Heilsa

Forstjórapistill: Krabbameinsskimanir, rannsókn á langvinnum lungnasjúkdómi og þjónusta eftir gjörgæsludvöl

Krabbameinsskimanir: Óvissu eytt, starfsfólki þakkað

Heilsugæslan og Landspítali samstíga við yfirfærslu skimunarverkefnis

Mikilvægar breytingar voru gerðar á skipulagi, stjórn og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum um síðustu áramót. Landspítali, í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri, tók þá að sér framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í brjóstum og sérskoðun á brjóstum og leghálsi en heilsugæslan um land allt fékk það hlutverk að annast framkvæmd skimana fyrir krabbameini í leghálsi.  Breytingar þessar fólu meðal annars í sér yfirfærslu margvíslegra verkefna frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar, Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Sú yfirfærsla hefur hins vegar ekki verið hnökralaus þegar horft er til heildarverkefnisins og því miður skapað áhyggjur í samfélaginu. Heilsugæslan og Landspítali áréttuðu því í vikunni að aðstandendum verkefnisins þyki mjög miður að óöryggi hafi skapast um þessa mikilvægu þjónustu og fullvissuðu almenning um að allir aðilar verkefnisins keppist nú við að eyða óvissu fólks með fjölbreyttum hætti.

Þegar Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri var falin fyrrnefnd ábyrgð tóku stjórnendur spítalans ákvörðun um að leita eftir því við Krabbameinsfélag Íslands að skimun fyrir brjóstakrabbameini yrði áfram í Skógarhlíð til loka mars og bjóða fyrrverandi starfsmönnum Krabbameinsfélagsins störf á Landspítala. Það gekk eftir og með því móti var hægt að tryggja fullnægjandi tímaframboð og hnökralausa framkvæmd skimunar líkt og verið hefur. Ný og glæsileg brjóstamiðstöð Landspítala verður opnuð á Eiríksgötu 5 í apríl.

Einnig var ákveðið að fela Landspítala að sjá um sérskoðanir á leghálsi í kjölfar skimunar á vegum Heilsugæslunnar. Kvennadeildir spítalans náðu á örskömmum tíma að byggja upp vandaða og öfluga umgjörð í kringum þá þjónustu og hefur hún staðið konum til boða frá janúarbyrjun. Þrátt fyrir að vera nýtt verkefni á spítalanum hefur allt gengið samkvæmt áætlun.

Starfsfólk Landspítala hefur leyst sín verkefni vegna breytinganna afburðavel úr hendi og er því hér með þakkir færðar.

Vísindastarf: Merkileg rannsókn á langvinnum nýrnasjúkdómi

Rannsókn um algengi langvinns nýrnasjúkdóms

Nýlega birtist grein í hinu virta tímariti Kidney International sem fjallar um alþjóðlega mikilvæga rannsókn Arnars Jans Jónssonar, doktorsnema og læknis og samstarfsfólks hans, um algengi langvinns nýrnasjúkdóms á Íslandi. Rannsóknina vann Arnar undir handleiðslu Ólafs Skúla Indriðasonar nýrnalæknis og Runólfs Pálssonar, nýrnalæknis og prófessors.

Rannsóknin þykir marka tímamót varðandi þekkingu á faraldsfræði langvinns nýrnasjúkdóms, sem er samheiti yfir langvinna nýrnasjúkdóma af margvíslegum toga og einkennist af skerðingu á nýrnastarfsemi eða öðrum teiknum um nýrnaskemmdir sem varað hafa í 3 mánuði eða lengur. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að líklegt er að fyrri rannsóknir hafi ofmetið algengi langvinns nýrnasjúkdóms. Hið öfluga vísindastarf á Landspítala á svo sannarlega öflugan liðsmann í Arnari Jan og samstarfsfólki hans í rannsóknum.

Eftirgæsla: Dýrmæt þjónusta eftir gjörgæsludvöl

Þjónusta eftir gjörgæsludvöl

Talandi um vísindastarf þá langar mig til að nefna dr. Rannveigu Jónu Jónasdóttur sem skrifaði fyrir fjórum árum doktorsritgerð í hjúkrunarfræði og heilbrigðisvísindum um þróun skipulagðrar, hjúkrunarstýrðrar eftirgæslu hjá sjúklingum eftir útskrift þeirra af gjörgæsludeild. Eftirgæsla hefur síðan verið innleidd á gjörgæsludeildum Landspítala og verkefnið þykir hafa skilað miklum árangri og aukið gæði meðferðar sjúklinga á spítalanum.

Eftirgæslan snýst um að styðja við bata sjúklinga til lengri og skemmri tíma eftir útskrift þeirra af gjörgæsludeildum. Þróuð var meðferð, byggð á samþættu, kerfisbundnu yfirliti. Meðferðin er skipulögð, hjúkrunarstýrð eftirgæsla og felst í reglubundnu eftirliti gjörgæsluhjúkrunarfræðinga með sjúklingunum frá útskrift af gjörgæsludeild í nokkra mánuði eftir útskrift þaðan, meðal annars með heimsóknum til þeirra. Í mörgum tilvikum snýst þetta um að tengja meðferð sjúklinga á gjörgæsludeildum við meðferð þeirra á legudeildum, sem oft er til lengri tíma.

Dr. Rannveig Jóna hóf störf sem hjúkrunarfræðingur hjá Landspítala fyrir liðlega aldarfjórðungi og hefur með margvíslegum hætti tengt fræði við framkvæmd, til dæmis með þessum hætti. Vel gert.

Heilsa

Tillaga að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. í Patreks- og Tálknafirði

Mynd tekin af vef Arnarlax ehf.

16. apríl.2021 | 12:17

Tillaga að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. í Patreks- og Tálknafirði

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. í Patreks- og Tálknafirði.

Um er að ræða breytingu á grein 3.4 sem snýr að heimild til notkunar á eldisótum með ásætuvörnum sem innihalda koparoxíð. Breytingin tekur mið af niðurstöðu Skipulagsstofnunar um matsskyldu sem birt var þann 14. janúar 2021. Einnig hafa tilvísanir í lög og reglugerðir verið uppfærð en allar breytingar eru settar í hornklofa í auglýstri tillögu.

Athugasemdir við breytinguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun ([email protected]) merktar UST202009-285. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 17. maí 2021. Innsendar athugasemdir verða birtar við útgáfu starfsleyfis nema annars sé óskað. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:
Tillaga að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. í Patreks- og Tálknafirði
Ákvörðun um matsskyldu vegna breytinga
Vöktunaráætlun

Halda áfram að lesa

Heilsa

Forstjórapistill: COVID, hlaðvörp og þvottahús í yfirstærð

Kæra samstarfsfólk!

Nú hafa heilbrigðisyfirvöld aflétt nokkrum af þeim takmörkunum sem settar voru fyrir þremur vikum þegar líklegt þótti að stefndi í nýja bylgju COVID-19. Svo virðist sem tekist hafi að komast fyrir hana en áfram greinast þó smit utan sóttkvíar í samfélaginu sem kallar á að fólk sýni hér eftir sem hingað til sérstaka varkárni og viðhafi öflugar persónulegar sóttvarnir.

Farsóttanefnd Landspítala gaf í gær út leiðbeiningar vegna afléttinga hér á spítalanum sem ég hvet ykkur til að kynna ykkur vandlega.

Við leitum ýmissa leiða til að vera góðu sambandi við landsmenn og fylgjum þeim straumum sem helstir eru í því efni. Um allnokkra hríð hefur samskiptadeildin okkar haldið úti hlaðvarpi og nú eru hlaðvarpssyrpur vaxandi þáttur í upplýsingamiðlun Landspítala. Margir fylgjast með hlaðvörpunum „Brautryðjendur í hjúkrun“ og „Dagáll læknanema“ og nú bætist við „Geðvarp geðhjúkrunarfræðinga“. Í fyrsta þættinum ræða geðhjúkrunarfræðingar um samskipti í víðu samhengi. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes og í hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem rúmlega 6.000 manns og 2.000 nemendur starfa og nema í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta í meira en 200 deildum. Starfsemin er flókin og ýmislegt sem þarf til svo hún gangi vel og greitt fyrir sig. Hluti starfseminnar er flestum hulin enda kemur hún ekki endilega upp í hugann þegar almenningur hugsar um þjónustu spítalans. Vöruhús Landspítala (áður birgðastöð) og þvottahús tilheyra vöruþjónustu Landspítala og fer meginstarfsemin fram á Tunguhálsi. Vöruhúsið hefur um 8000 vörunúmer og þjónustar Landspítala og aðrar heilbrigðisstofnanir í landinu. Þvottahúsið okkar er mjög öflugt og þar eru þvegin heil 7 tonn af þvotti á dag og þótt tæknibúnaður sé öflugur þarf mannshöndin að koma að mörgum verkum. Sem dæmi brjótum við saman 2.000 starfsmannabuxur á degi hverjum. Í meðfylgjandi myndbandi er áhugverð innsýn í þessa miklu starfsemi á Tunguhálsi.

Góða helgi!
Páll Matthíasson

Halda áfram að lesa

Heilsa

Frá farsóttanefnd 15. apríl 2021

Frá farsóttanefnd:

Landspítali er á óvissustigi. 

Á Landspítala nú:

2 sjúklingar eru inniliggjandi vegna Covid-19 með virkt smit
– Annar sjúklinganna í gjörgæslu og öndunarvél
Ekkert andlát á Landspítala í 4. bylgju sem hófst 20. mars
79 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 18 börn

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin