Innlent

Framtíðin er græn og stafræn

Sérfræðingar Krónunnar í stafrænum lausnum og sjálfbærni; þau Lilja Kristín Birgisdóttir og Sigurður Gunnar Markússon ætla að deila vegferð Krónunnar á sérstökum vef-fyrirlestri, miðvikudaginn 12. janúar n.k, undir fyrirsögninni;

Framtíðin er græn og stafræn, vegferð Krónunnar á sviði stafrænnar þróunar og umhverfismála

Hvernig getur fyrirtækið þitt vaxið og dafnað á tímum stafrænna umbreytinga og svarað kröfu samfélagsins til umhverfismála?

Upplifun viðskiptavina er ávallt í forgrunni hjá Krónunni. Umhverfið breytist, viðskiptavinir sömuleiðis og vill Krónan breytast í takt.

Til að svo verði þarf oft að taka framúrstefnulegar og djarfar ákvarðanir. Í erindinu verður fjallað um vegferð Krónunnar á sviði stafrænnar þróunar og umhverfismála á síðustu árum og hvernig þessir tveir mikilvægu þættir geta haldist í hendur.

Fyrirlesturinn verður í beinni á Zoom.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG

ATH! Viðburðurinn er einungis í boði fyrir félagsfólk SVÞ

Innlent

Traust til opinberra aðila almennt gott en bæta þarf samráð

Almennt ríkir traust gagnvart opinberum aðilum hér á landi en almenningur telur jafnframt að stjórnvöld taki ekki nægilegt tillit til ábendinga sem þeim berast. Þetta eru meðal niðurstaðna nýrrar könnunar OECD um traust sem var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Settur verður á fót starfshópur um aukið lýðræðislegt samráð við almenning.

Samkvæmt könnuninni sem var framkvæmd í 22 aðildarríkjum OECD í nóvember og desember á síðasta ári segist rúmur helmingur svarenda á Íslandi treysta stjórnvöldum á landsvísu en um þriðjungur treystir þeim ekki. Sé horft til meðaltals allra ríkjanna reynast hóparnir sem treysta stjórnvöldum og treysta þeim ekki jafnstórir, eða um 41%. Traust almennings á Íslandi til opinberra aðila mælist yfir meðaltali OECD í öllum tilvikum nema þegar kemur að dómskerfinu.

Samkvæmt könnuninni hafa ýmsir þættir áhrif á traust almennings til stjórnvalda. Þannig er yngra fólk, þeir sem hafa fjárhagslegar áhyggjur, þeir sem eru minna menntaðir og þeir sem kusu ekki ríkjandi valdhafa líklegri til að bera minna traust til stjórnvalda. Er það í samræmi við niðurstöður könnunarinnar í heild.

Í könnuninni var líka spurt um hversu vel fólk teldi stjórnvöld reiðubúin til að takast á við nýjan heimsfaraldur. Um 57% svarenda á Íslandi telur stjórnvöld vel undirbúin fyrir heimsfaraldur en rúm 27% ekki. Að meðaltali í OECD-ríkjunum telur rétt tæpur helmingur að stjórnvöld séu vel undirbúin fyrir heimsfaraldur en tæpur þriðjungur að stjórnvöld séu illa undirbúin.

Í könnun OECD er einnig dregið fram að almennt geti stjórnvöld gert betur í að bregðast við ábendingum borgara. Þannig telur aðeins um 20% svarenda á Íslandi að hann geti haft áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem er undir meðaltali OECD. Þá telur um þriðjungur svarenda á Íslandi að opinber þjónusta verði bætt þegar kvartað er undan henni. Það hlutfall er einnig undir meðaltali OECD.

Sem viðbrögð við niðurstöðum könnunarinnar og framhald tillagna starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu verður skipaður starfshópur um aukið lýðræðislegt samráð við almenning. Hlutverk hópsins verður að fylgja eftir aðgerðum í skýrslu um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu og móta frekari tillögur að aðgerðum. 

Halda áfram að lesa

Hagstofan

Þjónustujöfnuður jákvæður um 9,1 milljarð í maí

Verðmæti þjónustuútflutnings í maí 2022 er áætlað 58,4 milljarðar króna og að það hafi tvöfaldast frá því í maí 2021 á gengi hvors árs. Gert er ráð fyrir að útflutningstekjur af ferðalögum hafi verið um 26,9 milljarðar í maí og að þær hafi aukist verulega samanborið við sama tíma árið 2021. Áætlað er að tekjur af samgöngum og flutningum hafi verið 18,5 milljarðar króna í maí og að þær hafi meira en töfaldast miðað við maí 2021. Verðmæti annarra þjónustuliða í útflutningi er talið hafa verið 13,1 milljarður í maí og að það hafi dregist saman um 7% frá því í maí árið áður.

Verðmæti þjónustuinnflutnings í maí er áætlað 49,3 milljarðar króna og að það hafi aukist um 89% frá því í maí 2021 á gengi hvors árs. Gert er ráð fyrir að útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis hafi verið 18,3 milljarðar í maí og hafi aukist verulega samanborið við maí árið áður. Hvað útgjöld vegna samgangna og flutninga varðar er áætlað að þau hafi verið 8,9 milljarðar í maí og hafi aukist um 57% miðað við maí 2021. Þá er áætlað að verðmæti annarra þjónustuliða í innflutningi hafi verið 22,1 milljarður í maí og hafi aukist um 42% frá því í maí fyrir ári. Þjónustujöfnuður var því jákvæður um 9,1 milljarð króna í maí.

Gert er ráð fyrir að verðmæti þjónustuútflutnings á tólf mánaða tímabili, frá júní 2021 til maí 2022, hafi verið 567,7 milljarðar króna og hafi aukist um 64% miðað við tólf mánaða tímabilið þar á undan. Á sama tímabili er áætlað að verðmæti þjónustuinnflutnings hafi verið 472,2 milljarðar og hafi aukist um 61% miðað við tólf mánaða tímabilið þar á undan.

Áætlað er að vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* hafi verið 93,1 milljarður króna í maí 2022 en vöruinnflutningur 112,2 milljarðar. Fyrir vikið er gert ráð fyrir að vöruskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði hafi verið neikvæður um 19 milljarða króna. Verðmæti útflutnings vöru og þjónustu í maí 2022 er því áætlað 151,5 milljarðar króna og að það hafi aukist um 65% miðað við sama mánuð 2021. Verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta á sama tíma var 161,4 milljarðar og jókst um 65% miðað við sama mánuð 2021.

Gert er ráð fyrir að verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta hafi verið 1.442,2 milljarðar króna á síðustu tólf mánuðum og hafi aukist um 41% miðað við tólf mánuðina þar á undan. Áætlað er að verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta fyrir sama tímabil hafi verið 1.532,5 milljarðar og hafi aukist um 44% miðað við tólf mánuði þar á undan. Því er áætlað að uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrir síðustu tólf mánuði hafi verið neikvæður um 90,3 milljarða króna samanborið við 41,2 milljarða neikvæðan jöfnuð fyrir tólf mánuðina þar á undan.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Talnaefni
Vöru- og þjónustuviðskipti
Vöruviðskipti

Halda áfram að lesa

Innlent

Gossvæðið í Merardölum opið í dag 18. ágúst

18 Ágúst 2022 12:29

(English below)

Eldgosasvæðið í Meradölum er opið í dag.

Lokað er inn á svæðið í dag á meðan veðrið gengur yfir.  Lögregla mun senda út tilkynningu þegar svæðið verður opnað að nýju.

Rólegt var á vakt lögreglu og björgunarsveita í gær þar sem svæðið var lokað.

Spá veðurvaktar Veðurstofunnar fyrir daginn:

Norðaustan 5-10 m/s og gasmengunar gæti orðið vart í Grindavík. Þegar líður á daginn er spáð norðvestlægri átt.

The eruption site in Meradalir is open today.

The area is closed today while the weather passes.  Police will send out an announcement when the area is reopened.

Police and rescue teams had a quiet day yesterday as the area was closed.

The National Weather Service’s weather watch forecast for the day:

North-east 5-10 m/s and gas pollution could be noticed in Grindavík. As the day progresses, a northwesterly direction is forecast.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin