Heilsa

Forstjórapistill: COVID, hlaðvörp og þvottahús í yfirstærð

Kæra samstarfsfólk!

Nú hafa heilbrigðisyfirvöld aflétt nokkrum af þeim takmörkunum sem settar voru fyrir þremur vikum þegar líklegt þótti að stefndi í nýja bylgju COVID-19. Svo virðist sem tekist hafi að komast fyrir hana en áfram greinast þó smit utan sóttkvíar í samfélaginu sem kallar á að fólk sýni hér eftir sem hingað til sérstaka varkárni og viðhafi öflugar persónulegar sóttvarnir.

Farsóttanefnd Landspítala gaf í gær út leiðbeiningar vegna afléttinga hér á spítalanum sem ég hvet ykkur til að kynna ykkur vandlega.

Við leitum ýmissa leiða til að vera góðu sambandi við landsmenn og fylgjum þeim straumum sem helstir eru í því efni. Um allnokkra hríð hefur samskiptadeildin okkar haldið úti hlaðvarpi og nú eru hlaðvarpssyrpur vaxandi þáttur í upplýsingamiðlun Landspítala. Margir fylgjast með hlaðvörpunum „Brautryðjendur í hjúkrun“ og „Dagáll læknanema“ og nú bætist við „Geðvarp geðhjúkrunarfræðinga“. Í fyrsta þættinum ræða geðhjúkrunarfræðingar um samskipti í víðu samhengi. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes og í hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem rúmlega 6.000 manns og 2.000 nemendur starfa og nema í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta í meira en 200 deildum. Starfsemin er flókin og ýmislegt sem þarf til svo hún gangi vel og greitt fyrir sig. Hluti starfseminnar er flestum hulin enda kemur hún ekki endilega upp í hugann þegar almenningur hugsar um þjónustu spítalans. Vöruhús Landspítala (áður birgðastöð) og þvottahús tilheyra vöruþjónustu Landspítala og fer meginstarfsemin fram á Tunguhálsi. Vöruhúsið hefur um 8000 vörunúmer og þjónustar Landspítala og aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu. Þvottahúsið okkar er mjög öflugt og þar eru þvegin heil 7 tonn af þvotti á dag og þótt tæknibúnaður sé öflugur þarf mannshöndin að koma að mörgum verkum. Sem dæmi brjótum við saman 2.000 starfsmannabuxur á degi hverjum. Í meðfylgjandi myndbandi er áhugverð innsýn í þessa miklu starfsemi á Tunguhálsi.

Góða helgi!
Páll Matthíasson

Heilsa

Útgáfa á starfsleyfi Benchmark Genetics Iceland hf. Kirkjuvogi

12. maí.2021 | 14:01

Útgáfa á starfsleyfi Benchmark Genetics Iceland hf. Kirkjuvogi

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Benchmark Genetics Iceland hf. Kirkjuvogi. Um er að ræða landeldi í Kirkjuvogi, Höfnum þar sem hámarks lífmassi á hverjum tíma má ekki fara yfir 90 tonn. Starfsleyfið hefur nú verið afhent rekstaraðila ásamt rekstarleyfi Matvælastofnunar.

Tillaga að starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 24. febrúar 2021 til og með 26. mars 2021 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engin athugasemd barst stofnuninni vegna tillögunnar á auglýsingatíma. Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl
Ákvörðun um útgáfu Benchmark Genetics Iceland hf. Kirkjuvogi
Starfsleyfi Benchmark Genetics Iceland hf. Kirkjuvogi.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Uppfærð skilyrði vegna heimildar fjölmiðla um akstur utan vega að gosstöðvum

12. maí.2021 | 11:11

Uppfærð skilyrði vegna heimildar fjölmiðla um akstur utan vega að gosstöðvum

Í ljósi aðstæðna á svæði við gosstöðvar í Geldingadölum hefur Umhverfisstofnun uppfært skilyrði í heimild fjölmiðla vegna aksturs utan vega að gosstöðvunum samanber eftirfarandi: 

Leyfi fyrir fjölmiðla vegna aksturs utan vega að gosstöðvunum
Á grundvelli 2. mgr. 31. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 heimilar Umhverfisstofnun fjölmiðlum, sbr. 2. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011, fyrir sitt leiti akstur utan vega að gosstöðvum í Geldingadölum eftir leið um Einihlíðar og Meradali vegna kvikmyndatöku sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt. 

Merktar gönguleiðir eru að gosstöðvunum og skulu þær almennt notaðar. Þessi  heimild skal aðeins nýtt ef búnaður til kvikmyndatöku er of þungur til að hægt sé að bera hann á tökustað. 

Heimildin er bundin eftirfarandi skilyrðum: 

  • Allar ferðir skulu tilkynntar til vettvangsstjórnar á svæðinu og skal fylgja fyrirmælum hennar í hvívetna. 
  • Vettvangsstjórn er heimilt að takmarka eða loka fyrir aðgengi að svæðinu, s.s. vegna öryggis, veðurs, aðstæðna eða fjölda bíla á svæðinu. 
  • Ökutæki sem notuð eru við verkefni skulu vera að lágmarki á 38“ dekkjum og hleypa skal úr dekkjum til að takmarka ummerki eftir aksturinn. 
  • Ökumenn skulu hafa reynslu af akstri við krefjandi aðstæður. 
  • Aðeins skal nota þessa heimild ef brýna nauðsyn ber til. 
  • Takmarka skal fjölda ferða og farartækja eins og kostur er.
  • Hverjum aðila er aðeins heimilt að aka leiðina einu sinni fram og til baka á dag.
  • Allar ferðir skulu skráðar á heimasíðu Umhverfisstofnunar 


Ákvörðunin gildir til 26. maí 2021.

Umhverfisstofnun mun breyta ákvörðuninni ef aðstæður á svæðinu breytast.
Nánari upplýsingar er að finna hér. 

Halda áfram að lesa

Heilsa

Aðalfundur Spítalans okkar 2021 þriðjudaginn 25. maí

Aðalfundur landsamtakanna Spítalinn okkar verður haldinn þriðjudaginn 25. maí 2021. Fundurinn verður  í stóra salnum á Nauthól , Nauthólsvegi 106, og hefst kl. 16:00.

Dagskrá

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga
7. Önnur mál.

Stutt málþing verður haldið að loknum aðalfundarstörfum – dagskráin verður birt síðar.
Á fundinum verður fylgt tilmælum um sóttvarnir.

Vefur Spítalans okkar

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin