Connect with us

Heilsa

Forstjórapistill: Fumlaust viðbragð vegna greindra Covid-19 tilfella og réttlát forgangsröðun í bólusetningu

Published

on

Kæra samstarfsfólk!

Eins og sóttvarnalæknir segir þá erum við vonandi komin í síðasta kafla COVID-19 farsóttarinnar, nú þegar farið er að bólusetja þjóðir heims. Áskoranirnar eru þó ærnar áfram og mikilvægt að halda vöku sinni. Það sannaðist í tvígang í vikunni þegar smit greindust á hjartadeild annars vegar og blóð- og krabbameinslækningadeild hins vegar. Í fyrra tilvikinu reyndist um eldra smit að ræða sem greindist við útskrift sjúklings en í hinu síðara fannst fyrir árverkni starfsfólks virkt smit hjá sjúklingi sem lagst hafði inn deginum áður, eftir að hafa fengið þjónustu á annarri heilbrigðisstofnun. Á skipulagðan og fumlausan hátt var strax gripið til víðtæks viðbragðs og deildunum samstundis lokað fyrir nýjum innlögnum og aðrir sjúklingar og starfsfólk skimað fyrir Covid-19. Snör vinnubrögð þrautþjálfaðra starfsmanna spítalans og öflugar sýkingarvarnir þeirra fyrir og eftir þessa alvarlegu atburði skiptu sköpum. Frekari smit hafa ekki greinst en viðbrögðin voru hárrétt og viðeigandi. Landspítali sinnir verkefnum af þessu tagi allan sólarhringinn, allan ársins hring og hér gengur fólk fumlaust og yfirvegað til verka. Það hefur margoft komið í ljós í heimsfaraldri Covid-19 að samstaða starfsfólks Landspítala nær jafnan hámarki andspænis erfiðustu áskorununum. Ég hygg að sömu sögu megi segja af öðrum heilbrigðisstofnunum um víða veröld. Þetta eru ótrúlegir vinnustaðir og einstakur heiður að tilheyra þeim.

Á þessum tímum þegar bóluefni er farið að berast til landsins er mikilvægt að við sýnum yfirvegun og stillingu. Sóttvarnarlæknir hefur, að vel athuguðu máli, sett fram forgangsröðun í reglugerð. Í reglugerðinni er ekki forgangsraðað þannig að tryggt sé að tiltekin starfsemi haldi velli, svo sem innviðir á borð við raforkuver eða einstaka heilbrigðisstofnun, heldur er horft til þeirra sem eru í mestri áhættu. Að leiðarljósi eru höfð þau grunngildi að láta okkar viðkvæmustu hópa ganga fyrir og þá sérstaklega aldraða. Fólk í almannaþjónustu (sérstaklega heilbrigðisþjónustu) sem metið er í hááhættu er einnig í forgangi. Aðrir koma síðar. Þetta er skynsamleg forgangsröðun og réttlát og það er mikilvægt að við treystum mati heilbrigðisyfirvalda í þessu efni.

Ég og fulltrúar farsóttarnefndar spítalans höfum á undanförnum vikum fengið fjölmargar rökstuddar óskir um að ákveðnir hópar innan spítalans þurfi að ganga fyrir öðrum í bólusetningu. Þótt ég hafi fullan skilning á því að stjórnendur beri hag starfsfólks síns sér fyrir brjósti og vilji verja sem best þá þjónustu sem veitt er og þótt ég skilji vel að fólk óttist það að sýkjast þá verðum við öll að virða forgangsröðun sem sett hefur verið fram. Eftir því sem bóluefni berst til landsins þá verða landsmenn bólusettir og þar er fylgt þeirri forgangsröðun sem liggur fyrir. Þar gildir sama fyrir Jón og séra Jón og ég vil sérstaklega taka fram, vegna sögusagna um annað, að forstjóri og framkvæmdastjórn eða aðrir stjórnendur spítalans hafa ekki verið bólusettir fyrir COVID-19. Undantekningar frá þessu eru auðvitað þær ef fólk sinnir einnig beinum sjúklingasamskiptum í framlínu og tilheyrir þannig þegar skilgreindum forgangshópum. Við hin bíðum róleg þar til að okkur kemur, í þeirri vissu að framar okkur í röðinni er sannarlega fólk sem þarf meira á bólusetningu að halda.

Góða helgi og baráttukveðjur öll!

Páll Matthíasson

Heilsa

Forstjórapistill: Krabbameinsskimanir, rannsókn á langvinnum lungnasjúkdómi og þjónusta eftir gjörgæsludvöl

Published

on

Krabbameinsskimanir: Óvissu eytt, starfsfólki þakkað

Heilsugæslan og Landspítali samstíga við yfirfærslu skimunarverkefnis

Mikilvægar breytingar voru gerðar á skipulagi, stjórn og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum um síðustu áramót. Landspítali, í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri, tók þá að sér framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í brjóstum og sérskoðun á brjóstum og leghálsi en heilsugæslan um land allt fékk það hlutverk að annast framkvæmd skimana fyrir krabbameini í leghálsi.  Breytingar þessar fólu meðal annars í sér yfirfærslu margvíslegra verkefna frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar, Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Sú yfirfærsla hefur hins vegar ekki verið hnökralaus þegar horft er til heildarverkefnisins og því miður skapað áhyggjur í samfélaginu. Heilsugæslan og Landspítali áréttuðu því í vikunni að aðstandendum verkefnisins þyki mjög miður að óöryggi hafi skapast um þessa mikilvægu þjónustu og fullvissuðu almenning um að allir aðilar verkefnisins keppist nú við að eyða óvissu fólks með fjölbreyttum hætti.

Þegar Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri var falin fyrrnefnd ábyrgð tóku stjórnendur spítalans ákvörðun um að leita eftir því við Krabbameinsfélag Íslands að skimun fyrir brjóstakrabbameini yrði áfram í Skógarhlíð til loka mars og bjóða fyrrverandi starfsmönnum Krabbameinsfélagsins störf á Landspítala. Það gekk eftir og með því móti var hægt að tryggja fullnægjandi tímaframboð og hnökralausa framkvæmd skimunar líkt og verið hefur. Ný og glæsileg brjóstamiðstöð Landspítala verður opnuð á Eiríksgötu 5 í apríl.

Einnig var ákveðið að fela Landspítala að sjá um sérskoðanir á leghálsi í kjölfar skimunar á vegum Heilsugæslunnar. Kvennadeildir spítalans náðu á örskömmum tíma að byggja upp vandaða og öfluga umgjörð í kringum þá þjónustu og hefur hún staðið konum til boða frá janúarbyrjun. Þrátt fyrir að vera nýtt verkefni á spítalanum hefur allt gengið samkvæmt áætlun.

Starfsfólk Landspítala hefur leyst sín verkefni vegna breytinganna afburðavel úr hendi og er því hér með þakkir færðar.

Vísindastarf: Merkileg rannsókn á langvinnum nýrnasjúkdómi

Rannsókn um algengi langvinns nýrnasjúkdóms

Nýlega birtist grein í hinu virta tímariti Kidney International sem fjallar um alþjóðlega mikilvæga rannsókn Arnars Jans Jónssonar, doktorsnema og læknis og samstarfsfólks hans, um algengi langvinns nýrnasjúkdóms á Íslandi. Rannsóknina vann Arnar undir handleiðslu Ólafs Skúla Indriðasonar nýrnalæknis og Runólfs Pálssonar, nýrnalæknis og prófessors.

Rannsóknin þykir marka tímamót varðandi þekkingu á faraldsfræði langvinns nýrnasjúkdóms, sem er samheiti yfir langvinna nýrnasjúkdóma af margvíslegum toga og einkennist af skerðingu á nýrnastarfsemi eða öðrum teiknum um nýrnaskemmdir sem varað hafa í 3 mánuði eða lengur. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að líklegt er að fyrri rannsóknir hafi ofmetið algengi langvinns nýrnasjúkdóms. Hið öfluga vísindastarf á Landspítala á svo sannarlega öflugan liðsmann í Arnari Jan og samstarfsfólki hans í rannsóknum.

Eftirgæsla: Dýrmæt þjónusta eftir gjörgæsludvöl

Þjónusta eftir gjörgæsludvöl

Talandi um vísindastarf þá langar mig til að nefna dr. Rannveigu Jónu Jónasdóttur sem skrifaði fyrir fjórum árum doktorsritgerð í hjúkrunarfræði og heilbrigðisvísindum um þróun skipulagðrar, hjúkrunarstýrðrar eftirgæslu hjá sjúklingum eftir útskrift þeirra af gjörgæsludeild. Eftirgæsla hefur síðan verið innleidd á gjörgæsludeildum Landspítala og verkefnið þykir hafa skilað miklum árangri og aukið gæði meðferðar sjúklinga á spítalanum.

Eftirgæslan snýst um að styðja við bata sjúklinga til lengri og skemmri tíma eftir útskrift þeirra af gjörgæsludeildum. Þróuð var meðferð, byggð á samþættu, kerfisbundnu yfirliti. Meðferðin er skipulögð, hjúkrunarstýrð eftirgæsla og felst í reglubundnu eftirliti gjörgæsluhjúkrunarfræðinga með sjúklingunum frá útskrift af gjörgæsludeild í nokkra mánuði eftir útskrift þaðan, meðal annars með heimsóknum til þeirra. Í mörgum tilvikum snýst þetta um að tengja meðferð sjúklinga á gjörgæsludeildum við meðferð þeirra á legudeildum, sem oft er til lengri tíma.

Dr. Rannveig Jóna hóf störf sem hjúkrunarfræðingur hjá Landspítala fyrir liðlega aldarfjórðungi og hefur með margvíslegum hætti tengt fræði við framkvæmd, til dæmis með þessum hætti. Vel gert.

Continue Reading

Heilsa

Tillaga að starfsleyfi Rifós hf. á Kópaskeri

Published

on

26. febrúar.2021 | 11:58

Tillaga að starfsleyfi Rifós hf. á Kópaskeri

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Rifós hf. Um er að ræða landeldi á Röndinni á Kópaskeri þar sem hámarks lífmassi á hverjum tíma má ekki fara yfir 400 tonn.

Að mati Umhverfisstofnunar munu helstu áhrif aukningarinnar vera í formi aukins magns næringarefna en dregið er verulega úr þeirri aukningu með notkun tromlusía þannig að nær eingöngu verður um uppleyst næringarefni sem rekstaraðili mun losa í umhverfið. Áætluð losun næringarefna verður undir þeim mörkum sem almennt er miðað við varðandi losun í sjó. Mælingar eru gerðar á fráveituvatni þannig að hægt er að fylgjast með losun og bregðast við hún fer yfir þau viðmiðunarmörk sem kveðið er á í starfsleyfi.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun ([email protected]) merkt UST202012-031. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 29. mars 2021. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl
Umsókn um starfsleyfi
Tillaga að starfsleyfi Rifós hf.
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu
Tilkynning vegna matsskyldu

Continue Reading

Heilsa

Fjöldi nemenda á Landspítala árið 2019 og 2020

Published

on

Árið 2020 voru 1.713 nemendur skráðir í nemendaskráningarkerfi Landspítala og árið 2019 voru skráðir 1.599 nemendur. Allir nemendur eiga að vera skráðir í nemendaskráningarkerfið. 

Árið 2020 voru skráðir nemendur í námi á framhaldsskólastigi 249, háskólanemendur í grunnnámi 825 og háskólanemendur í framhaldsnámi 638. Erlendir nemendur voru 47 talsins.
Árið 2019 voru skráðir nemendur á framhaldsskólastigi 209, háskólanemendur í grunnnámi 723 og háskólanemendur í framhaldsnámi 667. Erlendir nemendur voru 90 talsins.

Nemendafjöldi á Landspítala 2020
Nemendafjöldi á Landspítala 2019

Nauðsynlegt er að skrá alla nemendur í nám á Landspítala. Í nemakerfinu kemur fram hvenær og hvar á spítalanum nemendur eru í námi og haldið utan um að nemandi hafi undirritað þagnarheit og reglur um notkun sjúkraskrárupplýsinga. Tölvuaðgangur er veittur og auðkenniskort útbúin samkvæmt upplýsingum úr kerfinu. Nemendur sem koma inn á spítalann í skipulagt nám, t.d. frá Háskóla Íslands, eru skráðir samkvæmt upplýsingum þaðan og leitast er við að afgreiða öll undirskriftar- og aðgangsmál áður en nemendur koma inn á spítalann. Nauðsynlegt er að tilkynna um nemendur sem koma á eigin vegum eða á annan hátt inn á spítalann (sjá neðar).

Nemendur hafa verið skráðir í nemaskráningarkerfið síðan árið 2010. Samtals fjöldi nema sem tekinn hefur verið saman árlega er eftirfarandi:

 Ár                   Fjöldi nemenda
2010                   1.193
2011                   1.359
2012                   1.532
2013                   1.530
2014                   1.607
2015                   1.612
2016                   1.755
2017                   1.767
2018                   1.521
2019                   1.599
2020                   1.713

Upplýsingar varðandi skráningu nema, gátlista, þagnarskylduskjöl o.fl.

Upplýsingar og umsóknarform fyrir íslenska nemendur sem eru í námi erlendis 

Upplýsingar og umsóknarform fyrir erlenda nemendur 
=> sjá síðan fyrirsögnina “Want to join our team?”, smella á “International students at Landspítali”.

Upplýsingar um skráningu nemenda og aðgangsmál veitir Hulda Pálsdóttir, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala, netfang [email protected], sími 543 1415.

Continue Reading

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin