Heilsa

Frá farsóttanefnd um tímann milli AstraZeneca bólusetninga og bólusetningu með því efni 7. maí

Frá farsóttanefnd:

Vaxzevria (AstraZeneca) er skráð þannig hérlendis að hægt sé að gefa seinni skammtinn eftir 4-12 vikur. Í byrjun var ákveðið að teygja bilið milli fyrsta og annars skammts upp í 12 vikur eftir vísbendingar um betri svörun frá fyrstu rannsóknum í Bretlandi. Síðan hafa fleiri rannsóknir komið fram sem sýnt hafa góða virkni með styttra bili á milli skammta, t. d. nýleg stór rannsókn frá Bandaríkjunum þar sem liðu fjórar vikur á milli skammta.

Mörgum úr AZ hópnum finnst erfitt að bíða í fullar 12 vikur eftir því að verða fullbólusettir og einnig er akkur af því að hraða ferlinu fyrir Landspítala og fjölga fullbólusettu starfsfólki í klínísku umhverfi sjúklinga hraðar en upphaflega var áætlað. Það var því ákveðið í samvinnu við sóttvarnalækni að bjóða upp á endurbólusetningu eftir >8 vikur.

Ef starfsfólk óskar eftir því að fullar 12 vikur séu látnar líða á milli skammta er sjálfsagt að verða við því.

Blöndun á bóluefnum t.d. Comirnaty (Pfizer) á eftir Vaxzevria (AstraZeneca) er notuð víða, sérstaklega þar sem þurft hefur að bólusetja hratt með því sem er til á hverjum tíma. Ýmsar rannsóknir og fræðilegar vangaveltur styðja þetta og ekkert hefur komið fram sem bendir til verri útkomu.  Margar þjóðir gera þetta, t.d. bólusetja Svíar með Comirnaty (Pfizer) eftir Vaxzevria (AstraZeneca).

Þeir sem kjósa að fá Comirnaty (Pfizer) sem annan skammt, munu teljast fullbólusettir.

Föstudaginn 7. maí 2021 verður bólusett á Landspítala með Vaxzevria frá AstraZeneca. Nú þegar hefur öllum sem fengu fyrri bólusetningu 10.-11. mars og uppfylla skilmerkin að vera ekki kona undir 55 ára (f. 1967 og yngri) eða með áhættuþætti sem eru frábending við gjöf bóluefnisins verið boðin bólusetning með sms.

Þeir sem ekki fengu boð en vilja fá seinni bólusetninguna með þessu bóluefni þrátt fyrir frábendingar eru velkomnir í Skaftahlíð 24 frá kl. 9:00 til 11:00 á meðan bóluefnið endist. Það er ákvörðun hvers og eins en þeir sem ekki þiggja Vaxzevria verða eins og áður hefur komið fram boðaðir í eina bólusetningu með bóluefninu frá Pfizer í byrjun júní (væntanlega 1. júní)

Heilsa

Aðgengi, gestir og heimsóknir á Landspítala frá 1. júlí 2021

Í samræmi við almennar tilslakanir vegna farsóttar COVID-19 taka reglur um gesti og heimsóknir á Landspítala nokkrum breytingum 1. júlí 2021.

1. Gestir eru beðnir að gera grein fyrir sér við innganga hjá öryggisvörðum.

2. Fólk sem hefur einhver einkenni smitandi sjúkdóma er beðið að fresta heimsóknum þar til einkennin eru gengin yfir.

3. Gestir eru velkomnir til sjúklinga á Landspítala á auglýstum heimsóknartímum.

4. Gert er ráð fyrir tveimur gestum að hámarki hjá hverjum sjúklingi.

5. Grímuskylda gildir áfram á Landspítala.

Heimsóknartímar á Landspítala

Halda áfram að lesa

Heilsa

Útgáfa á breyttu starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf.

24. júní.2021 | 13:30

Útgáfa á breyttu starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf.

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á breyttu starfsleyfi Stolt Sea Farm Iceland hf., Reykjanesbæ. Um er að ræða landeldi þar sem breytingin fól í sér að bæta við tegundinni gullinrafa í eldið.

Tillaga að breytingu á starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 21. maí 2021 til og með 21. júní 2021 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engin athugasemd barst stofnuninni vegna tillögunnar á auglýsingatíma.

Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl

Halda áfram að lesa

Heilsa

Gefðu fimmu til stuðnings Rjóðri

Fjársöfnunin „Gefðu fimmu“ sem stendur yfir er til stuðnings Rjóðri, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili í Kópavogi sem rekið er af kvenna- og barnaþjónustu Landspítala.

Jón Gunnar Geirdal og fleiri standa fyrir þessari söfnun en hann hefur allt frá árinu 2005 verið óþreytandi í því að fá fólk og fyrirtæki til að létta undir með Rjóðri.

Ætlunin er að að nýta söfnunarféð til þess að bæta við annarri aðstöðu til endurhæfingar og skynörvunar í Rjóðri.  Þar er fyrir skynörvunar- og slökunarherbergi sem nýtur mikilla vinsælda. Einnig er þörf á að laga útisvæðið sem er fyrir aftan húsið niður við Kópavoginn og setja hugsanlega upp ný tæki til að bæta aðstöðuna fyrir börnin.

Gefdufimmu.is

Vefur Rjóðurs

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin