Alþingi

Fjarfundur forseta Alþingis með forseta þjóðþings Eistlands

8.4.2021

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, átti í morgun fjarfund með Jüri Ratas, nýkjörnum forseta Riigikogu, þjóðþings Eistlands. Ræddu þeir samskipti þinganna og ríkjanna en í ágúst næstkomandi verða 30 ár síðan Ísland var fyrst ríkja heims til að taka upp stjórnmálasamband við Eistland eftir endurreisn sjálfstæðis frá Sovétríkjunum.

Ræddu þingforsetarnir meðal annars ýmsar áskoranir þjóðþinga á tímum heimsfaraldurs, svo sem rafrænar lausnir við fundahöld og alþjóðasamskipti. Þá ræddu þeir hættur sem í slíku felast, líkt og nýlegar tölvuárásir á norska og finnska þingið sýna, og hvernig miðla má þekkingu um upplýsingatækniöryggi. Lögðu þeir áherslu á mikilvægi góðra tvíhliða samskipta þinganna, sem og samstarf á vettvangi þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja.

Alþingi

Forsetar þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja á fjarfundi

20.4.2021

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, átti í morgun fjarfund með öðrum forsetum þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Gerði hann grein fyrir framvindu í starfi undirbúningshóps heimsráðstefnu þingforseta sem halda á í haust í Vínarborg, á vegum Alþjóðaþingmannasambandsins og þjóðþings Austurríkis. 

Forseti Alþingis var valinn í undirbúningshópinn sem hefur það verkefni með höndum að ákveða dagskrá og fyrirkomulag síðari hluta fimmtu heimsráðstefnu þingforseta, en fyrri hluti ráðstefnunnar fór fram í fjarfundaformi sl. sumar. Að jafnaði eru heimsráðstefnur þingforseta haldnar fimmta hvert ár. Þá ræddu þingforsetarnir það sem efst er á baugi í þingstörfum og baráttuna við heimsfaraldur.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Sérstök umræða þriðjudaginn 20. apríl um skóla án aðgreiningar
19.4.2021Sérstök umræða um skóla án aðgreiningar verður þriðjudaginn 20. apríl um kl. 13:30. Málshefjandi er Karl Gauti Hjaltason og til andsvara verður mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir.

Karl-Gauti-og-Lilja

Halda áfram að lesa

Alþingi

Opinn fjarfundur efnahags- og viðskiptanefndar þriðjudaginn 20. apríl

19.4.2021

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fjarfund þriðjudaginn 20. apríl kl. 9:00. Fundarefnið er kynning á skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar. Gestir fundarins verða Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Unnur Gunnarsdóttir varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits.

Vegna takmarkana á fundahaldi fastanefnda er ekki unnt að hafa fundinn opinn með hefðbundnum hætti eða taka á móti fjölmiðlum á nefndasviði Alþingis. Því verður fundinum streymt á vef þingsins og sjónvarpsrás þess.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin