Alþingi

Forsætisnefnd afgreiðir erindi um siðareglumál

12.5.2021

Forsætisnefnd afgreiddi á fundi sínum 10. maí erindi sem henni barst 18. apríl sl. frá Birni Leví Gunnarssyni alþingismanni þar sem hann óskaði álits forsætisnefndar á því hvort ummæli hans í grein í Morgunblaðinu 3. apríl sl. stæðist siðareglur alþingismanna. Niðurstaða forsætisnefndar er birt í meðfylgjandi bréfi til Björn Levís Gunnarssonar

Var niðurstaðan sú að skilyrði brysti til þess að nefndin tæki erindið til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn, sbr. 1. málslið 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.

Alþingi

Alþingi kynnt í Vísindaskóla unga fólksins á Akureyri

24.6.2021

Lýðræðið og starfsemi Alþingis er á meðal þess sem er á dagskrá í Vísindaskóla unga fólksins sem nú stendur yfir í Háskólanum á Akureyri. Þar eru 80 nemendur á aldrinum 11–13 ára sem fá innsýn í störf þingsins undir leiðsögn fræðslustjóra og upplýsingafulltrúa á skrifstofu Alþingis.

Börnin læra hvað felst í orðinu lýðræði, fræðast um störf Alþingis og fara í hlutverkaleik. Þar setja þau sig í hlutverk þingmanna, búa til sín eigin lagafrumvörp, rökræða og greiða síðan atkvæði um frumvörpin, rétt eins og gert er á löggjafarsamkomunni við Austurvöll í Reykjavík. Þá koma þingmenn í heimsókn og miðla af reynslu sinni af þingstörfunum.

20210624_10350320210624_10301020210622_135104

Halda áfram að lesa

Alþingi

Ársfundur heimssamtaka kvenleiðtoga

18.6.2021

Ársfundur samtakanna Women Political Leaders 2021 verður haldinn mánudaginn 21. júní og er að þessu sinni rafrænn. Um 120 leiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum og alþjóðasamstarfi eru meðal ræðumanna og hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu

Þórunn Egilsdóttir mun flytja yfirlýsingu Alþingis fyrir hönd þingflokka. Í ávarpi sínu gerir hún meðal annars að umtalsefni stöðu jafnréttismála og mikilvægi þátttöku kvenna í endurreisninni eftir heimsfaraldurinn. 

Halda áfram að lesa

Alþingi

Tölfræðilegar upplýsingar um 151. löggjafarþing

15.6.2021

Þingfundum 151. löggjafarþings var frestað 13. júní 2021. Þingið var að störfum frá 1. október til 18. desember 2020 og frá 18. janúar til 13. júní 2021.

Þingfundir voru samtals 117 og stóðu í rúmar 684 klst. Meðallengd þingfunda var 5 klst. og 51 mín. Lengsti þingfundurinn stóð í 16 klst. og 29 mín. Lengsta umræðan var um fjármálaáætlun 2022–2026 en hún stóð samtals í tæpar 26 klst. Þingfundadagar voru alls 99.

Af 303 frumvörpum urðu alls 150 að lögum, 145 voru óútrædd, sex var vísað til ríkisstjórnarinnar og tvö ekki samþykkt. Af 169 þingsályktunartillögum voru 32 samþykktar, 134 tillögur voru óútræddar, ein ekki samþykkt og tveimur var vísað til ríkisstjórnarinnar.

32 skriflegar skýrslur voru lagðar fram. 24 beiðnir um skýrslur komu fram, þar af 18 til ráðherra og 6 til ríkisendurskoðanda. 15 munnlegar skýrslur ráðherra voru fluttar.

Fyrirspurnir á þingskjölum voru samtals 341. Fyrirspurnir til munnlegs svars voru 30 og var 18 svarað en þrjár kallaðar aftur. 311 skriflegar fyrirspurnir voru lagðar fram og var 240 þeirra svarað, tvær kallaðar aftur og 69 biðu svars er þingi var frestað.

Þingmál til meðferðar í þinginu voru 870 og tala prentaðra þingskjala var 1833.

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra voru 281. Sérstakar umræður voru 26.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin