Heilsa

Forgangsraðað á bráðamóttöku vegna mikils álags

Mikið álag er nú á Landspítala, einkum bráðamóttöku, vegna mikils fjölda sjúklinga sem leitað hefur til spítalans síðustu daga. Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika.

Fyrsti viðkomustaðurinn

Fólk með minni veikindi og líkamstjón ætti alltaf að leita fyrst til sinnar heilsugæslu eða Læknavaktarinnar í Austurveri, ef kostur er. Þar er fólki sinnt og það greint –  vísað síðan til Landspítala ef þörf krefur.

Góð þjónusta hjá heilsugæslu

Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu eru nítján talsins. Þær eru flestar opnar kl. 8:00-16:00 og allar með síðdegisvakt að minnsta kosti frá kl. 16:00-17:00, mánudaga til fimmtudaga. Margar stöðvar eru jafnframt með vakt til kl. 18:00 á virkum dögum. Nánari upplýsingar um þjónustutíma er að finna á vef hverrar heilsugæslustöðvar.

Langur biðtími á bráðamóttöku

Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum reglulega forgangsraðað eftir bráðleika vegna álags og aðflæðis. Við slíkar aðstæður á Landspítala getur fólk sem er ekki í bráðri þörf þurft að bíða lengi eftir þjónustu eða verið vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina í Austurveri.

19 heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu

Hentugan lista yfir fimmtán heilsugæslustöðvar er að finna hérna

Einkareknar heilsugæslustöðvar eru síðan starfræktar í fjórum hverfum höfuðborgarsvæðisins og þær eru hérna:

Heilsugæslan Höfða
Heilsugæslan Lágmúla
Heilsugæslan Salahverfi
Heilsugæslan Urðarhvarfi

Kvöld- og helgarvakt læknavaktar

Læknavaktin í Austurveri við Háaleitisbraut er með opna móttöku alla virka daga kl. 17:00-23:30 og um helgar frá kl. 9:00-23:30.

Símavakt allan sólarhringinn

Hjúkrunarfræðingar eru á vakt allan sólarhringinn í símum 1770 og 1700 og sinna faglegri símaráðgjöf og vegvísun í heilbrigðiskerfinu fyrir allt landið. Í vegvísun er lögð áhersla á að nýta þá þjónustu sem er í boði á hverjum stað, koma málum í réttan farveg og meta hvort þörf er á frekari þjónustu.

Þjónustuvefsjá á Heilsuveru

Á Heilsuveru er þjónustuvefsjá þar sem einfalt er að finna næstu heilsugæslustöð og þá þjónustu sem í boði er um land allt. Heilsuvera er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Þar er einnig að finna öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá. Heilsuvera er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis.

Bráðamóttaka Landspítala

Vefsvæði bráðamótttökunnar í Fossvogi er hérna

Heilsa

Tillaga að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. í Patreks- og Tálknafirði

Mynd tekin af vef Arnarlax ehf.

16. apríl.2021 | 12:17

Tillaga að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. í Patreks- og Tálknafirði

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. í Patreks- og Tálknafirði.

Um er að ræða breytingu á grein 3.4 sem snýr að heimild til notkunar á eldisótum með ásætuvörnum sem innihalda koparoxíð. Breytingin tekur mið af niðurstöðu Skipulagsstofnunar um matsskyldu sem birt var þann 14. janúar 2021. Einnig hafa tilvísanir í lög og reglugerðir verið uppfærð en allar breytingar eru settar í hornklofa í auglýstri tillögu.

Athugasemdir við breytinguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun ([email protected]) merktar UST202009-285. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 17. maí 2021. Innsendar athugasemdir verða birtar við útgáfu starfsleyfis nema annars sé óskað. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:
Tillaga að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. í Patreks- og Tálknafirði
Ákvörðun um matsskyldu vegna breytinga
Vöktunaráætlun

Halda áfram að lesa

Heilsa

Forstjórapistill: COVID, hlaðvörp og þvottahús í yfirstærð

Kæra samstarfsfólk!

Nú hafa heilbrigðisyfirvöld aflétt nokkrum af þeim takmörkunum sem settar voru fyrir þremur vikum þegar líklegt þótti að stefndi í nýja bylgju COVID-19. Svo virðist sem tekist hafi að komast fyrir hana en áfram greinast þó smit utan sóttkvíar í samfélaginu sem kallar á að fólk sýni hér eftir sem hingað til sérstaka varkárni og viðhafi öflugar persónulegar sóttvarnir.

Farsóttanefnd Landspítala gaf í gær út leiðbeiningar vegna afléttinga hér á spítalanum sem ég hvet ykkur til að kynna ykkur vandlega.

Við leitum ýmissa leiða til að vera góðu sambandi við landsmenn og fylgjum þeim straumum sem helstir eru í því efni. Um allnokkra hríð hefur samskiptadeildin okkar haldið úti hlaðvarpi og nú eru hlaðvarpssyrpur vaxandi þáttur í upplýsingamiðlun Landspítala. Margir fylgjast með hlaðvörpunum „Brautryðjendur í hjúkrun“ og „Dagáll læknanema“ og nú bætist við „Geðvarp geðhjúkrunarfræðinga“. Í fyrsta þættinum ræða geðhjúkrunarfræðingar um samskipti í víðu samhengi. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes og í hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem rúmlega 6.000 manns og 2.000 nemendur starfa og nema í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta í meira en 200 deildum. Starfsemin er flókin og ýmislegt sem þarf til svo hún gangi vel og greitt fyrir sig. Hluti starfseminnar er flestum hulin enda kemur hún ekki endilega upp í hugann þegar almenningur hugsar um þjónustu spítalans. Vöruhús Landspítala (áður birgðastöð) og þvottahús tilheyra vöruþjónustu Landspítala og fer meginstarfsemin fram á Tunguhálsi. Vöruhúsið hefur um 8000 vörunúmer og þjónustar Landspítala og aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu. Þvottahúsið okkar er mjög öflugt og þar eru þvegin heil 7 tonn af þvotti á dag og þótt tæknibúnaður sé öflugur þarf mannshöndin að koma að mörgum verkum. Sem dæmi brjótum við saman 2.000 starfsmannabuxur á degi hverjum. Í meðfylgjandi myndbandi er áhugverð innsýn í þessa miklu starfsemi á Tunguhálsi.

Góða helgi!
Páll Matthíasson

Halda áfram að lesa

Heilsa

Frá farsóttanefnd 15. apríl 2021

Frá farsóttanefnd:

Landspítali er á óvissustigi. 

Á Landspítala nú:

2 sjúklingar eru inniliggjandi vegna Covid-19 með virkt smit
– Annar sjúklinganna í gjörgæslu og öndunarvél
Ekkert andlát á Landspítala í 4. bylgju sem hófst 20. mars
79 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 18 börn

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin