Heilsa

Frá farsóttanefnd um stöðuna í COVID á Landspítala 13. janúar – Öll spítalastarfsemin löskuð vegna COVID-19

Landspítali er á neyðarstigi:

Í dag liggja 43 sjúklingar á Landspítala með COVID, þar af eru 35 með virkt smit og í einangrun. Á gjörgæslu eru 6 sjúklingar og 4 í öndunarvél. Karlmaður á tíræðisaldri lést vegna COVID á síðasta sólarhring. Í gær bættust 5 sjúklingar í COVID hópinn, þar af greindust 4 við komu eða í innlögn. 7 voru útskrifaðir, þar af eitt andlát.
Nú liggja alls 6 sjúklingar með COVID á Landakoti og eru áframhaldandi skimanir starfsmanna og sjúklinga fyrirhugaðar næstu daga. Á hjartadeild greindust þrír inniliggjandi sjúklingar í gær og stendur rakning yfir vegna þess.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

  • Öll starfsemi Landspítala er löskuð vegna COVID álags þar sem fjöldi inniliggjandi, fjöldi starfsmanna í einangrun og fjöldi smita sem upp koma daglega í starfseminni draga mjög úr þrótti spítalans til að sinna öllum þeim verkefnum sem honum eru falin og til að veita bestu mögulegu heilbrigðisþjónustu.  Mönnun COVID viðbragðsins dregur til sín mikinn mannskap alls staðar að en einnig eru miklar annir vegna annarra sjúklinga. Sem dæmi má nefna að nú eru aðeins 45% skurðstofa Landspítala í notkun aðallega vegna þess að starfsfólkið er er að sinna COVID sjúklingum. Bráðaaðgerðum og krabbameinsaðgerðum er forgangsraðað en mjög mörgum aðgerðum er frestað áfram. Þar á meðal eru t.d. aðgerðir vegna brota sem oft er miðað við að gera innan viku en sumar verða að bíða lengur, ýmist vegna ástæðna tengdum áverka eða vegna takmarkana tengdum COVID ástandi.
  • Smit hjá inniliggjandi sjúklingum er mikil áskorun því nú verða allar deildir að sinna sínum COVID sjúklingum. Þeir eru ekki fluttir á COVID deildir nema þeir séu veikir af COVID og þurfi sérhæfða meðferð.

Heilsa

Útgáfa leyfis Alvotech hf. fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera

18. janúar.2022 | 15:05

Útgáfa leyfis Alvotech hf. fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu leyfis Alvotech hf., þann 14. janúar 2022, fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera í rannsóknarhúsnæði rekstraraðila við Klettagarða 6, 104 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfsemina má finna í greinargerð með leyfinu. 

Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 14. janúar 2038.

Umhverfisstofnun bendir á að skv. 29. gr. laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur sæta ákvarðanir Umhverfisstofnunar er varða veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfis, kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá auglýsingu ákvörðunarinnar skv. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. 

Fylgiskjöl: 
Leyfi með greinargerð
Umsögn Vinnueftirlitsins

Halda áfram að lesa

Heilsa

COVID-19 – 18. janúar: Staðan

Landspítali er á neyðarstigi.

Staðan kl. 9:00

39 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.  

Meðalaldur innlagðra er 62 ár.

8.045 sjúklingar eru í COVID göngudeild spítalans, þar af 2.893 börn.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 346 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Frá farsóttanefnd um stöðuna í COVID á Landspítala 17. janúar – Viðbótarmannskap vantar

Landspítali er á neyðarstigi

Í dag liggja 45 sjúklingar á Landspítala með COVID, þar af er 31 með virkt smit, flestir á A7, A6 og gjörgæsludeildum en einnig eru 7 sjúklingar á Landakoti og 2 á geðdeildum.
Alls bættust 19 sjúklingar við um helgina, 6 greindust við innlögn eða inniliggjandi, þar af var einn í sóttkví.
Á gjörgæslu eru 7 sjúklingar, tveir í öndunarvél.

Í fjarþjónustu eru 8.025, þar af 2.795 börn. Í gær komu 17 einstaklingar til meðferðar og mats í COVID göngudeild en alls hafa 240 manns komið þangað það sem af er janúar. Ljóst er að talsverður hluti þessa hóps myndi þurfa innlögn ef göngudeildarinnar nyti ekki við.

Nú eru 140 starfsmenn í einangrun og 98 í sóttkví.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

  • Í morgun var opnuð ný sýnatökustöð á Eiríksgötu 37 þar sem augndeildin var áður til húsa. Þar verða tekin sýni hjá starfsmönnum alla virka daga kl. 9. Nauðsynlegt er að vera með strikamerki.
  • Áfram er mikil þörf fyrir viðbótarmannskap, sérstaklega hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og fólk í yfirsetuteymi.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin