Innlent

Fréttaannáll fjármála- og efnahagsráðuneytisins 2021

Fjölmörg mál komu til kasta fjármála- og efnahagsráðuneytisins á nýliðnu ári og líkt og árið á undan voru verkefni sem tengdust heimsfaraldri kórónuveiru fyrirferðarmikil. Ráðuneytið gegndi sem fyrr leiðandi hlutverki við mótun aðgerða til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum Covid-19 fyrir einstaklinga og rekstraraðila.

Helstu sértæku efnahagsúrræði stjórnvalda vegna faraldursins runnu sitt skeið á árinu sem var að líða. Á meðal aðgerða má nefna hlutabótaleið, viðspyrnustyrki, greiðslu hluta launakostnaður á uppsagnarfresti og stuðningslán en samhliða kröftugum efnahagsbata á árinu hafði aðsókn í úrræðin minnkað

Meðal annarra stórra mála sem voru á borði ráðuneytisins var sala á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, en ákvörðun ráðherra um sölu hlutanna var tekin í janúar í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins. 7. júní hófst útboð á rúmlega 636 milljón hlutum af hlutafé ríkissjóðs í Íslandsbanka, eða um 35%. Útboðið heppnaðist vel, mikil eftirspurn var eftir hlutunum og urðu hluthafar um 24.000 sem var mesti fjöldi hluthafa í skráðu félagi á Íslandi þegar viðskipti með bréfin hófust þann 22. júní.

Utan þess sem sneri að heimsfaraldrinum var unnið að reglubundnum verkefnum á borð við fjárlög og fjárlagatengd mál, og ýmsum áherslumálum. Má þar nefna framhald eflingar stafrænna innviða, verkefni á sviðið opinberrar nýsköpunar og viðhald og endurbætur opinberra fasteigna í samræmi við fjárfestingarátak stjórnvalda.

Ný ríkisstjórn tók við í lok nóvember. Bjarni Benediktsson gegndi áfram embætti fjármála- og efnahagsráðherra og voru verkefni ráðuneytisins óbreytt frá fyrra kjörtímabili.

Innlent

Fréttir frá félagsfólki SVÞ | Waldorfsskólinn hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Mbl.is birtir í dag frétt um foreldraverðlaun Heimilis og skóla sem Waldorfsskólinn hlaut frá samtökum.

For­eldra­verðlaun Heim­il­is og skóla voru af­hent í 27. sinn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu. Waldorf­skól­inn í Lækj­ar­botn­um hlaut verðlaun­in í ár fyr­ir verk­efnið „Vinnu­dag­ar Lækj­ar­botna og gróður­setn­ing plantna á skóla­setn­ingu“.

Fram fór hátíðleg at­höfn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu og mættu þau Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra, og El­iza Reid for­setafrú til að ávarpa sam­kom­una og af­henda verðlaun­in.

SMELLIÐ HÉR FYRIR FRÉTT Á MBL.IS

Ljósmynd: Stjórnarráðið

Halda áfram að lesa

Innlent

Tuttugu og þrír nemendur útskrifast frá Jafnréttisskóla GRÓ

Jafnréttisskóli GRÓ (GRÓ-GEST) útskrifaði 23 sérfræðinga frá 15 löndum á föstudag, en þá var útskrift fjórtánda nemendahóps skólans frá upphafi fagnað í hátíðarsal Háskóla Íslands. Alls hafa nú 195 nemendur, frá 34 löndum útskrifast frá Jafnréttisskólanum með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum. Í ár voru í fyrsta sinn nemendur við skólann frá Moldóvu, Pakistan og Simbabve.

Í útskriftinni fengu tveir nemendur verðlaun fyrir lokaverkefni sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur verndara Jafnréttisskólans. Að þessu sinni féllu verðlaun fyrir rannsóknarverkefni í skaut Nicole Wasuna. Verkefni hennar fjallar um morð á konum í heimalandi hennar Kenía og hún setti þar fram tillögur að stefnumótun sem snúa meðal annars að þjálfun starfsmanna lögreglu, dómsstóla og fjölmiðla. Verðlaun fyrir lokaverkefni hlaut Sandani N. Yapa Abeywardena, en hún fjallaði um meðferð kynferðisbrotamála fyrir dómstólum í Sri Lanka. Hún skoðaði dóma í nauðgunarmálum, alvarlegum kynferðisafbrota- og áreitnimálum og hvernig dómarar líta á kynferði við túlkun laga um kynbundið ofbeldi og trúverðugleika fórnarlamba.

Ávörp fluttu Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sem færði nemendum hamingjuóskir Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, en Jafnréttisskólinn er hýstur af hugvísindasviði Háskólans, og Dr. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Jafnréttisskóla GRÓ. Diana Motsi, nemandi frá Zimbabwe flutti áhrifamikið ljóð, sem hún samdi sjálf og Maame Adwoa Amoa-Marfo frá Gana flutti ávarp fyrir hönd nemenda. Nemendur tóku við skírteinum sínum frá Ólöfu Garðarsdóttur, forseta Hugvísindasviðs HÍ, og Nínu Björk Jónsdóttir, forstöðumanni GRÓ Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu.

Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfrækir á Íslandi undir merkjum UNESCO. Hinir skólarnir eru Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn og Landgræðsluskólinn, en GRÓ er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Samtals hafa nú 1.536 nemendur, frá rúmlega 100 löndum, lokið námi við skólana fjóra. Að auki hafa fjölmörg styttri námskeið verið haldin á vettvangi. Einnig veitir GRÓ skólastyrki til útskrifaðra nemenda til meistara- og doktorsnáms við íslenska háskóla.

Halda áfram að lesa

Hagstofan

Launavísitala hækkaði um 1,6% í apríl

Flýtileið yfir á efnissvæði