Seðlabankinn

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur metið Brynhildi Ingvarsdóttur hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Summu rekstrarfélagi hf.

logo-for-printing

16. október 2020

Bygging Seðlabanka Íslands

Hinn 7. október 2020 komst Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að Brynhildur Ingvarsdóttir væri hæf til að fara með allt að 33% virkan eignarhlut með óbeinum hætti í Summu Rekstrarfélagi hf., skv. VI. kafla laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki. Brynhildur fer með hlutinn í samstarfi við Hrafnkel Kárason í gegnum eignarhlut þeirra í félaginu Reisla ehf. Reisla ehf. fer með eignarhlut í félaginu Megind ehf. sem fer með yfir 50% eignarhlut í Summu rekstrarfélagi hf.

Til baka

Halda áfram að lesa

Innlent

Breyting á starfsleyfi Summu Rekstrarfélags hf.

logo-for-printing

06. maí 2021

Bygging Seðlabanka Íslands

Summa Rekstrarfélag hf. kt. 640300-2560 sem hlaut starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða skv. lögum nr. 45/2020 hinn 2. desember 2020, hefur nú afsalað sér starfsleyfi sínu sem rekstrarfélag verðbréfasjóða skv. lögum nr. 161/2002. Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur fallist á afsal starfsleyfis félagsins sem rekstrarfélag verðbréfasjóða og miðast niðurfelling leyfisins við 27. apríl 2021Til baka

Halda áfram að lesa

Innlent

Hvenær telst félag einnig vera sérhæfður sjóður?

logo-for-printing

04. maí 2021

Bygging Seðlabanka Íslands

Hinn 4. júní 2020 tóku gildi lög nr. 45/2020, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða. Með lögunum var starfsemi þeirra sem reka sérhæfða sjóði hér á landi gerð starfsleyfis- eða skráningarskyld án tillits til rekstrarforms rekstraraðila, rekstrarforms sérhæfða sjóðsins eða þess hvort sjóður er opinn eða lokaður.

Samkvæmt lögunum er það hugtaksskilyrði þess að vera sjóður um sameiginlega fjárfestingu að sjóðurinn veiti viðtöku fé frá fjárfestum til sameiginlegrar fjárfestingar samkvæmt fyrirfram kunngerðri fjárfestingarstefnu með ávinning fjárfesta að markmiði.

Skipulag sjóða getur verið margvíslegt. Því þarf að líta til raunverulegrar starfsemi og áætlunar félags við mat á hvort um sjóð sé að ræða. Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin hefur gefið út viðmiðunarreglur um lykilhugtök samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB, um rekstraraðila sérhæfðra sjóða (AIFMD). Þar er fjallað um helstu hugtaksskilyrði þess hvenær um sjóð sé að ræða. Sérstök athygli er vakin á því að sjóðir geta verið sjálfreknir samkvæmt lögum um rekstaraðila sérhæfðra sjóða.

Seðlabanki Íslands hefur nú innleitt viðmiðunarreglur Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar, samanber dreifibréf Seðlabankans, dagsett 8. mars síðastliðinn.

Seðlabanki Íslands hvetur alla sem hugsanlega reka sjóði, hvort sem það er í formi fjárfestingarfélaga, samlagshlutafélaga sem stunda fjárfestingarstarfsemi eða öðru félagaformi, að kynna sér framangreindar viðmiðunarreglur og meta hvort starfsemi þeirra kunni að vera starfsleyfis- eða skráningarskyld samkvæmt lögum nr. 45/2020. Aðilum er falla undir starfsleyfis- eða skráningarskyldu ber að eigin frumkvæði að sækja um leyfi eða skráningu og er umsóknareyðublað að finna hér.

Vakin er athygli á því að Seðlabankinn hyggst ráðast í víðtæka athugun þar sem kannað verður hvort aðilar hér á landi séu að reka sérhæfða sjóði án viðeigandi starfsleyfis eða skráningar.

Til baka

Halda áfram að lesa

Innlent

Sérrit 14: Greiðslujöfnuður þjóðarbúsins, ytri staða og áhættuþættir

logo-for-printing

03. maí 2021

Bygging Seðlabanka Íslands

Seðlabanki Íslands hefur gefið út rit um greiðslujöfnuð þjóðarbúsins, ytri stöðu og áhættuþætti. Þar er fjallað um greiðslujöfnuð og ytri stöðu á árinu 2020, sem litaðist talsvert af COVID-19-faraldrinum, og dregin upp greiðslujafnaðarsviðsmynd fyrir árið 2021. Kastljósinu er sérstaklega beint að þróun viðskipta við útlönd og fjármagnsflæðis til og frá landinu og að áhrifum breytinga í flæði á erlenda stöðu, samsetningu erlendra eigna og skulda og innlendan gjaldeyrismarkað.

Meginniðurstaða ritsins er að þótt heimsfaraldurinn hafi haft talsverð áhrif á greiðslujöfnuðinn í fyrra og muni hafa nokkur áhrif út þetta ár þá var þjóðarbúið vel í stakk búið til að mæta áfalli. Viðskiptajöfnuður hafði verið jákvæður frá árinu 2009 sem hafði ásamt farsælli losun fjármagnshafta bætt erlenda stöðu þjóðarbúsins og gert það mögulegt að byggja upp stóran gjaldeyrisforða. Erlendar skuldir í upphafi faraldursins höfðu ekki verið lægri í tvo áratugi, gjaldeyrisforðinn var rúmur og hrein erlend staða hin hagstæðasta frá stofnun lýðveldisins. Innlendur þjóðarbúskapur var af þeim sökum vel búinn undir að mæta verri ytri skilyrðum og viðsnúningi í fjárfestingum erlendra aðila í innlendum fjáreignum.

Ritið er hið fjórtánda í röð Sérrita bankans og er það aðgengilegt á vef Seðlabanka Íslands.

Sjá hér: Greiðslujöfnuður þjóðarbúsins, ytri staða og áhættuþættir.

Til baka

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin