Innlent

Fjárlög 2023: Atvinnuleysi í lágmarki með kraftmikilli fjölgun starfa

Atvinnuleysi á Íslandi er lágt í sögulegu samhengi vegna kraftmikillar fjölgunar starfa að undanförnu. Þetta kom fram í kynningu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á fjárlagafrumvarpi ársins 2023 á dögunum. Ráðherra benti á að atvinnustigið hefði batnað mjög á Íslandi að undanförnu, en á einu ári hafa um 13.000 störf skapast.

„Við sjáum hvernig atvinnuleysi er nú orðið á pari eða jafnvel ívið betra en það var fyrir heimsfaraldurinn. Þetta eru tölur sem eru algjör umbylting á atvinnuástandi,“ sagði ráðherra.

Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að fækkun starfa í faraldrinum hefur að fullu gengið til baka en störf hafa flust milli atvinnugreina. Störf í ferðaþjónustu eru aftur orðin jafn mörg og fyrir faraldurinn.

Úr kynningu fjárlagafrumvarps fyrir árið 2023

50 milljörðum króna lægri útgjöld til atvinnuleysisbóta

Minna atvinnuleysi frá því sem var í faraldrinum hefur mikil áhrif á ríkissjóð en útgjöld vegna almennra atvinnuleysisbóta eru áætluð nærri 50 ma.kr. minni árið 2023 en 2021 á föstu verðlagi. „Þegar atvinnuleysi lækkar þá þarf minna að greiða út af atvinnuleysisbótum og fleiri taka þátt í að greiða staðgreiðslu og tryggingagjaldið tekur við sér, sem er einn lykilskattstofn ríkisins,“ sagði ráðherra við kynningu fjárlagafrumvarps.

Hagstofan

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,09% á milli mánaða

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í september 2022, er 555,6 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,09% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 460,0 stig og hækkar um 0,09% frá ágúst 2022.

Verð á fötum og skóm hækkaði um 4,6% (áhrif á vísitöluna 0,15%) og verð á raftækjum til heimilsnota hækkaði um 5,4% (0,10%). Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 17,9% (-0,42%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,0%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í september 2022, sem er 555,6 stig, gildir til verðtryggingar í nóvember 2022. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 10.970 stig fyrir nóvember 2022.

Talnaefni

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Hættustigi aflýst á Austurlandi og Suðurlandi

Ríkislögreglutjóri í samráði við lögreglustjóra á Austurlandi og Suðurlandi aflýsir hættustigi almannavarna vegna veðurs sem fór yfir umdæmin 24.-26. september.  Engar veðurviðvaranir eru í gildi.

Halda áfram að lesa

Innlent

Vefútsending á morgun vegna yfirlýsingar fjármálastöðugleikanefndar og útgáfu Fjármálastöðugleika

27. september 2022

Fjármálastöðugleikanefnd. Frá vinstri eru Guðrún Þorleifsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Axel Hall, Ásgeir Jónsson formaður, Bryndís Ásbjarnardóttir, Guðmundur Kr. Tómasson, Unnur Gunnarsdóttir og Gunnar Jakobsson.
Fjármálastöðugleikanefnd. Frá vinstri eru Guðrún Þorleifsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Axel Hall, Ásgeir Jónsson formaður, Bryndís Ásbjarnardóttir, Guðmundur Kr. Tómasson, Unnur Gunnarsdóttir og Gunnar Jakobsson.

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar verður birt á vef Seðlabankans kl. 8.30 á morgun 28. september. Ritið Fjármálastöðugleiki verður birt á vefnum kl. 8.35. Klukkan 9.30 hefst vefútsending frá kynningunni vegna yfirlýsingar nefndarinnar. Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og kynna efni ritsins Fjármálastöðugleika.

Nánari upplýsingar um fjármálastöðugleika má finna sérstakri síðu, sjá hér.

Hér má finna tengla á útgefin rit, m.a. Fjármálastöðugleika.

Vefútsending verður aðgengileg hér (tengill settur hér von bráðar).

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin