Heilsa

Frá farsóttanefnd um stöðuna í COVID á Landspítala 27. janúar – Um sóttkvíareglurnar, smitgát, bólusetningarvottorð og bóluefni fyrir sjúklinga

Landspítali er á neyðarstigi

Í dag liggja 33 sjúklingar með COVID á Landspítala. Þar af eru 23 í einangrun með virkt smit og 10 eru í bataferli. Í gær bættust 3 við hópinn og 7 voru útskrifaðir. Á gjörgæslu eru 3 sjúklingar, tveir í öndunarvél og annar þeirra í ECMO (hjarta- og lungavél). Allir eru lausir úr einangrun. Andlát var á smitsjúkdómadeild þegar kona á níræðisaldri lést. Hún var með COVID en einnig alvarleg undirliggjandi vandamál.

9.206 manns eru fjarþjónustu á COVID-19 göngudeild, þar af 3.259 börn.

219 starfsmenn eru fjarverandi vegna eingrunar en í gær greindust 22 og álíka stór hópur losnaði úr einangrun.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

Sérstakar tilkynningar

1. Vísað er á skýringarmynd á covid.is sem sýnir myndrænt hvernig nýjar reglur um sóttkví virka, starfsmenn eru hvattir til að kynna sér þessar reglur vel en vera samt meðvitaðir um að reglur Landspítala gagnvart útsettum starfsmönnum eru óbreyttar og er ekki gerður greinarmunur á hvar fólk var útsett.  Farsóttanefnd vinnur nú að útfærslu reglna á Landspítala með hliðsjón af þessari framsetningu.

2. Varðandi fólk sem er í smitgát í samfélaginu þá gildir um það, eins og alltaf hefur gilt um fólk í sóttkví eða einangrun, að því er heimilt að sækja sér nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og ber þá meðferðaraðli ábyrgð á að taka á móti viðkomandi með viðeigandi hlífðarbúnaði. Ef hægt er að fresta komu fram yfir smitgátartímann þá er það kostur en ekki má fresta nauðsynlegum erindum.

3. Vakin er sérstök athygli á að frá og með 1. febrúar telst bólusetningarvottorð aðeins viðurkennt hafi ekki liðið meira en 270 dagar frá grunnbólusetningu í þeim tilvikum sem einstaklingur hefur ekki gengist undir örvunarbólusetningu. Þetta þýðir í raun að þeir sem ekki hafa fengið örvunarskammt nú þegar eru með bólusetningavottorð sem hafa einungis gildistíma í 9 mánuði frá seinni bólusetningu eða einni Janssen. Farsóttanefnd hvetur enn og aftur starfsmenn til að þiggja örvunarbólusetningu um leið og tilskilinn tíma er liðinn. Áfram er bóluett í Laugardalshöll alla virka daga frá kl. 10:00 til 15:00 og þarf ekki að hafa boð til að fara þangað.

4. Þá er áfram minnt á að vikulega er komið með bóluefni fyrir sjúklinga sem óska eftir 1., 2. eða 3 bólusetningu. Eina sem þarf að gera er að senda verkefnastjóra farsóttanefndar kennitölu viðkomandi í Heilsugáttarskilaboðum og þá munu sprautur skila sér að réttan stað. Fastir bólusetningadagar eru þriðjudagar en ef sérstakar aðstæður eru upp þá er sjálfsagt að skjótast með bóluefni á öðrum virkum dögum.

Heilsa

Opið fyrir umsóknir um styrki í Doktorsnemasjóð

20. maí.2022 | 14:50

Opið fyrir umsóknir um styrki í Doktorsnemasjóð

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Doktorsnemasjóð umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Sjóðurinn styrkir rannsóknir á samspili landnýtingar og loftslags.

„Loftslagsmálin eru ein stærsta áskorun sem við stöndum frammi fyrir. Landnotkun og skógrækt eru stærsti einstaki losunarflokkurinn, en mikil óvissa ríkir í dag um mat og mælingar vegna þeirra. Nauðsynlegt er að geta metið og talið áhrif aðgerða vegna landnotkunar á sama hátt og aðra losun og bindingu og þess vegna er mikilvægt að styðja við grunnrannsóknir á þessu sviði. Bætt landnýting í þágu loftslagsmála þarf að gegna lykilhlutverki í að ná markmiðum okkar um kolefnishlutleysi árið 2040 ,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Frestur til að skila inn umsóknum er til 15. júní 2022, kl 15:00.

Auglýsing á vef Stjórnarráðsins 
Á vef Rannís má nálgast allar nánari upplýsingar og aðgang að rafrænu umsóknarkerfi

Halda áfram að lesa

Heilsa

Fyrsta skóflustunga að nýju bílastæða- og tæknihúsi

Fyrsta skóflustunga að nýju bílastæða- og tæknihúsi við Hringbraut var tekin 19. maí 2022 og er liður í uppbyggingu Landspítala þar.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tók fyrstu skóflustunguna ásamt Pétri Guðmundssyni stjórnarformanni Eyktar og Runólfi Pálssyni forstjóra Landspítala. Þá tóku fulltrúar starfsmanna, þær Rannveig Rúnarsdóttir frá Landspítala og Þóranna Elín Dietz frá Háskóla Íslands einnig skóflustungu að húsinu.

Nýtt bílastæða- og tæknihús verður um 19.000 fermetrar að stærð með um 500 bílastæði. Auk þess eru um 200 hjólastæði í húsinu en einnig eru 200 bílastæði í bílakjallara við meðferðarkjarnann fyrir sjúklinga og aðstandendur.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra: „Það er ánægjulegt að enn bætast við byggingar sem eru á framkvæmdastigi í þessari mikilvægu uppbyggingu við nýjan Landspítala. Vel hefur tekist til við framkvæmdir á svæðinu og bílastæða- og tæknihúsið er áfangi á þessari vegferð að nýjar byggingar á svæðinu myndi eina heild,“

Gunnar Svavarsson framkvæmdastjóri Nýs Landspítala: „Jarðvinnu vegna rannsóknahússins er lokið og nú strax hefst nýr áfangi við jarðvinnu á bílastæða- og tæknihúsinu. Eftir alútboð var samið við Eykt um bæði hönnun og verkframkvæmd og markar því dagurinn eitt af mörgum mikilvægum skrefum í hraðri uppbyggingu við Hringbraut.“

Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala: „Það er ánægjulegt að sjá hversu góður skriður hefur verið á verkefninu um nýjan Landspítala. Við fögnum hverjum áfanga, stórum sem smáum, á þessari vegferð því takmarkið færist nær. Bílastæða- og tæknihúsið er mikilvægur hlekkur í þessu stóra verkefni.“

Pétur Guðmundsson, stjórnarformaður Eyktar ehf: „Við hjá Eykt þekkjum vel til Hringbrautarverkefnisins því við erum núna að steypa upp meðferðarkjarnann, þar er allt á fullri ferð. Samstarfið gengur vel við Nýjan Landspítala og húsið sem nú fer í byggingu er enn ein ný áskorun.“

Um bílastæða- og tæknihúsið

Bílastæða- og tæknihúsið verður um 19.000 fermetrar að stærð og er átta hæðir, fimm ofanjarðar og þrjár neðanjarðar. Bílastæða og tæknihús (BT húsið) mun rúma stæði fyrir 510 bíla. Í húsinu verður hjólageymsla fyrir 200 hjól. Bíla- og hjólastæði svæðisins verða til framtíðar nægjanleg miðað við allar framtíðarspár. Einnig er verið að byggja bílakjallara undir Sóleyjartorgi, sambærilegan bílakjallara Hörpu, sem verður á tveimur hæðum með 200 bílastæðum ætluð sjúklingum og gestum.  Þar verður gott aðgengi beint inn í spítalann. Úr bílastæða- og tæknihúsinu verður einnig hægt að fara milli húsa eftir göngum. Tæknihluti hússins er afar mikilvægur, þar verður tæknirými fyrir varaaflsvélar Landspítala þannig að tryggt sé að rafmagn verði til staðar á öllu spítalasvæðinu ef truflanir verða á afhendingu rafmagns og það sama gildir um búnað fyrir varakyndingu ef skortur verður á heitu vatni. Þá verður í húsinu kælikerfi, loftinntök og loftræstibúnaður vegna spítalastarfseminnar.

Rauða örin á myndinni fyrir neðan vísar á hvar nýja bílastæða- og tæknihúsið á að rísa.

Vefur Nýs Landspítala ohf

Fyrsta skóflustunga að nýju bílastæða- og tæknihúsi

Halda áfram að lesa

Heilsa

Starfsemisupplýsingar Landspítala apríl 2022

Í Starfsemisupplýsingum Landspítala eru birtar tölur og myndrænar talnaupplýsingar um starfsemi spítalans.

Spítalinn var á hættustigi vegna COVID-19 faraldursins í þessum tiltekna mánuði.

Starfsemisupplýsingar Landspítala apríl 2022

 

 

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin