Heilsa

Frá farsóttanefnd um stöðuna í COVID á Landspítala 11. janúar – Tilkynningar sem snúa að starfsmönnum – Starfsmönnum Klíníkurinnar fagnað

Landspítali er á neyðarstigi

Í dag liggja 39 einstaklingar á Landspítala með COVID. 34 eru í einangrun með virkt smit. Á gjörgæslu eru nú sjö sjúklingar og eru fjórir þeirra í öndunarvél.
Síðasta sólarhring bættust 6 sjúklingar í COVID hópinn, þar af greindist einn inniliggjandi á Landakoti. Þá voru fjórar útskriftir, þar af eitt andlát. Eitt barn á fyrsta ári liggur inni vegna COVID.
Deild K1 á Landakoti er lokuð um óákveðinn tíma vegna smita og sóttkvíar.

8.521 er í fjarþjónustu á COVID-19 göngudeild, þar af 2.530 börn.
Á gulu eru 131 einstaklingur – enginn á rauðu.

Nú eru 183 starfsmenn í einangrun og 155 í sóttkví. Hluti þess hóps er við störf í sóttkví B.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

1. Tilkynningar um starfsmenn í sóttkví og einangrun skulu berast til [email protected]
2. Tilkynningar um smit á starfseiningu sem þarfnast skoðunar og mögulega rakningar skal senda til [email protected]
3. Tilkynningar um inniliggjandi sjúklinga í sóttkví skal senda til [email protected] Taka skal sýni hjá þeim á 5. degi og ef það er neikvætt þá sér rakningarteymi um að losa viðkomandi úr sóttkví hjá Almannavörnum.
4. Stjórnendur geta sjálfir kallað starfsmenn inn í sóttkví B1 – ekki er nauðsynlegt að sækja um en sjálfsagt að leita ráðgjafar hjá [email protected]
5. Allar fyrirspurnir sem ekki falla undir 1. og 2. skulu berast til farsóttanefndar. Best er að fá fyrirspurnir í tölvupósti en ef erindið er brýnt má hringja í vaktsímann eftir kl. 16:00 og um helgar.
6. Ítrekað er að fundarbann er á Landspítala nema á fjarfundaformi
7. Flutningsþjónustan hefur nú tekið að sér að flytja sjúklinga í sóttkví til og frá deildum og hefur verið gefið út nýtt gæðaskjal um þetta verklag
8. Nýtt gæðaskjal um flutning COVID sjúklinga innanhúss mun verða gefið út í dag.
9. Farsóttanefnd og viðbragðsstjórn fagna þeim mikilvæga liðsstyrk sem kominn er til starfa frá Klínikinni. Þetta starfsfólk fer á fjölmargar starfseiningar s.s. gjörgæsludeildir, vöknun, svæfingu, A6, A7 og 12E. Við bjóðum þau innilega velkomin í okkar magnaða hóp.

Heilsa

Útgáfa leyfis Alvotech hf. fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera

18. janúar.2022 | 15:05

Útgáfa leyfis Alvotech hf. fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu leyfis Alvotech hf., þann 14. janúar 2022, fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera í rannsóknarhúsnæði rekstraraðila við Klettagarða 6, 104 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfsemina má finna í greinargerð með leyfinu. 

Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 14. janúar 2038.

Umhverfisstofnun bendir á að skv. 29. gr. laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur sæta ákvarðanir Umhverfisstofnunar er varða veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfis, kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá auglýsingu ákvörðunarinnar skv. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. 

Fylgiskjöl: 
Leyfi með greinargerð
Umsögn Vinnueftirlitsins

Halda áfram að lesa

Heilsa

COVID-19 – 18. janúar: Staðan

Landspítali er á neyðarstigi.

Staðan kl. 9:00

39 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.  

Meðalaldur innlagðra er 62 ár.

8.045 sjúklingar eru í COVID göngudeild spítalans, þar af 2.893 börn.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 346 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Frá farsóttanefnd um stöðuna í COVID á Landspítala 17. janúar – Viðbótarmannskap vantar

Landspítali er á neyðarstigi

Í dag liggja 45 sjúklingar á Landspítala með COVID, þar af er 31 með virkt smit, flestir á A7, A6 og gjörgæsludeildum en einnig eru 7 sjúklingar á Landakoti og 2 á geðdeildum.
Alls bættust 19 sjúklingar við um helgina, 6 greindust við innlögn eða inniliggjandi, þar af var einn í sóttkví.
Á gjörgæslu eru 7 sjúklingar, tveir í öndunarvél.

Í fjarþjónustu eru 8.025, þar af 2.795 börn. Í gær komu 17 einstaklingar til meðferðar og mats í COVID göngudeild en alls hafa 240 manns komið þangað það sem af er janúar. Ljóst er að talsverður hluti þessa hóps myndi þurfa innlögn ef göngudeildarinnar nyti ekki við.

Nú eru 140 starfsmenn í einangrun og 98 í sóttkví.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

  • Í morgun var opnuð ný sýnatökustöð á Eiríksgötu 37 þar sem augndeildin var áður til húsa. Þar verða tekin sýni hjá starfsmönnum alla virka daga kl. 9. Nauðsynlegt er að vera með strikamerki.
  • Áfram er mikil þörf fyrir viðbótarmannskap, sérstaklega hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og fólk í yfirsetuteymi.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin