Connect with us

Landsspítali

Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala 15. október 2020

Published

on

Frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala:

Landspítali er á hættustigi vegna faraldurs COViD-19. Viðbragðsáætlun Landspítala vegna farsótta hefur því verið virkjuð og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd daglega. Allar ákvarðanir vegna sóttvarna og takmarkana þeim tengdar eru teknar á þeim miðlæga vettvangi og eru starfsmenn og stjórnendur hvattir til að kynna sér nýjustu ákvarðanir á degi hverjum á innri upplýsingavefjum spítalans.

Tilkynningar og áréttingar dagsins

1. Skimanir starfsmanna og sjúklinga í geðdeildahúsi við Hringbraut

Í dag verður hluti starfsmanna og sjúklinga í geðdeildahúsi skimaður fyrir COVID-19 eftir að upp kom smit á einni deild, fíknigeðdeild. Ákvörðun um skimun er í höndum farsóttanefndar og rakningateymis. Fíknigeðdeildin verður lokuð um tíma en áfram hefðbundin þjónusta í geðþjónustukjarna fyrir þá sem þurfa á henni að halda.

2. Á Landspítala eru nú:

26 sjúklingar inniliggjandi vegna COVID19 – 55 alls frá upphafi þriðju bylgju faraldursins
– Þar af 3 á gjörgæslu og tveir í öndunarvél
1.179 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 186 börn
62 starfsmenn eru í sóttkví A
19 starfsmenn eru í einangrun

Continue Reading

Heilsa

Forstjórapistill: Krabbameinsskimanir, rannsókn á langvinnum lungnasjúkdómi og þjónusta eftir gjörgæsludvöl

Published

on

Krabbameinsskimanir: Óvissu eytt, starfsfólki þakkað

Heilsugæslan og Landspítali samstíga við yfirfærslu skimunarverkefnis

Mikilvægar breytingar voru gerðar á skipulagi, stjórn og framkvæmd skimunar fyrir krabbameinum um síðustu áramót. Landspítali, í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri, tók þá að sér framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í brjóstum og sérskoðun á brjóstum og leghálsi en heilsugæslan um land allt fékk það hlutverk að annast framkvæmd skimana fyrir krabbameini í leghálsi.  Breytingar þessar fólu meðal annars í sér yfirfærslu margvíslegra verkefna frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar, Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Sú yfirfærsla hefur hins vegar ekki verið hnökralaus þegar horft er til heildarverkefnisins og því miður skapað áhyggjur í samfélaginu. Heilsugæslan og Landspítali áréttuðu því í vikunni að aðstandendum verkefnisins þyki mjög miður að óöryggi hafi skapast um þessa mikilvægu þjónustu og fullvissuðu almenning um að allir aðilar verkefnisins keppist nú við að eyða óvissu fólks með fjölbreyttum hætti.

Þegar Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri var falin fyrrnefnd ábyrgð tóku stjórnendur spítalans ákvörðun um að leita eftir því við Krabbameinsfélag Íslands að skimun fyrir brjóstakrabbameini yrði áfram í Skógarhlíð til loka mars og bjóða fyrrverandi starfsmönnum Krabbameinsfélagsins störf á Landspítala. Það gekk eftir og með því móti var hægt að tryggja fullnægjandi tímaframboð og hnökralausa framkvæmd skimunar líkt og verið hefur. Ný og glæsileg brjóstamiðstöð Landspítala verður opnuð á Eiríksgötu 5 í apríl.

Einnig var ákveðið að fela Landspítala að sjá um sérskoðanir á leghálsi í kjölfar skimunar á vegum Heilsugæslunnar. Kvennadeildir spítalans náðu á örskömmum tíma að byggja upp vandaða og öfluga umgjörð í kringum þá þjónustu og hefur hún staðið konum til boða frá janúarbyrjun. Þrátt fyrir að vera nýtt verkefni á spítalanum hefur allt gengið samkvæmt áætlun.

Starfsfólk Landspítala hefur leyst sín verkefni vegna breytinganna afburðavel úr hendi og er því hér með þakkir færðar.

Vísindastarf: Merkileg rannsókn á langvinnum nýrnasjúkdómi

Rannsókn um algengi langvinns nýrnasjúkdóms

Nýlega birtist grein í hinu virta tímariti Kidney International sem fjallar um alþjóðlega mikilvæga rannsókn Arnars Jans Jónssonar, doktorsnema og læknis og samstarfsfólks hans, um algengi langvinns nýrnasjúkdóms á Íslandi. Rannsóknina vann Arnar undir handleiðslu Ólafs Skúla Indriðasonar nýrnalæknis og Runólfs Pálssonar, nýrnalæknis og prófessors.

Rannsóknin þykir marka tímamót varðandi þekkingu á faraldsfræði langvinns nýrnasjúkdóms, sem er samheiti yfir langvinna nýrnasjúkdóma af margvíslegum toga og einkennist af skerðingu á nýrnastarfsemi eða öðrum teiknum um nýrnaskemmdir sem varað hafa í 3 mánuði eða lengur. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að líklegt er að fyrri rannsóknir hafi ofmetið algengi langvinns nýrnasjúkdóms. Hið öfluga vísindastarf á Landspítala á svo sannarlega öflugan liðsmann í Arnari Jan og samstarfsfólki hans í rannsóknum.

Eftirgæsla: Dýrmæt þjónusta eftir gjörgæsludvöl

Þjónusta eftir gjörgæsludvöl

Talandi um vísindastarf þá langar mig til að nefna dr. Rannveigu Jónu Jónasdóttur sem skrifaði fyrir fjórum árum doktorsritgerð í hjúkrunarfræði og heilbrigðisvísindum um þróun skipulagðrar, hjúkrunarstýrðrar eftirgæslu hjá sjúklingum eftir útskrift þeirra af gjörgæsludeild. Eftirgæsla hefur síðan verið innleidd á gjörgæsludeildum Landspítala og verkefnið þykir hafa skilað miklum árangri og aukið gæði meðferðar sjúklinga á spítalanum.

Eftirgæslan snýst um að styðja við bata sjúklinga til lengri og skemmri tíma eftir útskrift þeirra af gjörgæsludeildum. Þróuð var meðferð, byggð á samþættu, kerfisbundnu yfirliti. Meðferðin er skipulögð, hjúkrunarstýrð eftirgæsla og felst í reglubundnu eftirliti gjörgæsluhjúkrunarfræðinga með sjúklingunum frá útskrift af gjörgæsludeild í nokkra mánuði eftir útskrift þaðan, meðal annars með heimsóknum til þeirra. Í mörgum tilvikum snýst þetta um að tengja meðferð sjúklinga á gjörgæsludeildum við meðferð þeirra á legudeildum, sem oft er til lengri tíma.

Dr. Rannveig Jóna hóf störf sem hjúkrunarfræðingur hjá Landspítala fyrir liðlega aldarfjórðungi og hefur með margvíslegum hætti tengt fræði við framkvæmd, til dæmis með þessum hætti. Vel gert.

Continue Reading

Heilsa

Fjöldi nemenda á Landspítala árið 2019 og 2020

Published

on

Árið 2020 voru 1.713 nemendur skráðir í nemendaskráningarkerfi Landspítala og árið 2019 voru skráðir 1.599 nemendur. Allir nemendur eiga að vera skráðir í nemendaskráningarkerfið. 

Árið 2020 voru skráðir nemendur í námi á framhaldsskólastigi 249, háskólanemendur í grunnnámi 825 og háskólanemendur í framhaldsnámi 638. Erlendir nemendur voru 47 talsins.
Árið 2019 voru skráðir nemendur á framhaldsskólastigi 209, háskólanemendur í grunnnámi 723 og háskólanemendur í framhaldsnámi 667. Erlendir nemendur voru 90 talsins.

Nemendafjöldi á Landspítala 2020
Nemendafjöldi á Landspítala 2019

Nauðsynlegt er að skrá alla nemendur í nám á Landspítala. Í nemakerfinu kemur fram hvenær og hvar á spítalanum nemendur eru í námi og haldið utan um að nemandi hafi undirritað þagnarheit og reglur um notkun sjúkraskrárupplýsinga. Tölvuaðgangur er veittur og auðkenniskort útbúin samkvæmt upplýsingum úr kerfinu. Nemendur sem koma inn á spítalann í skipulagt nám, t.d. frá Háskóla Íslands, eru skráðir samkvæmt upplýsingum þaðan og leitast er við að afgreiða öll undirskriftar- og aðgangsmál áður en nemendur koma inn á spítalann. Nauðsynlegt er að tilkynna um nemendur sem koma á eigin vegum eða á annan hátt inn á spítalann (sjá neðar).

Nemendur hafa verið skráðir í nemaskráningarkerfið síðan árið 2010. Samtals fjöldi nema sem tekinn hefur verið saman árlega er eftirfarandi:

 Ár                   Fjöldi nemenda
2010                   1.193
2011                   1.359
2012                   1.532
2013                   1.530
2014                   1.607
2015                   1.612
2016                   1.755
2017                   1.767
2018                   1.521
2019                   1.599
2020                   1.713

Upplýsingar varðandi skráningu nema, gátlista, þagnarskylduskjöl o.fl.

Upplýsingar og umsóknarform fyrir íslenska nemendur sem eru í námi erlendis 

Upplýsingar og umsóknarform fyrir erlenda nemendur 
=> sjá síðan fyrirsögnina “Want to join our team?”, smella á “International students at Landspítali”.

Upplýsingar um skráningu nemenda og aðgangsmál veitir Hulda Pálsdóttir, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala, netfang [email protected], sími 543 1415.

Continue Reading

Heilsa

Frá forstjóra Landspítala og landlækni um endurmenntun og endurþjálfun starfsfólks í íslenskri heilbrigðisþjónustu

Published

on

Um endurmenntun og endurþjálfun starfsfólks í íslenskri heilbrigðisþjónustu

Vegna fyrirspurna sem stofnunum okkar hafa borist vilja undirrituð taka eftirfarandi fram:

Meðferð kvörtunarmáls, sem til umræðu hefur verið í fjölmiðlum undanfarna daga og tengist lækni er starfaði áður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og hefur að undanförnu verið í endurmenntun og endurþjálfun hjá Landspítala, er lokið af hálfu Embættis landlæknis. Fram hefur komið að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur tilkynnt atvik til lögreglu lögum samkvæmt og er það til meðferðar þar. Landspítali mun fylgjast með framvindu þess og bregðast við eftir því sem við á.

Hvorki Embætti landlæknis né Landspítali mega án lagaheimildar fjalla opinberlega um málefni einstaklinga eða starfsfólks.

Mörg fordæmi eru fyrir því að heilbrigðisstofnanir taki heilbrigðisstarfsfólk til endurmenntunar ef bæta þarf faglega þekkingu og þjálfun. Skipulag endurmenntunar af þessu tagi er ætíð í föstum skorðum. Þegar um er að ræða lækna sem ekki hafa lengur lækningaleyfi þá starfar það fólk aldrei sem læknar heldur sem aðstoðarfólk á ábyrgð fagaðila. Þjálfunarferlið er virkt og er frammistaða metin reglulega. Almennt gildir að þegar vel tekst til getur einstaklingur lagt inn umsókn um endurveitingu leyfis og sem Embætti landlæknis tekur þá til meðferðar þar sem metið er hvort ástæður sem leiddu til þess að viðkomandi er ekki lengur með leyfi eigi ekki lengur við.

Hagsmunir, þarfir og öryggi sjúklinga eru leiðarljós í allri íslenskri heilbrigðisþjónustu. Lög um réttindi sjúklinga segja að sjúklingar eigi rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita, miðað við ástand þeirra og horfur á hverjum tíma. Endurmenntun heilbrigðisstarfsfólks miðast meðal annars við að mæta þessum lagaákvæðum.

Virðingarfyllst,

Alma Dagbjört Möller landlæknir
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala

Continue Reading

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin