Alþingi

Flaggað við Skála Alþingis á degi Norðurlanda

23.3.2021

Þjóðfánar Norðurlandanna voru dregnir að hún við Skála Alþingis í morgun, á degi Norðurlanda, 23. mars. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, minntist þess við upphaf þingfundar í dag að á þessum degi árið 1962 var Helsingfors-sáttmálinn undirritaður.

Sáttmálinn tryggir öllum ríkisborgurum Norðurlanda meðal annars jafnt aðgengi til náms og vinnu hvar sem er á Norðurlöndunum og er hornsteinn samstarfs ríkjanna sem kristallast í Norðurlandaráði.

„Norræn félög alls staðar á Norðurlöndunum halda daginn hátíðlegan, fagna norrænu samstarfi og benda á mikilvægi þess. Af þessu tilefni er nú fánum Norðurlandanna flaggað hér við inngang Alþingishússins,“ sagði forseti.

Fyrr í dag hittust forsetar norrænu þjóðþinganna á fjarfundi, þar sem var m.a. rætt um stöðuna í kórónuveirufaraldrinum á Norðurlöndum og áhrif á störf norrænu þinganna. Þá greindu Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Tone Wilhelmsen Trøen, forseti norska Stórþingsins, norrænum starfssystkinum í hópi þingforseta frá starfi og stöðu mála í undirbúningshópi heimsráðstefnu þingforseta. Fyrirhugað er að halda ráðstefnuna síðar í ár í Vínarborg en slíkar ráðstefnur eru haldnar á fimm ára fresti á vegum Alþjóðaþingmannasambandsins og bæði Steingrímur J. og Tone eiga sæti í undirbúningshópnum.

Dagur-Nordurlanda-2

Alþingi

Breytt skipulag þingvikunnar á vorþingi

13.4.2021

Samkomulag hefur náðst milli forseta Alþingis og formanna þingflokka um eftirfarandi skipulag þingvikunnar á vorþingi, frá og með 13. apríl, á grundvelli gildandi starfsáætlunar: Þingfundir samkvæmt starfsáætlun verða mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga og hefjast þeir kl. 13.

Nefndafundir verða fyrir hádegi á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum og sama gildir um þingflokksfundi á mánudögum og miðvikudögum. Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða að jafnaði á dagskrá á mánudögum og fimmtudögum kl. 13.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Sérstök umræða þriðjudaginn 13. apríl um fátækt á Íslandi
12.4.2021Þriðjudaginn 13. apríl um kl. 13:30 verður sérstök umræða um fátækt á Íslandi. Málshefjandi er Inga Sæland og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.

Inga Sæland og Bjarni Benediktsson

Halda áfram að lesa

Alþingi

Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 12. apríl

9.4.2021

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá við upphaf þingfundar mánudaginn 12. apríl kl. 13:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra og dómsmálaráðherra.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin