Heilsa

Forstjórapistill: Umhverfis spítalann á 80 dögum

Kæra samstarfsfólk!

Skjótt skipast veður í lofti. Eins og ykkur er kunnugt ákvað Páll Matthíasson að láta af störfum sem forstjóri Landspítala eftir átta farsæl ár. Það verður ekki auðvelt fyrir nýjan forstjóra að fylla það skarð. Fyrir hönd starfsfólks Landspítala færi ég Páli innilegar þakkir fyrir hans góðu störf á krefjandi tímum.
Þessar breytingar bar brátt að og í kjölfarið var ég beðin um að gegna starfi forstjóra til áramóta. Í dag, föstudag, var staðan auglýst laus til umsóknar og veitist hún frá 1. mars 2022.
Frá því ég tók við forstjórastarfinu og til áramóta eru um 80 dagar. Þetta tímabil mætti kalla ferð umhverfis spítalann á 80 dögum sem er tilvísun í fræga bók Jules Verne um ferðalag Phileasar Fogg og félaga umhverfis jörðina á 80 dögum.

Þetta eru mikil tímamót og viðkvæmur tími í ýmsum skilningi. Þar vega nokkrir þættir hvað þyngst; má þar fyrst nefna mönnun spítalans, nýtingu legurýma, biðlista eftir þjónustu, stöðuna í heimsfaraldrinum, útskriftarvanda og birtingarmynd hans á bráðamóttökunni. Í ytra umhverfi má nefna að það hefur ekki verið mynduð ríkisstjórn og því óljóst hver verður næsti heilbrigðisráðherra og hvaða áherslur sá ráðherra kemur til með að hafa hvað varðar spítalann. Þá er óvíst hvernig fjárheimildir til spítalans koma til með að vera á næsta ári. Allt þetta kallar á athygli, ákvarðanir og eftirfylgni.

Framkvæmdastjórn og forstöðumenn héldu sameiginlegan fund s.l. þriðjudag með það markmið að leita allra leiða til að draga úr álagi og því ástandi sem orðið er viðvarandi á bráðamóttökunni.  Þau atriði sem ég lagði sérstaka áherslu á á fundinum voru eftirfarandi:

  • Ákvarðanir sem við tökum eru fyrst og fremst út frá hagsmunum sjúklinga
  • Nýta skipurit stofnunarinnar til hins ítrasta, þar með framlínustjórnendur
  • Mikilvægi þess að horfa inn á við, á starfsemina og starfsfólkið
  • Styðja eins og kostur er við starfsfólk sem hefur starfað undir álagi mánuðum saman
  • Tryggja fjármagn til rekstrar og fullnægjandi mönnun

Á fundinum voru teknar nokkrar ákvarðanir og má þar nefna fjölgun legurýma fyrir áramót, vinna við að endurskoða læknisfræðilega ábyrgð eða tilfærslu ábyrgðar, fyrirkomulag endurkoma til bæklunarlækna, aðgengi að myndgreiningarþjónustu að nóttu og skipulag blóðtöku á legudeildum. Við munum fara betur yfir þessi verkefni sem og fleiri á fundi með stjórnendum í byrjun nóvember sem verður auglýstur síðar.

Við þurfum eins og Phileas Fogg að veðja á og trúa því staðfastlega að okkur takist ætlunarverkið. Til þess þurfum við að nota öll verkfærin og bjargráðin sem við eigum í sameiningu. Keðjan er aðeins eins sterk og veikasti hlekkurinn og því þurfum við öll að standa saman fyrir skjólstæðinga okkar, samstarfsfólk, nemendur og fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu.

Með góðri kveðju,
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir

Heilsa

Níu ungir starfsmenn fengu styrki til klínískra rannsókna úr Vísindasjóði Landspítala við desemberúthlutun 2021

Níu ungum starfsmönnum Landspítala voru afhentir styrkir til klínískra rannsókna úr Vísindasjóði Landspítala þriðjudaginn 7. desember 2021 í Hringsal.

Styrkirnir til ungu vísindamannanna námu allt að 1,5 milljónum króna og gerðu þeir grein fyrir fjölbreyttum vísindaverkefnum sínum.

Vísindasjóður Landspítala, í krafti vinnu vísindaráðs spítalans, hefur veitt styrki til ungra vísindamanna síðan árið 2011 og nemur heildarfjárhæð styrkja síðan þá allt að 125 milljónum króna. Markmið styrkjanna er að efla klínískar rannsóknir á Landspítala og styðja við rannsóknarvirkni ungra starfsmanna spítalans.

Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, flutti ávarp og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri og formaður Vísindasjóðs Landspítala, afhenti styrkina. Fundarstjóri var Rósa Björk Barkardóttir, formaður vísindaráðs Landspítala. Afhendingu styrkjanna var streymt beint út Hringsal. 

Styrkhafarnir

Aron Hjalti Björnsson sérnámslæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu.
Meðumsækjandi: Þorvarður Löve sérfræðilæknir, sviði hjúkrunar og lækninga og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Tíðni sýkinga hjá einstaklingum sem síðar greinast með iktsýki
Samstarfsaðili: Björn Guðbjörnsson sérfræðilæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.

Berglind Árnadóttir kandídat, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu.
Meðumsækjandi: Björn Guðbjörnsson sérfræðilæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Sarklíki á Íslandi. Ættlægni, vefjaflokkun og meðferðarárangur
Samstarfsaðili: Sigríður Ólína Haraldsdóttir sérfræðilæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu.

Birta Bæringsdóttir kandídat, kvenna- og barnaþjónustu.
Meðumsækjandi: Valtýr Thors sérfræðilæknir, kvenna- og barnaþjónustu.
Rannsókn: Útsetning fyrir sýklalyfjum snemma á ævinni og síðkomin áhrif á heilsu barna
Samstarfsaðilar: Ásgeir Haraldsson yfirlæknir, kvenna- og barnaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands og Birgir Hrafnkelsson, prófessor við Háskóla Íslands.

Elsa Ruth Gylfadóttir ljósmóðir, kvenna- og barnaþjónustu.
Meðumsækjandi: Valgerður Lísa Sigurðardóttir sérfræðiljósmóðir, kvenna- og barnaþjónustu.
Rannsókn: Upplifun kvenna af ytri ómskoðunum í stað hefðbundinna innri þreifinga við mat á framgangi fæðingar. Mat á möguleikum þess að ljósmæður noti ómskoðanir við mat á framgangi í fæðingum í framtíðinni.
Samstarfsaðili: Hulda Hjartardóttir yfirlæknir, kvenna- og barnaþjónustu.

Erla Svansdóttir sálfræðingur, geðþjónustu.
Meðumsækjandi: Berglind Guðmundsdóttir yfirsálfræðingur, geðþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Líðan og bati eftir kransæðavíkkun: Áhrif sálfræðilegra þátta á endurhæfingu.
Aðrir samstarfsaðilar: Jón Friðrik Sigurðsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík og Torfi Már Jónsson, MSc nemi við Háskólann í Reykjavík.

Erna Hinriksdóttir sérnámslæknir, geðþjónustu.
Meðumsækjandi: Halldóra Jónasdóttir yfirlæknir, geðþjónustu.
Rannsókn: Nýgengi og algengi geðklofa og annarra geðrofssjúkdóma á Íslandi.
Aðrir samstarfsaðilar: Magnús Haraldsson sérfræðilæknir, geðþjónustu, Oddur Ingimarsson sérfræðilæknir, geðþjónustu, Engilbert Sigurðsson yfirlæknir, geðþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands og James MacCabe, prófessor við Institute of Psychiatry, King ‘s College, London.

Gísli Þór Axelsson sérnámslæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu.
Meðumsækjandi: Gunnar Guðmundsson sérfræðilæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Próteinlífvísar millivefslungnabreytinga og möguleg orsakatengsl við millivefslungnasjúkdóma.
Aðrir samstarfsaðilar: Vilmundur Guðnason yfirlæknir, Hjartavernd og prófessor við Háskóla Íslands og Thor Aspelund, prófessor við Háskóla Íslands.

Sæmundur Rögnvaldsson sérnámslæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu.
Meðumsækjandi: Sigurður Ingvi Kristinsson sérfræðilæknir, krabbameinsþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Fyrstu niðurstöður úr rannsókninni Blóðskimun til bjargar.

Ýmir Óskarsson
 sérnámslæknir, kvenna- og barnaþjónustu.
Meðumsækjendur: Ásgeir Haraldsson yfirlæknir, kvenna- og barnaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands og Valtýr Thors sérfræðilæknir, kvenna- og barnaþjónustu.
Rannsókn: Ónæmissvar barna eftir krabbameinsmeðferð – ónæmissvörun við inflúensubólusetningu hjá börnum eftir krabbameinslyfjameðferð við bráðahvítblæði (ALL).
Aðrir samstarfsaðilar: Siggeir Brynjólfsson náttúrufræðingur, rannsóknarþjónustu, Ólafur Gísli Jónsson sérfræðilæknir, kvenna- og barnaþjónustu, VisMederi laboratory, Siena, Ítalíu, og The Public Health England (PHE) National Infection Service’s Virus Reference Department (VRD), London, UK.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Umhverfisstofnun auglýsir drög að úthlutun hreindýraarðs fyrir árið 2021

Mynd: Skarphéðinn G. Þórisson

07. desember.2021 | 09:46

Umhverfisstofnun auglýsir drög að úthlutun hreindýraarðs fyrir árið 2021

Drög að úthlutun hreindýraarðs fyrir árið 2021 verða á næstu dögum send til kynningar í sveitarfélögum og munu þau liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna til skoðunar frá 6. desember til 17. desember 2021, sem er sá frestur sem gefst til að gera athugasemdir.

Landeigendum og/eða ábúendum er bent á að senda inn skriflegar athugasemdir innan þess tíma svo að Umhverfisstofnun geti tekið afstöðu til þeirra og hægt sé að greiða arðinn út sem fyrst að fresti loknum.

Skriflegar athugasemdir sendist til:

Umhverfisstofnun
Tjarnarbraut 39
Pósthólf 174,
700 Egilsstaðir

Halda áfram að lesa

Heilsa

Frá farsóttanefnd um stöðuna í COVID á Landspítala 6. desember

Landspítali er á hættustigi

Í dag liggja 24 sjúklingar vegna COVID á Landspítala en 17 þeirra eru í einangrun. Þar af eru fimm sjúklingar á gjörgæslu og fjórir þeirra í öndunarvél. Um helgina lögðust sjö inn en þar af var ein fæðing.

Heldur fækkar í COVID göngudeild en nú eru 1.372 einstaklingar, þar af 407 börn í símaeftirliti.
Um helgina komu 14 til mats og meðferðar í göngudeildinni.

Til skoðunar er að flytja nokkra einstaklinga frá smitsjúkdómadeild A7 á deild sem verður opnuð á morgun á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir COVID sjúklinga.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin