Uncategorized @is

Fjölmörgum framkvæmdum flýtt í endurskoðaðri samgönguáætlun

Drög að samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020-2034 hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar en frestur til að skila umsögn er til og með 31. október 2019. Í samgönguáætluninni er sérstök áhersla lögð á að flýta framkvæmdum innan tímabilsins frá því sem áður var. Einnig eru nýjar stefnur kynntar um flug á Íslandi og almenningssamgöngur milli byggða.

Um er að ræða uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun til fimmtán ára á grunni þeirrar sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Einnig er kynnt uppfærð aðgerðaáætlun fyrir fyrsta tímabilið 2020-2024. 

Bein framlög til samgöngumála nema alls tæpum 633 milljörðum króna á fimmtán ára tímabili samgönguáætlunar. Til vegagerðar falla tæp 560 milljarðar, um 37 milljarðar til flugvalla og flugleiðsögu, rúmir 14 milljarðar til hafnamála, rúmir 19 milljarðar í stjórnsýslu, öryggi og eftirlit og rúmir 2,5 milljarðar til Rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Betri samgöngur, sterkara samfélag

„Það er þörf á samgöngubótum um land allt og það er bjargföst trú mín að með betri og fjölbreyttari samgöngum megi byggja sterkara samfélag. Aukið öryggi á vegum skiptir höfuðmáli en sömuleiðis framkvæmdir til að stytta leið fólks milli byggðarlaga sem aftur eflir atvinnusvæðin,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, en hann kynnti endurskoðaða samgönguáætlun á morgunfundi ráðuneytisins í Norræna húsinu í morgun.Þegar samgönguáætlun 2019-2033 og aðgerðaáætlun 2019-2023 voru samþykktar á Alþingi síðasta vetur var ljóst að endurskoða yrði áætlunina fyrr en lög gera ráð fyrir. Var það byggt á brýnni þörf á samgöngubótum um land allt, endurskoðun á fjármögnun samgangna til framtíðar og vegna vinnu við að útfæra samkomulag um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.

Helstu atriði í uppfærðri samgönguáætlun:

 • Við endurskoðun fjármálaáætlunar síðasta vor var samþykkt að auka framlög til vegagerðar umtalsvert. Þeim fjármunum er m.a. ráðstafað í aukin framlög til nýframkvæmda, viðhalds vega og þjónustu. Framlögin hækka um 4 milljarða á ári á tímabilinu 2020-2024 frá því sem áður var.
 • Fjölmörgum framkvæmdum er flýtt á tímabili áætlunarinnar með sérstakri áherslu á að bæta umferðaröryggi og tengingar milli byggða. Á tímabilinu verður framkvæmdum, sem í heild eru metnar á um 214,3 milljarða króna, flýtt. Þar af eru framkvæmdir fyrir um 125,5 milljarða króna utan höfuðborgarsvæðisins og 88,8 milljarða króna í samræmi við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. 
 • Kynnt eru áform um helstu verkefni sem geta hentað vel fyrir samvinnuverkefni (PPP) ríkis og opinberra aðila en slík fjármögnun getur flýtt mörgum verkefna samgönguáætlunar.
 • Sérstök jarðgangaáætlun er kynnt en þar er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng hefjist þegar á árinu 2022.
 • Bein fjármögnun ríkisins í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins er staðfest í samgönguáætluninni. Sáttmáli ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu felur í sér sameiginlega sýn og heildarhugsun fyrir fjölbreyttar samgöngur á svæðinu.
 • Unnið verður að framkvæmdum til að aðskilja akstursstefnur frá höfuðborgarsvæðinu að Borgarnesi, austur fyrir Hellu og að Leifsstöð.
 • Drög að fyrstu flugstefnu Íslands er kynnt með tólf lykilviðfangsefnum.
 • Drög að fyrstu heildarstefnu um almenningssamgöngur milli byggða er kynnt með sex lykilviðgangsefnum.

Framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng hefjast 2022

Sérstök jarðgangaáætlun birtist nú í samgönguáætlun. Miðað er við að jafnaði sé unnið í einum göngum á landinu á hverjum tíma. Þar er gert ráð fyrir að framkvæmdum við Dýrafjarðargöng ljúki árið 2020. Þá er miðað við að flýta upphafi framkvæmda við Fjarðarheiðargöng þannig að þær hefjist árið 2022 eða talsvert fyrr en áður hefur verið ráðgert. Fjarðarheiðargöng eru sett í forgang, í samræmi við niðurstöðu verkefnishóps um jarðgangakosti á Austurlandi. Gert er ráð fyrir að verkefnið muni klárast á gildistíma áætlunarinnar.

Í kjölfarið hefjast framkvæmdir á göngum milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar og síðan frá Mjóafirði til Norðfjarðar og þannig verði komið á hringtengingu á svæðinu.

Gert er ráð fyrir því að framlög af samgönguáætlun standi undir helmingi framkvæmdakostnaðar jarðganga. Þá er stefnt að því að gjaldtaka af umferð í jarðgöngum á Íslandi standi undir hinum helmingi kostnaðar við framkvæmdir en einnig að sú innheimta muni fjármagna rekstur og viðhald ganganna að framkvæmdum loknum.

Samvinnuverkefni geta flýtt framkvæmdum

Í samgönguáætluninni er lögð enn meiri áhersla en áður á að auka samvinnu milli hins opinbera og einkaaðila við að hraða uppbyggingu framkvæmda, sem í senn auka umferðaröryggi og eru þjóðhagslega hagkvæm. Nokkrar stærri framkvæmdir eru tilgreindar sem hentugar í slík samvinnuverkefni svo sem Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga. Framkvæmdir sem bjóða upp á vegstyttingu og val um aðra leið koma einnig til greina eins og ný brú yfir Ölfusá og jarðgöng um Reynisfjall/láglendisvegur um Mýrdal. Að endingu er einnig stefnt að því að einstaka framkvæmdir verði fjármagnaðar að hluta með þessum hætti eins og ný brú yfir Hornafjarðarfljót og vegur yfir Öxi.

Helstu framkvæmdir sem flýtt verður (verkefni yfir 1 ma. kr.)

Suðursvæði 1 og 2

 • Aðskildar aksturstefnur frá Skeiðavegamótum að Hellu – klárað á 3. tímabili – 8 ma.kr.
 • Brú á Ölfusá – samvinnuverkefni – 6 ma.kr.
 • Varmá-Kambar – klárað á 1. tímabili – 2,7 ma.kr.
 • Aðskildar akstursstefnur Fitjar-Rósaselstorg – klárað á 2. tímabili – 3 ma. kr. 

Vestursvæði

 • Aðskildar akstursstefnur Akrafjallsvegur-Borgarnes – klárað á 2. og 3. tímabili – 8 ma. kr.
 • Dynjandisheiði – klárað á 1. tímabili – 5,8 ma. kr.
 • Bíldudalsvegur-Vestfjarðavegur – klárað á 2. tímabili – 4,8 ma. kr.

Norðursvæði

 • Brekknaheiði – klárað á 1. tímabili – 1,1 ma. kr.
 • Vatnsnesvegur – nýtt – 3 ma. kr.

Austursvæði

 • Reyðarfjörður-Breiðdalsvík – klárað á 3. tímabili – 4,8 ma. kr.
 • Um Lón – klárað á 3. tímabili – 3 ma. kr.
 • Hornafjarðarfljót – klárað á 1. tímabili (gjaldtaka) – 4,9 ma. kr.
 • Axarvegur – klárað á 1. tímabili (gjaldtaka) – 2,8 ma. kr.
 • Fjarðarheiðargöng – klárað á tímabili áætlunar – 35 ma. kr.
 • Mjóafjarðargöng/Seyðisfjarðargöng – Nýtt (50% á þriðja tímabili – 30,8 ma. kr.

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins

 • Borgarlína – nýtt – 49,6 ma. kr.
 • Miklabraut í stokk – unnið á 2. og 3. tímabili – 21,8 ma. kr.
 • Stokkur í Garðabæ – klárað á 3. tímabili – 7,6 ma. kr.
 • Holtavegur-Stekkjabakki – klárað á 1. tímabili – 2,2 ma. kr.
 • Rjúpnavegur-Breiðholtsbraut – klárað á 1. tímabili – 1,6 ma. kr.
 • Hjóla- og göngustígar – sérstök fjárveiting fyrir hbsv. – 6 ma. kr. 

Stefnumótun fyrir flug og almenningssamgöngur

Samhliða samgönguáætluninni eru í fyrsta sinn kynnt drög að flugstefnu Íslands annars vegar og stefnu í almenningssamgöngum milli byggða hins vegar. Birtast þar leiðarvísar og lykilviðfangsefni til framtíðar með það að markmiði að styrkja og efla málaflokkana sem skipta þjóðina alla miklu máli.

Tilgangur með mótun flugstefnu er að skapa umhverfi sem viðheldur grunni fyrir flugrekstur og flugtengda starfsemi á Íslandi og styður vöxt hennar.

Í tillögu að heildarstefnu um almenningssamgöngum milli byggða er lagt til að almenningssamgöngur með flugi, ferjum og almenningsvögnum myndi eina sterka heild og boðið verði upp á eitt leiðarkerfi fyrir allt landið með bættu aðgengi.

Samfélagsmál

Við gerð samgönguáætlunar er unnið í takt við fimm meginmarkmið að samgöngur séu öruggar, greiðar, hagkvæmar og umhverfislega sjálfbærar og að þær stuðli að jákvæðri byggðaþróun.

Í samgönguáætluninni er sérstaklega fjallað um að gert verði átak í að jafna stöðu kynja í atvinnugreinum tengdum samgöngum. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið stóð nýlega að ráðstefnu um konur og siglingar þar sem fjallað var um mikilvægi þess að gera störf til sjávar eftirsóknarverð fyrir konur.

Þá er loks fjallað um mikilvægi þess að í stefnumótun um málaflokkinn verði tekið tillit til þarfa barna og ungmenna sem eru virkir þátttakendur í samgöngum. Efnt verður til ráðstefnu um börn og samgöngur föstudaginn 8. nóvember nk.

Halda áfram að lesa

Uncategorized @is

Jóhannes uppljóstrari hótar fólki lífláti

Halda áfram að lesa

Uncategorized @is

Netöryggiskeppni íslenskra ungmenna hófst í dag

Netöryggiskeppni íslenskra ungmenna (Níu), sem einnig gengur undir heitinu Nían, hófst í dag en um er að ræða fyrstu keppni sinnar tegundar á Íslandi. Markmið keppninnar er að leita að ungu fólki sem hefur áhuga á netöryggismálum og hvetja það til að vinna við þau í framtíðinni. Í keppninni leysa þátttakendur ýmis verkefni sem snúa að netöryggi, svo sem að framkvæma skarpskyggnipróf og árásir á netþjóna svo fátt eitt sé nefnt.

Keppnin nú er forkeppni fyrir landskeppni sem haldin verður á UT-messunni í febrúar á næsta ári. Keppnin er tvískipt, yngri deild er fyrir aldurshópinn 14-20 ára og eldri deild fyrir 21-25 ára. Miðað er við aldur í lok næsta árs, þar sem landskeppnni getur orðið undanfari þátttöku í evrópsku netöryggiskeppninni „European Cyber Security Challenge“ (ECSC) sem haldin er árlega. Hún var haldin í Búkarest, 9.-11. október sl. og verður næst haldin í Vínarborg, 3.-7. nóvember 2020. Verði Ísland með í þeirri keppni yrði tíu manna hópur valinn úr landskeppninni til að keppa fyrir Íslands hönd.

Keppnin hófst í dag, 1. nóvember 2019, og stendur yfir í tvær vikur eða til loka dags 15. nóvember. Hægt verður að skrá sig til og með 13. nóvember. Hver og einn leysir verkefnin á sínum hraða og sumir ættu jafnvel að geta lokið þeim á tveimur dögum.

Keppnin hérlendis er haldin að frumkvæði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, en öryggisfyrirtækið Syndis sér um framkvæmd keppninnar í samstarfi við ráðuneytið og fleiri aðila. Margir gefa framlag til keppninnar með ýmsum hætti og ekki hefði verið gerlegt að halda hana án þessa góða stuðnings. 

Nánari upplýsingar má fá á vef keppninnar antisec.is og þar má einnig skrá sig til þátttöku og hefja keppni. Forkeppnin fer öll fram á vefnum, en dómarar velja síðan þátttakendur til þátttöku í landskeppninni sem fer fram á UT-messunni í Hörpu, 7.-8. febrúar 2020.

Halda áfram að lesa

Uncategorized @is

Ávarp á stofnfundi Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins

Stofnfundur Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins
Rússneska sendiráðinu
1. nóvember 2019

Ambassador, dear friends of Iceland and Russia,

It is truly a good occasion that brings us together here at the Russian Embassy today: the formal creation of the Russian-Icelandic Chamber of Commerce. I want to thank you Anton for your hospitality and thank all of you who have worked on creating the chamber.

The idea of creating a forum where Russian and Icelandic businesses can work together was pursued by the Icelandic Ambassador in Moscow, Berglind Ásgeirsdóttir, in connection to the 75th Anniversary of diplomatic relations that we celebrated last year. It is indeed cause for a celebration that this idea has now come to fruition. I am certain that the Chamber will be very useful for Russians and Icelanders doing business, for the benefit of both our countries, to have the chamber where they can work together, share ideas and cooperate.

Russia and Iceland are old friends and we have been doing business for decades. As you know we have been faced with grave challenges in the bilateral trade in the last few years that have significantly reduced the trade between us. But we have also seen new opportunities arise and cooperation starting in other areas.

I will be travelling to Moscow later this month for an official visit and I look forward to meeting my good counterpart, Mr. Lavrov. This will be the first trip of an Icelandic foreign minister to Moscow for 8 years.

As it is my hope is that this trip will help us to find ways to do more business together it gives me great pleasure to invite you, the members of the newly created Russian-Icelandic Chamber of Commerce, to join me in Moscow as I will bring a business delegation with me. The business delegation will visit the Skolkova Innovation Center, which is a vast business area in Moscow where close to 2.000 Russian high tech companies are working on innovation in areas such as IT, energy and biomedicine.

Our Ambassador in Russia, Berglind Ásgeirsdóttir, will host a special event at the Icelandic Residence in Moscow, where we will present opportunities that Icelandic businesses bring. This will be the first event of the newly established chamber, so I think it is safe to say that the Russian-Icelandic Chamber of Commerce is off to a very good start.

The Russian Icelandic Chamber of Commerce and Promote Iceland will send an email later today and I am told it is necessary to register quickly, so please keep that in mind.

I hope to see you all in Moscow and look forward to seeing business relations between Iceland and Russia deepen and grow in the future and the chamber playing an important role in bringing us closer.

Thank you.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin