Alþingi

Forseti Alþingis fellst á flutning ríkisendurskoðanda í embætti ráðuneytisstjóra

27.1.2022

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, féllst í dag á beiðni Lilju Daggar Alfreðsdóttur, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, um að Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi verði fluttur skv. 36. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996, til nýs menningar- og viðskiptaráðuneytis.

Skúli Eggert verður skipaður ráðuneytisstjóri hins nýja ráðuneytis og hefur störf 1. febrúar nk. Hið nýja ráðuneyti tekur til starfa þann sama dag í samræmi við ályktun Alþingis um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands sem samþykkt var í dag á 28. fundi 152. löggjafarþings.

Alþingi

Þingskjali útbýtt utan þingfunda föstudaginn 20. maí


Skrifstofa AlþingisHafa samband,
101 Reykjavík,
Kt. 420169-3889,
Sími 563 0500,

Sjá á korti

Meðhöndlun persónuupplýsinga


Öllum fyrirspurnum, ábendingum og tillögum um vef Alþingis skal beint til [email protected].

Jafnlaunavottun

Halda áfram að lesa

Alþingi

Óundirbúnar fyrirspurnir mánudaginn 23. maí

20.5.2022

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá mánudaginn 23. maí kl. 15:00. Þá verða til svara forsætisráðherra, matvælaráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dómsmálaráðherra.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Nefndadagar fimmtudaginn 19. og föstudaginn 20. maí

17.5.2022

Samkvæmt starfsáætlun Alþingis eru nefndadagar fimmtudaginn 19. maí og föstudaginn 20. maí. Samkvæmt venju verður fundað bæði fyrir og eftir hádegi í nefndum. Við ákvörðun um fundartíma er reynt að gæta samræmis og mið tekið af stöðu mála í nefndum og fundaþörf nefnda.

Fundatafla er birt með fyrirvara um óbreytta starfsáætlun. Endanlegir fundartímar og dagskrá funda birtast á vef Alþingis.

Fimmtudagur 19. maí 

  • Kl. 9–12: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd
  • Kl. 13–16: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd

Föstudagur 20. maí 

  • Kl. 9–12: Fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd
  • Kl. 13–16: Allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd og umhverfis- og samgöngunefnd

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin