Heilsa

Frá farsóttanefnd 25. júlí – Staðan og tilkynningar

Frá farsóttanefnd Landspítala:

Landspítali er á hættustigi.

Staðan kl. 12: Þrír sjúklingar eru inniliggjandi á legudeildum, 544 eru í eftirliti á COVID göngudeild, þar af 51 barn. Níu starfsmenn eru í einangrun, 22 í sóttkví A og í vinnusóttkví eru 242 starfsmenn.

Sérstakar tilkynningar

1. Varðandi reglur á landamærum sem breytast á miðnætti 26. júlí þá er vert að ítreka að starfsfólk Landspítala þarf eftir sem áður að skila neikvæðu PCR prófi sem tekið er strax eftir komuna til landsins, vera í vinnusóttkví C í 5 daga og skila svo öðru PCR prófi. Próf sem tekin eru fyrir brottför til Íslands eru viðbót við þetta ferli enda geta þau verið allt að 72ja klukkustunda gömul. Athygli er vakin á því að nú geta allir sem hafa íslenska kennitölu bókað sýnatöku á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins en það er gert í Heilsuveru.

2. Í gær var greint frá því að inniliggjandi sjúklingur hefði greinst með COVID. Viðkomandi greindist í skimun við innlögn en smitaðist ekki inni á spítalanum.

3. Enn fjölgar starfsmönnum sem rakningateymi Almannavarna setur í sóttkví vegna útsetningar í samfélaginu. Þeir eru í sóttkví í 7 daga sem lýkur með neikvæðu sýni á 7. degi. Þetta getur orðið töluverð ógn við mönnun nú á hásumarleyfistíma. Þessir starfsmenn mega ekki koma inn í sóttkví C heldur verða yfirmenn að eiga samtal við farsóttanefnd um möguleikann á að beita sóttkví B í þessum tilvikum en það er aðeins gert ef öryggi er ógnað í þjónustu eða rekstri.

4. Nú eru í gildi mjög strangar heimsóknarreglur, aðeins einn gestur má heimsækja sjúkling á dag og mælst til þess að börn undir 12 ára aldri komi ekki nema með sérstakri undanþágu. Heimsóknargestir verða að virða grímuskyldu öllum stundum annars geta þeir átt á hættu að vera vísað frá.

5. Starfsfólk er beðið um að gæta ítrustu varúðar í matsölum og annars staðar þar sem matar er neytt og grímur teknar niður. Þá þarf að gæta að eins metra fjarlægð, spritta hendur áður en maturinn er sóttur, áður en byrjað er að matast og eftir að gengið er frá mataráhöldum. Það er óheimilt að sitja þétt í stórum hópum í mataraðstöðu.

Heilsa

Lionsklúbburinn Fjörgyn tryggir rekstur BUGL bílanna tveggja næstu þrjú árin

Lionklúbburinn Fjörgyn tryggir barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL, áframhaldandi rekstur á tveimur bifreiðum sem klúbburinn safnaði fyrir og keypti árin 2015 og 2019. Samkomulag Fjörgynjar um stuðning vid BUGL var undirritaður 1. september 2021.

Lionsklúbburinnn Fjörgyn hefur verið traustur bakhjarl BUGL í mörg ár og stutt starfsemina með fjölmörgum gjöfum af ýmsu tagi, þar á meðal með því að gefa bíla og tryggja bílareksturinn með samstarfsfyrirtækjum sínum.  Fjörgyn hefur nú ákveðið að framhald verði á því næstu þrjú árin með myndarlegri aðstoð frá N1 og Sjóvá. Einnig nýtur Fjörgyn viðskiptakjara hjá BL. hf. varðandi viðhaldsþjónustu.

Meginatriði samningsins eru eftirfarandi:

1. Lionsklúbburinn Fjörgyn sér alfarið um rekstur Dacia Duster og Renault Clio bifreiða BUGL, að undanskyldum þætti N1 og Sjóvár.

2. Sjóvá leggur til ábyrgðar- og kaskótryggingu beggja bifreiðanna út samningstímann.

3. N1 tekur þátt í rekstri bifreiðanna með framlagi sem nemur allt að 390 þúsund krónum fyrir hvert ár sem ætti að tryggja eldsneytnisnotkun og dekkjaþjónustu beggja bifreiðanna út samningstímann.

Lionsklúbburinn Fjörgyn tryggir rekstur BUGL bílanna tveggja næstu þrjú árin

Halda áfram að lesa

Heilsa

Vetrarfærð á fjöllum

Hafa samband

[email protected]

Hikaðu ekki við að senda línu

591-2000

Símatími virka daga 08:30 – 15:00

Suðurlandsbraut 24

108 Reykjavík

Opið virka daga frá 08:30 – 15:00

Halda áfram að lesa

Heilsa

COVID-19 – 24. september: Staðan

Landspítali er á óvissustigi, sem er fyrsta af þremur viðbragðsstigum Landspítala. Ástæðan er faraldur COVID-19. Skilgreining óvissustigs samkvæmt viðbragðsáætlun Landspítala er eftirfarandi: Viðbúnaður vegna yfirvofandi eða orðins atburðar. Ef dagleg starfsemi ræður við atburðinn, upplýsingar um atburð eru óljósar eða ekki nægar til að virkja áætlun til fulls (grænn litur í gátlistum). 
Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta er virk og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd eftir þörfum.

Staðan kl. 9:00

8 sjúklingar liggja á Landspítala vegna COVID-19, þar af 1 barn. Á bráðalegudeildum spítalans eru 4. Á gjörgæslu er 4 sjúklingar, 2 þeirra í öndunarvél.  

Nú eru 352 sjúklingar, þar af 128 börn, í COVID göngudeild spítalans. Enginn er metinn rauður en 6 gulir og þurfa nánara eftirlit.

Tölur verða næst uppfærðar mánudaginn 27. september.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin