Innlent

Fundargerð peningastefnunefndar 15. til 16. nóvember 2021

01. desember 2021

Peningastefnunefnd og ritari: f.v. Rannveig Sigurðardóttir, Gylfi Zoëga, Ásgeir Jónsson, Karen Á. Vignisdóttir (ritari), Katrín Ólafsdóttir og Gunnar Jakobsson
Peningastefnunefnd og ritari: f.v. Rannveig Sigurðardóttir, Gylfi Zoëga, Ásgeir Jónsson, Karen Á. Vignisdóttir (ritari), Katrín Ólafsdóttir og Gunnar Jakobsson

Í samræmi við starfsreglur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands er hér birt nýjasta fundargerð nefndarinnar, en fundargerð er birt tveimur vikum eftir að ákvörðun nefndarinnar er kynnt.

Hér birtist því fundargerð fundar peningastefnunefndar 15.-16. nóvember 2021, en á honum ræddi nefndin efnahagsþróunina, þróun á fjármálamörkuðum og ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans í peningamálum.

Sjá hér: Fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands 15.-16. nóvember 2021 (105. fundur). Birt 1. desember 2021

Sjá hér nánari upplýsingar um störf peningastefnunefndar: Peningastefnunefnd

 

Innlent

Önnur og þriðja vaktin rannsakaðar

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að tillögu forsætisráðherra að hefja undirbúning að rannsókn á ólaunuðum heimilis- og umönnunarstörfum, sem stundum nefnast önnur og þriðja vaktin. Í nýrri, árlegri stöðuskýrslu um kortlagningu kynjasjónarmiða kemur fram að slík rannsókn gæti fangað kynjaðan raunveruleika og nýst við stefnumótunarvinnu, líkt og raunin hefur verið í nágrannalöndunum.

Skýrsla um kortlagningu kynjasjónarmiða kemur nú út í þriðja sinn, en hún er unnin af öllum ráðuneytum undir forystu forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Kynjasjónarmið eiga við á flestum þeim málefnasviðum sem fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar tekur til og greinir skýrslan frá helstu niðurstöðum kortlagningar þeirra auk þess sem kynntar eru tillögur um næstu skref.

Í skýrslunni kemur fram að þótt rannsóknir bendi til að ólaunuðum störfum sé sinnt með ólíkum hætti af kynjunum skorti áreiðanlegar mælingar á því. Í nágrannalöndunum hafa verið gerðar tímanotkunarrannsóknir sem nýst hafa við stefnumótun og gæti íslensk rannsókn á þessu efni gefið skýrar og auðskiljanlegar niðurstöður og náð að fanga kynjaðan raunveruleika á annan hátt en gert hefur verið. Ákvað ríkisstjórnin að forsætisráðuneytið hefji undirbúning slíkrar rannsóknar í samstarfi við Hagstofu Íslands.

Í skýrslunni eru dregnar fram fjölmargar áskoranir í jafnréttis¬málum og má skipta þeim í fjögur þemu:

  • Kynskiptur vinnumarkaður
  • Launamunur kynjanna
  • Ólaunuð heimilis- og umönnunarstörf
  •  Kynjamunur á heilsu og líðan

Þessir þættir hafa allir áhrif hver á annan og birtingarmyndirnar eru ólíkar eftir málefnasviðum.

Dæmi um niðurstöður úr skýrslunni:

Konur eru í miklum meiri hluta vaktavinnufólks hjá ríkinu. Þær eru mun líklegri en aðrar konur sem starfa hjá ríkinu til að vera í hlutastarfi. Starfshlutfall kvenna í vaktavinnu hefur þó aukist við innleiðingu betri vinnutíma.

Geðraskanir eru nú algengasta orsök þess að konur eru metnar til örorku. Dregið hefur úr vægi stoðkerfissjúkdóma meðal kvenna og karla og er talið að aukin áhersla á endurhæfingu skýri það. Konur eru þó áfram í mun meira mæli metnar til örorku vegna stoðkerfissjúkdóma

Um fjórðungur feðra en aðeins um tíunda hver móðir fékk hámarksgreiðslur frá Fæðingarorlofssjóði. Nýting feðra á rétti sínum til fæðingarorlofs hefur aukist hægt í takt við hækkun hámarksgreiðslna

Þá samþykkti ríkisstjórnin að hvert ráðuneyti skilgreini að lágmarki eitt sértækt jafnréttismarkmið í fjármálaáætlun 2024-2028 og vinnu markvisst að framgangi þess, m.a. með skilgreindum aðgerðum í fjárlagafrumvarpi ársins 2024.

Halda áfram að lesa

Innlent

Traust til opinberra aðila almennt gott en bæta þarf samráð

Almennt ríkir traust gagnvart opinberum aðilum hér á landi en almenningur telur jafnframt að stjórnvöld taki ekki nægilegt tillit til ábendinga sem þeim berast. Þetta eru meðal niðurstaðna nýrrar könnunar OECD um traust sem var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Settur verður á fót starfshópur um aukið lýðræðislegt samráð við almenning.

Samkvæmt könnuninni sem var framkvæmd í 22 aðildarríkjum OECD í nóvember og desember á síðasta ári segist rúmur helmingur svarenda á Íslandi treysta stjórnvöldum á landsvísu en um þriðjungur treystir þeim ekki. Sé horft til meðaltals allra ríkjanna reynast hóparnir sem treysta stjórnvöldum og treysta þeim ekki jafnstórir, eða um 41%. Traust almennings á Íslandi til opinberra aðila mælist yfir meðaltali OECD í öllum tilvikum nema þegar kemur að dómskerfinu.

Samkvæmt könnuninni hafa ýmsir þættir áhrif á traust almennings til stjórnvalda. Þannig er yngra fólk, þeir sem hafa fjárhagslegar áhyggjur, þeir sem eru minna menntaðir og þeir sem kusu ekki ríkjandi valdhafa líklegri til að bera minna traust til stjórnvalda. Er það í samræmi við niðurstöður könnunarinnar í heild.

Í könnuninni var líka spurt um hversu vel fólk teldi stjórnvöld reiðubúin til að takast á við nýjan heimsfaraldur. Um 57% svarenda á Íslandi telur stjórnvöld vel undirbúin fyrir heimsfaraldur en rúm 27% ekki. Að meðaltali í OECD-ríkjunum telur rétt tæpur helmingur að stjórnvöld séu vel undirbúin fyrir heimsfaraldur en tæpur þriðjungur að stjórnvöld séu illa undirbúin.

Í könnun OECD er einnig dregið fram að almennt geti stjórnvöld gert betur í að bregðast við ábendingum borgara. Þannig telur aðeins um 20% svarenda á Íslandi að hann geti haft áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem er undir meðaltali OECD. Þá telur um þriðjungur svarenda á Íslandi að opinber þjónusta verði bætt þegar kvartað er undan henni. Það hlutfall er einnig undir meðaltali OECD.

Sem viðbrögð við niðurstöðum könnunarinnar og framhald tillagna starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu verður skipaður starfshópur um aukið lýðræðislegt samráð við almenning. Hlutverk hópsins verður að fylgja eftir aðgerðum í skýrslu um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu og móta frekari tillögur að aðgerðum. 

Halda áfram að lesa

Hagstofan

Þjónustujöfnuður jákvæður um 9,1 milljarð í maí

Verðmæti þjónustuútflutnings í maí 2022 er áætlað 58,4 milljarðar króna og að það hafi tvöfaldast frá því í maí 2021 á gengi hvors árs. Gert er ráð fyrir að útflutningstekjur af ferðalögum hafi verið um 26,9 milljarðar í maí og að þær hafi aukist verulega samanborið við sama tíma árið 2021. Áætlað er að tekjur af samgöngum og flutningum hafi verið 18,5 milljarðar króna í maí og að þær hafi meira en töfaldast miðað við maí 2021. Verðmæti annarra þjónustuliða í útflutningi er talið hafa verið 13,1 milljarður í maí og að það hafi dregist saman um 7% frá því í maí árið áður.

Verðmæti þjónustuinnflutnings í maí er áætlað 49,3 milljarðar króna og að það hafi aukist um 89% frá því í maí 2021 á gengi hvors árs. Gert er ráð fyrir að útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis hafi verið 18,3 milljarðar í maí og hafi aukist verulega samanborið við maí árið áður. Hvað útgjöld vegna samgangna og flutninga varðar er áætlað að þau hafi verið 8,9 milljarðar í maí og hafi aukist um 57% miðað við maí 2021. Þá er áætlað að verðmæti annarra þjónustuliða í innflutningi hafi verið 22,1 milljarður í maí og hafi aukist um 42% frá því í maí fyrir ári. Þjónustujöfnuður var því jákvæður um 9,1 milljarð króna í maí.

Gert er ráð fyrir að verðmæti þjónustuútflutnings á tólf mánaða tímabili, frá júní 2021 til maí 2022, hafi verið 567,7 milljarðar króna og hafi aukist um 64% miðað við tólf mánaða tímabilið þar á undan. Á sama tímabili er áætlað að verðmæti þjónustuinnflutnings hafi verið 472,2 milljarðar og hafi aukist um 61% miðað við tólf mánaða tímabilið þar á undan.

Áætlað er að vöruútflutningur í greiðslujöfnuði* hafi verið 93,1 milljarður króna í maí 2022 en vöruinnflutningur 112,2 milljarðar. Fyrir vikið er gert ráð fyrir að vöruskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði hafi verið neikvæður um 19 milljarða króna. Verðmæti útflutnings vöru og þjónustu í maí 2022 er því áætlað 151,5 milljarðar króna og að það hafi aukist um 65% miðað við sama mánuð 2021. Verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta á sama tíma var 161,4 milljarðar og jókst um 65% miðað við sama mánuð 2021.

Gert er ráð fyrir að verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta hafi verið 1.442,2 milljarðar króna á síðustu tólf mánuðum og hafi aukist um 41% miðað við tólf mánuðina þar á undan. Áætlað er að verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta fyrir sama tímabil hafi verið 1.532,5 milljarðar og hafi aukist um 44% miðað við tólf mánuði þar á undan. Því er áætlað að uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrir síðustu tólf mánuði hafi verið neikvæður um 90,3 milljarða króna samanborið við 41,2 milljarða neikvæðan jöfnuð fyrir tólf mánuðina þar á undan.

*Samkvæmt stöðlum greiðslujafnaðar og þjóðhagsreikninga.

Talnaefni
Vöru- og þjónustuviðskipti
Vöruviðskipti

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin