Connect with us

Heilsa

Forstjórapistill: Ánægjuleg fækkun samfélagssmita og stytting vinnuvikunnar

Birt

þann

Kæra samstarfsfólk!

Árangursrík viðbrögð sóttvarnaryfirlækna og landsmanna allra eru nú að skila þeim árangri að samfélagssmitum fækkar ört. Það er afar ánægjulegt og vonandi horfum við fram á betri tíma hvað þennan vágest varðar. Við megum þó alls ekki sofna á verðinum. Við þurfum að viðhalda ítrustu sýkingavörnum áfram enda sýnir reynslan að lítið má út af bregða til að illa fari. Starfið á Landakoti færist nú aftur í fyrra horf og hið öfluga starf sem þar er unnið. Ég veit að margir, sérstaklega á Landakoti, eru sárir eftir opinbera umræðu síðustu vikna og finnst hún óvægin. Ég get vissulega tekið undir að hún hefur verið það á köflum, jafnvel ósanngjörn og stundum sett fram af þröngri sýn á afar flókið verkefni. En mér finnst þó ástæða til að árétta að oftast hefur gagnrýnin beinst að stjórnun og skipulagi heilbrigðisþjónustunnar og eðlilegt að forsvarsmenn spítalans svari fyrir þann þátt sem að spítalanum snýr, innan þess ramma sem starfseminni hefur verið skipaður. Gagnrýninni hefur sjaldnast verið beint gegn ykkar frábæra starfi og þeim góða árangri sem við höfum náð, heilt yfir. Munum það.

COVID-19 hefur sannarlega haft mikil áhrif víða um spítalann og innleiða hefur þurft nýja þekkingu í rauntíma, þegar hún varð til! Þriðja bylgja faraldursins sem við glímum við núna er talsvert öðru vísi en fyrri bylgjur og þekking okkar hefur aukist. Það hefur verið makalaust að fylgjast með þessu ótrúlega starfi sem unnið hefur verið á spítalanum. Við erum þakklát öllum þeim sem lagt hafa okkur lið, t.d. úr bakvarðasveitinni, en auðvitað hefur starfsfólkið sem fyrir er á spítalanum borið hitann og þungann af verkinu og það mun færa þekkinguna áfram. Sjaldan hefur gildi teymisvinnu sannað sig betur eða eins og Anna Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur og meistaranemi í görgæsluhjúkrun segir í meðfylgjandi myndbandi „Þetta hefst ekki nema með góðri samvinnu“.

Í nýgerðum kjarasamningum hefur víða verið samið um breytingu á vinnutíma og er það mikilvægt framfaraskref eftir óbreytta lengd hefðbundinnar vinnuviku í 40 ár. Fyrir okkur á Landspítala gefur þessi breyting okkur tækifæri á að þróa vinnustaðinn í takti við nútíma kröfur og aðlaga vinnuna betur fjölskyldu- og einkalífi. Verkefnið er þó ekki einfalt og krefst þess að starfsfólk og stjórnendur taki sameiginlega ábyrgð á að láta breyttan vinnutíma ríma við kröfur þjónustunnar og hagkvæmni rekstrar. Útfærsla Landspítala á verkefninu verður samkvæmt svokallaðri umsóknaleið en í því felst að skipulagseiningar geta sótt um að breyta vinnutímanum meira en lágmarkið gerir ráð fyrir, að undangengnu umbótasamtali. Í því samtali finna starfsfólk og stjórnendur leiðir til að hagræða vinnutímanum án þess að þjónusta skerðist eða kostnaður aukist. Breyting á vinnutíma í vaktavinnu mun eiga sér lengri aðdraganda þar sem þar er um að ræða flóknari breytingu, meðal annars með talsverðri uppstokkun á því hvernig umbunað er fyrir störf vaktavinnufólks utan dagvinnutíma. Í vaktavinnunni getur stytting vinnuvikunnar orðið umtalsverð, að því gefnu að starfsfólk jafni vaktabyrðinni sín á milli. Sú breyting tekur gildi 1. maí á næsta ári, einnig að undangengnu samráðsferli á einingum, þar sem starfshlutföll verða endurskoðuð og mögulega skipulag vakta einnig. Það er von mín að starfsfólk og stjórnendur finni tíma á næstu vikum til að hefja þessi mikilvægu umbótaverkefni og ég vil vekja athygli á að allir geta kynnt sér hvað málið snýst um á vefsetrinu www.betrivinnutimi.is. Ég er sannfærður um að þessi umbreyting mun á endanum skila okkur betri vinnustað og öruggari spítala.

Góða helgi!

Páll Matthíasson

 


Heilsa

Þjónustukönnun sjúklinga 2020 – niðurstöður

Birt

þann

Eftir

Niðurstöður úr þjónustukönnun sjúklinga 2020 hafa verið birtar á vef Landspítala. Sambærilegar kannanir hafa verið gerðar síðan árið 2012. Þær benda til þess að ýmis umbótastarfsemi á síðastliðnum árum sé að skila betri þjónustu og vaxandi ánægju skjólstæðinga spítalans.

Tilgangur þjónustukönnunar er að fá fram viðhorf sjúklinga til þjónustu spítalans og nota til umbótaverkefna þar sem þeirra er þörf.

Boð um þátttöku í könnuninni var sent á úrtak sjúklinga sem legið höfðu inni á Landspítala a.m.k. í sólarhring á tímabilinu febrúar til apríl 2020.
Svarhlutfall var 47%. Spítalinn kann þátttakendum bestu þakkir fyrir þeirra framlag.

Þjónustukönnun Landspítala 2020 – niðurstöður

Lesa meira

Heilsa

Áform um stækkun og endurskoðun friðlýsingar Garðahrauns í Garðabæ

Birt

þann

Eftir

19. janúar.2021 | 12:24

Áform um stækkun og endurskoðun friðlýsingar Garðahrauns í Garðabæ

Umhverfisstofnun, í samstarfi við Garðabæ og Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa, kynnir áform um stækkun og endurskoðun friðlýsingar fólkvangsins í Garðahrauni í Garðabæ, í samræmi við 52. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Áformin eru kynnt í samræmi við ákvæði 36. og 38. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. 
Frestur til að skila athugasemdum við áformin er til og með 25. mars 2021.

Athugasemdum má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið [email protected] eða senda með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Nánari upplýsingar um áformin má sjá hér: Garðahraun í Garðabæ

Lesa meira

Heilsa

Dag- og göngudeild auglækninga lokuð í viku frá 18. janúar vegna flutnings

Birt

þann

Eftir

Dag- og göngudeild augnlækninga á Landspítala, við Þorfinnsgötu, verður lokuð frá mánudegi 18. janúar til mánudags 25. janúar 2021 vegna flutninga. Að báðum dögum meðtöldum.

Verið er að breyta Eiríksstöðum, þar sem áður voru skrifstofur Landspítala, í göngudeildahús. Þangað flyst dag- og göngudeild auglækninga og verður deildin opnuð á nýja staðnum þriðjudaginn 26. janúar.

Eiríksstaðir eru við Eiríksgötu, rétt neðan við Hallgrímskirkju, skáhalt þar sem Blóðbankinn var lengi.

Lesa meira

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin