin tæki erindið til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn, sbr. 1. málslið 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.

Halda áfram að lesa

Innlent

Landlæknir spurður út í bólusetningar vegna COVID-19

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir að landlæknir veiti upplýsingar um hvernig staðið hefur verið að leiðbeiningum og upplýsingagjöf vegna COVID-19 bólusetningar. Einkum með tilliti til þeirra sem, af heilsufarslegum ástæðum, telja ekki öruggt að þiggja tiltekið bóluefni.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin