Heilsa

Frá farsóttanefnd 22. nóvember um stöðuna í COVID-19 – Skjólstæðingar Covid göngudeildar bíði þolinmóðir eftir útskriftarsímtali en hringi ekki

Landspítali er á hættustigi

Í dag liggja 22 einstaklingar vegna COVID á Landspítala. Af þeim eru 18 með virkt smit, 14 eru á smitsjúkdómadeild, þrír eru á gjörgæslu og allir í öndunarvél og einn einstaklingur er á geðdeild.

Í eftirliti COVID göngudeildar eru 1.687 þar af 519 börn. Um helgina komu 14-18 manns til mats og meðferðar á COVID göngudeild.

Nú er 51 starfsmaður frá vinnu vegna einangrunar (27) og sóttkvíar (24). Auk þess eru 97 í vinnusóttkví.

Á vef Landspítala er myndræn birting tölulegra upplýsinga um Covid-19 á spítalanum.

Sérstakar tilkynningar

  • Grímuskylda – þegar setið er við skrifborð þar sem tveir metrar eru á milli starfsmanna Landspítala er heimilt að taka niður grímu. Hins vegar er mjög mikilvægt að setja upp grímu þegar gengið er um rýmið. Einnig er ástæða til að minna á að alltaf eiga að vera tveir metrar milli fólks þegar gríma er tekin niður til að matast.
  • Í samræmi við reglur sóttvarnalæknis (útg. 18.11.2021) eru starfsmenn Landspítala sem hafa fengið COVID fyrir sex mánuðum eða minna undanþegnir PCR prófi á landamærum og sóttkví C í kjölfarið. Þeir eru einnig undanþegnir sóttkví C eftir útsetningu innanhúss en hvattir til nákvæmrar einkennavöktunar.
  • Starfsmenn Landspítala sem snúa aftur til vinnu eftir COVID sýkingu eiga ekki að fara í nýtt PCR próf. Útskrift frá COVID göngudeild er fullnægjandi. Nýtt próf er líklegt til að vera jákvætt, jafnvel í vikur eða mánuði eftir afstaðna sýkingu án þess að viðkomandi sé smitandi.
  • Skjólstæðingar COVID göngudeildar eru vinsamlega beðnir um að hringja ekki í skiptiborð Landspítala eða á COVID göngudeildina vegna útskriftarsímtala heldur bíða þolinmóðir eftir símtali vegna útskriftar. Þessar fyrirspurnir valda miklu álagi á kerfið með tilheyrandi töfum.

Heilsa

Níu ungir starfsmenn fengu styrki til klínískra rannsókna úr Vísindasjóði Landspítala við desemberúthlutun 2021

Níu ungum starfsmönnum Landspítala voru afhentir styrkir til klínískra rannsókna úr Vísindasjóði Landspítala þriðjudaginn 7. desember 2021 í Hringsal.

Styrkirnir til ungu vísindamannanna námu allt að 1,5 milljónum króna og gerðu þeir grein fyrir fjölbreyttum vísindaverkefnum sínum.

Vísindasjóður Landspítala, í krafti vinnu vísindaráðs spítalans, hefur veitt styrki til ungra vísindamanna síðan árið 2011 og nemur heildarfjárhæð styrkja síðan þá allt að 125 milljónum króna. Markmið styrkjanna er að efla klínískar rannsóknir á Landspítala og styðja við rannsóknarvirkni ungra starfsmanna spítalans.

Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, flutti ávarp og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri og formaður Vísindasjóðs Landspítala, afhenti styrkina. Fundarstjóri var Rósa Björk Barkardóttir, formaður vísindaráðs Landspítala. Afhendingu styrkjanna var streymt beint út Hringsal. 

Styrkhafarnir

Aron Hjalti Björnsson sérnámslæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu.
Meðumsækjandi: Þorvarður Löve sérfræðilæknir, sviði hjúkrunar og lækninga og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Tíðni sýkinga hjá einstaklingum sem síðar greinast með iktsýki
Samstarfsaðili: Björn Guðbjörnsson sérfræðilæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.

Berglind Árnadóttir kandídat, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu.
Meðumsækjandi: Björn Guðbjörnsson sérfræðilæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Sarklíki á Íslandi. Ættlægni, vefjaflokkun og meðferðarárangur
Samstarfsaðili: Sigríður Ólína Haraldsdóttir sérfræðilæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu.

Birta Bæringsdóttir kandídat, kvenna- og barnaþjónustu.
Meðumsækjandi: Valtýr Thors sérfræðilæknir, kvenna- og barnaþjónustu.
Rannsókn: Útsetning fyrir sýklalyfjum snemma á ævinni og síðkomin áhrif á heilsu barna
Samstarfsaðilar: Ásgeir Haraldsson yfirlæknir, kvenna- og barnaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands og Birgir Hrafnkelsson, prófessor við Háskóla Íslands.

Elsa Ruth Gylfadóttir ljósmóðir, kvenna- og barnaþjónustu.
Meðumsækjandi: Valgerður Lísa Sigurðardóttir sérfræðiljósmóðir, kvenna- og barnaþjónustu.
Rannsókn: Upplifun kvenna af ytri ómskoðunum í stað hefðbundinna innri þreifinga við mat á framgangi fæðingar. Mat á möguleikum þess að ljósmæður noti ómskoðanir við mat á framgangi í fæðingum í framtíðinni.
Samstarfsaðili: Hulda Hjartardóttir yfirlæknir, kvenna- og barnaþjónustu.

Erla Svansdóttir sálfræðingur, geðþjónustu.
Meðumsækjandi: Berglind Guðmundsdóttir yfirsálfræðingur, geðþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Líðan og bati eftir kransæðavíkkun: Áhrif sálfræðilegra þátta á endurhæfingu.
Aðrir samstarfsaðilar: Jón Friðrik Sigurðsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík og Torfi Már Jónsson, MSc nemi við Háskólann í Reykjavík.

Erna Hinriksdóttir sérnámslæknir, geðþjónustu.
Meðumsækjandi: Halldóra Jónasdóttir yfirlæknir, geðþjónustu.
Rannsókn: Nýgengi og algengi geðklofa og annarra geðrofssjúkdóma á Íslandi.
Aðrir samstarfsaðilar: Magnús Haraldsson sérfræðilæknir, geðþjónustu, Oddur Ingimarsson sérfræðilæknir, geðþjónustu, Engilbert Sigurðsson yfirlæknir, geðþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands og James MacCabe, prófessor við Institute of Psychiatry, King ‘s College, London.

Gísli Þór Axelsson sérnámslæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu.
Meðumsækjandi: Gunnar Guðmundsson sérfræðilæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Próteinlífvísar millivefslungnabreytinga og möguleg orsakatengsl við millivefslungnasjúkdóma.
Aðrir samstarfsaðilar: Vilmundur Guðnason yfirlæknir, Hjartavernd og prófessor við Háskóla Íslands og Thor Aspelund, prófessor við Háskóla Íslands.

Sæmundur Rögnvaldsson sérnámslæknir, lyflækninga- og bráðaþjónustu.
Meðumsækjandi: Sigurður Ingvi Kristinsson sérfræðilæknir, krabbameinsþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands.
Rannsókn: Fyrstu niðurstöður úr rannsókninni Blóðskimun til bjargar.

Ýmir Óskarsson
 sérnámslæknir, kvenna- og barnaþjónustu.
Meðumsækjendur: Ásgeir Haraldsson yfirlæknir, kvenna- og barnaþjónustu og prófessor við Háskóla Íslands og Valtýr Thors sérfræðilæknir, kvenna- og barnaþjónustu.
Rannsókn: Ónæmissvar barna eftir krabbameinsmeðferð – ónæmissvörun við inflúensubólusetningu hjá börnum eftir krabbameinslyfjameðferð við bráðahvítblæði (ALL).
Aðrir samstarfsaðilar: Siggeir Brynjólfsson náttúrufræðingur, rannsóknarþjónustu, Ólafur Gísli Jónsson sérfræðilæknir, kvenna- og barnaþjónustu, VisMederi laboratory, Siena, Ítalíu, og The Public Health England (PHE) National Infection Service’s Virus Reference Department (VRD), London, UK.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Umhverfisstofnun auglýsir drög að úthlutun hreindýraarðs fyrir árið 2021

Mynd: Skarphéðinn G. Þórisson

07. desember.2021 | 09:46

Umhverfisstofnun auglýsir drög að úthlutun hreindýraarðs fyrir árið 2021

Drög að úthlutun hreindýraarðs fyrir árið 2021 verða á næstu dögum send til kynningar í sveitarfélögum og munu þau liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna til skoðunar frá 6. desember til 17. desember 2021, sem er sá frestur sem gefst til að gera athugasemdir.

Landeigendum og/eða ábúendum er bent á að senda inn skriflegar athugasemdir innan þess tíma svo að Umhverfisstofnun geti tekið afstöðu til þeirra og hægt sé að greiða arðinn út sem fyrst að fresti loknum.

Skriflegar athugasemdir sendist til:

Umhverfisstofnun
Tjarnarbraut 39
Pósthólf 174,
700 Egilsstaðir

Halda áfram að lesa

Heilsa

Frá farsóttanefnd um stöðuna í COVID á Landspítala 6. desember

Landspítali er á hættustigi

Í dag liggja 24 sjúklingar vegna COVID á Landspítala en 17 þeirra eru í einangrun. Þar af eru fimm sjúklingar á gjörgæslu og fjórir þeirra í öndunarvél. Um helgina lögðust sjö inn en þar af var ein fæðing.

Heldur fækkar í COVID göngudeild en nú eru 1.372 einstaklingar, þar af 407 börn í símaeftirliti.
Um helgina komu 14 til mats og meðferðar í göngudeildinni.

Til skoðunar er að flytja nokkra einstaklinga frá smitsjúkdómadeild A7 á deild sem verður opnuð á morgun á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir COVID sjúklinga.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin