Heilsa

Frá farsóttanefnd 24. júlí – Staðan og tilkynningar

Frá farsóttanefnd Landspítala:

Landspítali er á hættustigi.

Staðan kl. 12: Fjórir eru inniliggjandi á legudeildum, 461 eru í eftirliti á COVID göngudeild, þar af 41 barn. Níu starfsmenn eru í einangrun, 15 í sóttkví A og í vinnusóttkví eru nú 242.

Sérstakar tilkynningar

1. Starfsfólk COVID-göngudeildar beitir tvenns konar flokkun við mat á áhættu smitaðra einstaklinga á að veikjast alvarlega af völdum COVID-19. Annars vegar er það svokölluð litakóðun einkenna þar sem grænn litur táknar fremur væg einkenni, gulur litur miðlungssvæsin einkenni og rauður litur svæsin einkenni. Hafa ber í huga að einkenni geta versnað mjög hratt þannig að einstaklingur sem fær græna litakóðun getur skyndilega orðið gulur eða jafnvel rauður síðar sama dag. Hins vegar er áhætta einstaklinga flokkuð byggt á aldri og undirliggjandi sjúkdómum í lága, meðal og mikla áhættu. Við mat á fólki með kórónuveirusmit er notast við báðar þessar flokkanir. Þannig getur einstaklingur sem flokkast grænn vegna einkenna engu að síður verið í mikilli hættu á að veikjast alvarlega vegna undirliggjandi áhættuþátta í hæsta flokki.

2. Í gær greindust tveir starfsmenn og einn inniliggjandi sjúklingur með COVID-19. Að venju fór fram umfangsmikil rakning sem leiddi til þess að tveir sjúklingar og níu starfsmenn voru settir í sóttkví A og 11 starfsmenn í vinnusóttkví C. Uppákomur af þessu tagi, þ.e. að smit greinist óvænt inni í starfseminni eru verulegt áhyggjuefni nú þegar veiran hefur náð mikilli útbreiðslu og tugir smitaðra eru utan sóttkvíar við greiningu. Við brýnum því enn og aftur fyrir starfsfólki Landspítala að fara í skimun ef þeir finna fyrir einkennum.

3. Hótelúrræði fyrir starfsfólk Landspítala sem þarfnast aðstöðu annað hvort vegna vinnusóttkvíar eða vegna smits/sóttkvíar á heimili er í höfn. Beiðni um hóteldvöl berist á netfangið [email protected]

Heilsa

Lionsklúbburinn Fjörgyn tryggir rekstur BUGL bílanna tveggja næstu þrjú árin

Lionklúbburinn Fjörgyn tryggir barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, áframhaldandi rekstur á tveimur bifreiðum sem klúbburinn safnaði fyrir og keypti árin 2015 og 2019. Samkomulag Fjörgynjar um stuðning vid BUGL var undirritaður 1. september 2021.

Lionsklúbburinnn Fjörgyn hefur verið traustur bakhjarl BUGL í mörg ár og stutt starfsemina með fjölmörgum gjöfum af ýmsu tagi, þar á meðal með því að gefa bíla og tryggja bílareksturinn með samstarfsfyrirtækjum sínum.  Fjörgyn hefur nú ákveðið að framhald verði á því næstu þrjú árin með myndarlegri aðstoð frá N1 og Sjóvá. Einnig nýtur Fjörgyn viðskiptakjara hjá BL. hf. varðandi viðhaldsþjónustu.

Meginatriði samningsins eru eftirfarandi:

1. Lionsklúbburinn Fjörgyn sér alfarið um rekstur Dacia Duster og Renault Clio bifreiða BUGL, að undanskyldum þætti N1 og Sjóvár.

2. Sjóvá leggur til ábyrgðar- og kaskótryggingu beggja bifreiðanna út samningstímann.

3. N1 tekur þátt í rekstri bifreiðanna með framlagi sem nemur allt að 390 þúsund krónum fyrir hvert ár sem ætti að tryggja eldsneytnisnotkun og dekkjaþjónustu beggja bifreiðanna út samningstímann.

Lionsklúbburinn Fjörgyn tryggir rekstur BUGL bílanna tveggja næstu þrjú árin

Halda áfram að lesa

Heilsa

Vetrarfærð á fjöllum

Hafa samband

[email protected]

Hikaðu ekki við að senda línu

591-2000

Símatími virka daga 08:30 – 15:00

Suðurlandsbraut 24

108 Reykjavík

Opið virka daga frá 08:30 – 15:00

Halda áfram að lesa

Heilsa

COVID-19 – 24. september: Staðan

Landspítali er á óvissustigi, sem er fyrsta af þremur viðbragðsstigum Landspítala. Ástæðan er faraldur COVID-19. Skilgreining óvissustigs samkvæmt viðbragðsáætlun Landspítala er eftirfarandi: Viðbúnaður vegna yfirvofandi eða orðins atburðar. Ef dagleg starfsemi ræður við atburðinn, upplýsingar um atburð eru óljósar eða ekki nægar til að virkja áætlun til fulls (grænn litur í gátlistum). 
Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta er virk og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd eftir þörfum.

Staðan kl. 9:00

8 sjúklingar liggja á Landspítala vegna COVID-19, þar af 1 barn. Á bráðalegudeildum spítalans eru 4. Á gjörgæslu er 4 sjúklingar, 2 þeirra í öndunarvél.  

Nú eru 352 sjúklingar, þar af 128 börn, í COVID göngudeild spítalans. Enginn er metinn rauður en 6 gulir og þurfa nánara eftirlit.

Tölur verða næst uppfærðar mánudaginn 27. september.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin