Stjórnarráðið

Forsætisráðherra ræddi afvopnunarmál, loftslagsbreytingar og kynferðislegt ofbeldi á fundi leiðtoga Atlantshafsbandalagsins

Á meðal umfjöllunarefna fundarins voru áskoranir í öryggis- og varnarmálum, netógnir, baráttan gegn hryðjuverkum, útgjöld bandalagsríkjanna til varnarmála, samskiptin við Rússland og horfur í afvopnunarmálum.

Í innleggi sínu lagði forsætisráðherra áherslu á afvopnunarmál og að styrkja þyrfti alþjóðlega samninga á því sviði, fremur en að veikja þá eins og reyndin er. Forsætisráðherra fjallaði einnig um loftslagsbreytingar sem eitt stærsta öryggismál samtímans sem þyrfti að taka á í stefnu bandalagsins. Þá tók forsætisráðherra undir mikilvægi nýrrar stefnu bandalagsins gegn kynferðislegu ofbeldi og áreitni og áréttaði mikilvægi þess að fjallað væri um ofbeldi gegn konum í sambandi við öryggis- og varnarmál.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra: 

„Afvopnunarmál voru rædd á fundinum og lýstu margir áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í kjölfar ógildingar INF-samningsins sem tekur á útbreiðslu kjarnorkuvopna. Við erum að sjá bakslag í afvopnunarmálum sem skapar ógn við alla heimsbyggðina. Ég lagði áherslu á að nú þyrftu ríki að taka sig saman og komast aftur á rétta braut. Ég fjallaði um frið og stöðugleika í Norður-Atlantshafi á fundinum og um loftslagsbreytingar og ofbeldi gegn konum. Vísaði ég sérstaklega til #metoo-hreyfingarinnar. Við vitum að ofbeldi gegn konum margfaldast á ófriðartímum og nauðganir eru þekkt vopn í stríði. Þennan veruleika verður Atlantshafsbandalagið að taka alvarlega; í stefnumótun, innan allra sinna stofnana og á fundum leiðtoga“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Forsætisráðherra átti jafnframt fund með Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, þar sem fjallað var um stjórnmálaástandið, málefni Katalóníu og alþjóðasamvinnu. Utanríkisráðherra átti fund með Stef Blok, utanríkisráðherra Hollands, þar sem tvíhliða samskipti, málefni norðurslóða og alþjóðamál voru efst á baugi.

Þá sóttu forsætisráðherra og utanríkisráðherra hátíðarmóttöku í Buckingham-höll í boði Elísabetar II Bretadrottningar í gær. Forsætisráðherra var svo gestur í móttöku í Downingstræti 10 í boði forsætisráðherra Bretlands, í tilefni af sjötíu ára afmæli Atlantshafsbandalagsins en utanríkisráðherra sótti kvöldverð í boði Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands.

Halda áfram að lesa

Innlent

Ávarp á fundi norrænna og afrískra ráðherra um græna atvinnuuppbyggingu

SPRING MEETINGS 2021 EVENT:

BUILDING BACK BETTER AND GREENER – SUPPORTING SUSTAINABLE GROWTH THROUGH JOB CREATION

I would like to start by expressing my gratitude to my colleagues from Denmark and Sweden and the World Resources Institute for organizing this interesting event. It is important that we continue to engage with our African partners, the Multilateral Development Banks, and UN Institutions regarding how we ensure sustainable and inclusive growth, post-Covid.

We have an opportunity to focus on creating green jobs when rebuilding our economies and thereby support green and blue growth and address climate change. Green, resilient, and inclusive recovery will not be successful without a strong private sector, the protection and creation of jobs and by increasing innovative efforts to mobilize private capital. Focus on small and medium sized enterprises is of key importance, as these are often the largest source of employment in low-income countries.

We appreciate the swift response of international organizations and would like to underline the key role of the MBDs in response and recovery efforts. On that note we welcome the WBG paper on GRID and its emphasis on job creation and private sector solutions. In line with the joint Nordic approach to Building Back better and Greener we recently took on a role as a Global Champion for the UN High-Level Dialogue on Energy to be held in September.

We will champion the theme of Enabling SDGs through Inclusive, Just Energy Transition, which is key to achieving the objectives of many, if not most of the SDGs. This theme will focus on maximizing the positive impacts of an inclusive and just energy transitions on the achievement of the SDGs, including on gender equality, job creation, youth empowerment, agriculture, and food systems.

Investing in sustainable energy provides an opportunity to create green jobs for and to empower women and youth, the groups that are in many aspects most impacted by the pandemic. We have long championed gender equality in the transition to sustainable energy production and energy use. This is particularly important in the context of the pandemic where economic fallout has had a negative effect on gender equality, which must be addressed.

Let me also mention the role of sustainable energy in sustainable food systems, both “green” and “blue”. We have a long history of utilizing sustainable energy in food production, processing, and value addition in fisheries and agriculture which has greatly increased GDP and created more valuable jobs. Job creation in the sustainable blue economy is of particular importance for small island developing states and coastal low-income countries. The MDBs will have a crucial role in realizing this agenda and ensuring its success.

I am optimistic that by being innovative in our approach and engaging with the private sector we can succeed in Building Back Better and greener.

Thank you for your attention.

Ávarpið var flutt á fjarfundi norrænna og afrískra ráðherra 16. apríl 2021

Halda áfram að lesa

Innlent

Mælt fyrir heildarlögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra heildarlaga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Með frumvarpinu er lögð til sameining á löggjöf um umhverfismat framkvæmda og löggjöf um umhverfismat áætlana.

Sameining löggjafarinnar felur í sér aukinn skýrleika og betri yfirsýn, þar sem megininntak umhverfismats framkvæmda og áætlana er það sama. Verði frumvarpið að lögum verður málsmeðferð vegna umhverfismats framkvæmda líkari því sem þekkist í nágrannaríkjum Íslands.

Frumvarpið var unnið af starfshópi umhverfis- og auðlindaráðherra sem í áttu sæti, auk formanns, fulltrúar frá frjálsum félagasamtökum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum atvinnulífsins, samgöngu– og sveitarstjórnarráðuneytinu, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og Skipulagsstofnun, en við vinnslu frumvarpsins var mikil áhersla lögð á víðtækt samráð við almenning og aðra hagsmunaaðila.

Verkefni starfshópsins var heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum með það að markmiði að auka skilvirkni í ákvarðanatöku og tryggja sem best aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila að ferlinu þannig að hún samræmist sem best ákvæðum Árósasamningsins.

Í frumvarpinu er að finna ýmis nýmæli í málsmeðferð umhverfismats. Meðal annars valkvætt forsamráð framkvæmdaaðila og stjórnvalda um ferli framkvæmdar. Þá er gert ráð fyrir notkun rafrænnar gáttar fyrir umhverfismat, skipulagsmál og leyfisveitingar. Reglur um málskot eru enn fremur einfaldaðar og heildarferli umhverfismats stytt frá núgildandi lögum m.a. með því að fallið er frá kröfu um frummatsskýrslu. Er þetta í samræmi við löggjöf nágrannaþjóða.

Lagðir eru til endurskoðaðir framkvæmdaflokkar með skýrleika í huga til að draga úr vafatilfellum um það hvaða framkvæmdir falli undir lögin. Samhliða er framkvæmdaflokkunum fækkað úr þrem í tvo þar sem fallið er frá notkun C-flokks framkvæmda þ.e. að framkvæmdir séu tilkynningarskyldar óháð stærð og staðsetningu. Framkvæmdaaðili eða leyfisveitandi getur einnig óskað álits Skipulagsstofnunar á því hvort endurskoða þurfi umhverfismat framkvæmdar að hluta eða í heild óháð þeim tíma sem liðinn er frá gerð álitsins. Þá er í frumvarpinu lagt til að skilyrði í áliti Skipulagsstofnunar um umhverfisáhrif framkvæmdar verði bindandi gagnvart leyfisveitanda og er það í samræmi við tilskipun ESB um umhverfismat framkvæmda. 

Frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana

Halda áfram að lesa

Innlent

Mælt fyrir breytingum á rammaáætlun og þingsályktunartillögu um staðsetningu vindorkuvera

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mælti á Alþingi í vikunni fyrir frumvarpi til breytinga á lögum um rammaáætlun og tillögu til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands.

Frumvarpið um breytingar á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun) snýr að málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku. Verði það að lögum mun vindorkan fá nokkuð aðra málsmeðferð og meðhöndlun innan rammaáætlunar en hinir hefðbundnu virkjunarkostir, vatnsorka og jarðvarmi.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að skoðun og mat verkefnisstjórnar rammaáætlunar á virkjunarkostum í vindorku taki mið af því séreðli vindorkunnar að hún er hvorki takmarkaður né staðbundinn orkukostur og því hægt að hagnýta vindorkuna víða um land.

Í frumvarpinu og tillögu til þingsályktunar er byggt á því að landsvæðum verði skipt í þrjá flokka; í fyrsta flokk falli landsvæði þar sem vindorkunýting er ekki heimiluð, í annan flokk falli svæði sem geta verið viðkvæm til hagnýtingar vindorku og mælt er fyrir um að sæti sérstakri skoðun og mati verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Í þriðja flokk falli öll önnur landssvæði og liggur ákvörðunarvald varðandi virkjanir á þeim svæðum hjá viðkomandi sveitarfélagi á grundvelli almennra laga og reglna.

Samkvæmt frumvarpinu er tillaga til þingsályktunar meginverkfærið við mat verkefnisstjórnar rammaáætlunar á einstökum virkjunarkostum. Í henni kemur fram skýr opinber stefnumörkun um staðsetningu slíkra mannvirkja út frá tilgreindum flokkum lands, auk þess sem mælt er fyrir um þær meginreglur, viðmið og áhrifaþætti sem byggja skal mat verkefnisstjórnar á þegar virkjunarkostir eru teknir til skoðunar.

Verði frumvarp þetta að lögum og þingsályktunartillaga því fylgjandi samþykkt, er gert ráð fyrir að ferli vegna skoðunar og mats á virkjunarkostum í vindorku verði einfaldara og skjótara en það er í dag, enda verði byggt á skýrri opinberri stefnumörkun um staðsetningu slíkrar starfsemi. Jafnframt verður vernd svæða, sem talin eru verðmætust út frá náttúrufari, tryggð.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011 (málsmeðferð virkjunarkosta í vindorku)

Tillaga til þingsályktunar um staðsetningu vindorkuvera í landslagi og náttúru Íslands

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin