Landsspítali

Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd 29. október 2020 – kl. 17:00

Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd:

1. Skimanir starfsmanna

Ákveðið hefur verið í ljósi hópsýkingar á Landakoti að skima starfsmenn með skipulögðum hætti, skv. nánari útfærslu farsóttanefndar og kynnt er á innri vef spítalans.

2. Heimsóknir ættingja til sjúklinga á Landspítala

Almennt gildir að heimsóknir eru leyfðar á Landspítala en heimsóknargestir eru beðnir að kynna sér mögulegar takmarkanir einstakra deilda og reglur um sýkingavarnir.

Undantekningar frá hinni almennu reglu er að heimsóknir eru ekki leyfðar á deildir A6, A7 og á Landakot nema í sérstöku samráði við starfsfólk deildanna.

3. Hópsmit tengd Landakoti

Eins og búast mátti við greinast enn smit hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.

Hópsýking tengd Landakoti

Starfsmenn: 65
Sjúklingar: 61
Alls hópsmit: 126 

Landakot

– Starfsmenn: 46
– Sjúklingar: 39

Reykjalundur

– Starfsmenn: 6
– Sjúklingar: 5

Sólvellir

– Starfsmenn: 10
– Sjúklingar: 16

Aðrir

Starfsmenn: 3
Sjúklingar: 1

4. Á Landspítala eru nú:

63 sjúklingar inniliggjandi vegna COVID19 – 125 alls frá upphafi III bylgju faraldursins
– Þar af 3 á gjörgæslu og 2 í öndunarvél
3 andlát hafa orðið á Landspítala í III bylgju
967 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 168 börn
57 starfsmenn eru í einangrun vegna COVID19
242 starfsmenn eru í sóttkví (A: 67 B: 145 C:30)

Halda áfram að lesa

Heilsa

Aðgengi, gestir og heimsóknir á Landspítala frá 1. júlí 2021

Í samræmi við almennar tilslakanir vegna farsóttar COVID-19 taka reglur um gesti og heimsóknir á Landspítala nokkrum breytingum 1. júlí 2021.

1. Gestir eru beðnir að gera grein fyrir sér við innganga hjá öryggisvörðum.

2. Fólk sem hefur einhver einkenni smitandi sjúkdóma er beðið að fresta heimsóknum þar til einkennin eru gengin yfir.

3. Gestir eru velkomnir til sjúklinga á Landspítala á auglýstum heimsóknartímum.

4. Gert er ráð fyrir tveimur gestum að hámarki hjá hverjum sjúklingi.

5. Grímuskylda gildir áfram á Landspítala.

Heimsóknartímar á Landspítala

Halda áfram að lesa

Heilsa

Gefðu fimmu til stuðnings Rjóðri

Fjársöfnunin „Gefðu fimmu“ sem stendur yfir er til stuðnings Rjóðri, hjúkrunar-, hvíldar- og endurhæfingarheimili í Kópavogi sem rekið er af kvenna- og barnaþjónustu Landspítala.

Jón Gunnar Geirdal og fleiri standa fyrir þessari söfnun en hann hefur allt frá árinu 2005 verið óþreytandi í því að fá fólk og fyrirtæki til að létta undir með Rjóðri.

Ætlunin er að að nýta söfnunarféð til þess að bæta við annarri aðstöðu til endurhæfingar og skynörvunar í Rjóðri.  Þar er fyrir skynörvunar- og slökunarherbergi sem nýtur mikilla vinsælda. Einnig er þörf á að laga útisvæðið sem er fyrir aftan húsið niður við Kópavoginn og setja hugsanlega upp ný tæki til að bæta aðstöðuna fyrir börnin.

Gefdufimmu.is

Vefur Rjóðurs

Halda áfram að lesa

Heilsa

Birtingasjóði Landspítala ætlað að hvetja starfsmenn til vísindastarfa og birtinga á vísindagreinum

Birtingasjóður Landspítala, sem stofnaður var á árinu 2021, hefur þann tilgang að hvetja starfsmenn spítalans til vísindastarfa og birtinga á vísindagreinum í öflugum og virtum vísindaritum.

Birtingarsjóðurinn er þannig til kominn að stofnframlagið er fengið með sölu Landspítala á hlutabréfum í nýsköpunarfyrirtækinu Oculis, sem Einar Stefánsson prófessor stofnaði á sínum tíma og er nú skráð á markað.

Birtingasjóður fellur undir skipulagsskrá Landspítalasjóðs Íslands. Stofnfé hans var 35,3 milljónir króna. Reglur um starfsemi sjóðsins hafa verið samþykktar af stjórn hans sem er skipuð stjórnendum á Landspítala; forstjóra, framkvæmdastjóra lækninga, framkvæmdastjóra hjúkrunar, yfirlækni vísindadeildar og formanni vísindaráðs.

Í 2. grein reglnanna er markmiðum sjóðsins lýst:

Birtingasjóði er ætlað að styðja við vísindastarf starfsfólks Landspítala. Mögulegir umsækjendur eru starfsmenn spítalans. Umsækjendur þurfa að vera fyrsti eða síðasti höfundur á vísindagrein sem lýsir rannsóknaniðurstöðum verkefna sem unnin eru á Landspítala og eru merktar honum. Markmiðið er tvíþætt; 1) Hvetja vísindafólk á Landspítala til að skipuleggja framkvæmd metnaðarfullra vísindaverkefna sem líkleg eru til að leiða til birtinga í erlendum vísindaritum með háan áhrifastuðul (Impact Factor = IF). 2) Búa til hvata fyrir starfsfólk Landspítala til að verja tíma sínum í að stunda vísindarannsóknir þar sem vísindamenn spítalans eru leiðandi aðilar rannsóknar.

Stjórn Birtingasjóðs Landspítala ákveður upphæðir styrkveitinga og úthlutun styrkja árlega í samræmi við hlutverk sjóðsins. Verkefnastjóri vísindaráðs hefur daglega umsjón með sjóðnum. Á stjórnarfundi 16. apríl var fjallað um upphæðir styrkja:

Tillaga lá fyrir stjórn um að upphæð hvatningastyrks til starfsmanns fyrir grein sem birtist í tímariti í flokki A verði 150 þúsund krónur, 75 þúsund krónur fyrir grein sem birtist í tímiriti af flokki B og 50 þúsund krónur fyrir grein sem birtist í tímariti af flokki C. Upphæð styrks fyrir birta grein getur þannig hæst orðið 150 þúsund krónur á hvern starfsmann og heildarupphæð fyrir hverja grein orðið hæst 300 þúsund krónur. Þessi tillaga var samþykkt samhljóða. Áætlað er að árleg fjárútlát vegna þessara greiðslna geti numið 4-8 milljónum króna árlega.

Birtingasjóður Landspítala – reglur

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin