Alþingi

Fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB

20.9.2022

Fjórtándi fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB fer fram miðvikudaginn 21. september í Hörpu og hefst hann kl. 9:00. Á fundinum verður m.a. fjallað um samskipti Íslands og ESB, orkumál og loftslagsbreytingar og innrásina í Úkraínu. Fundurinn er opinn fjölmiðlum.

Í sameiginlegri þingmannanefnd Íslands og ESB sitja af hálfu Alþingis Bjarni Jónsson, formaður, Ingibjörg Isaksen, varaformaður, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Jakob Frímann Magnússon, Logi Einarsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

Alþingi

Heimsókn allsherjar- og menntamálanefndar til Noregs og Danmerkur

27.9.2022

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heimsækir Ósló og Kaupmannahöfn dagana 27.–30. september 2022 til að kynna sér málefni útlendinga og fjölmiðla í Noregi og Danmörku. Nefndin heimsækir þing, sendiráð og ráðuneyti auk stofnana sem fjalla um málefni útlendinga og málefni fjölmiðla. Einnig verða heimsóttar stofnanir sem veita flóttamönnum aðstoð.

Í Noregi kynnir nefndin sér starfsemi Stórþingsins og fundar með einni nefnd þingsins um málefni innflytjenda. Þá fer nefndin í heimsókn í menningar- og jafnréttisráðuneytið. Nefndin mun funda með fulltrúum frá Norsk organisasjon for asylsøkere (norsk samtök fyrir hælisleitendur) og Útlendingastofnun í Noregi um málefni flóttamanna. Einnig kynnir nefndin sér starfsemi Blaðamannafélags Noregs og Landssambands fjölmiðla.

Í Danmörku heimsækir nefndin danska þingið, ráðuneyti menningarmála og Norðurlandaráð. Þá mun nefndin funda með fulltrúum innflytjenda- og aðlögunarráðuneytis og Blaðamannasamtökum Danmerkur. Einnig kynnir nefndin sér starfsemi Rauða krossins í Sandholm sem er móttökumiðstöð flóttamanna.

Fyrir hönd allsherjar- og menntamálanefndar taka þátt í ferðinni Bryndís Haraldsdóttir formaður, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Eyjólfur Ármannsson, Helga Vala Helgadóttir, Jódís Skúladóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Sigmar Guðmundsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Þingskjölum útbýtt utan þingfunda 24. september 2022

Tilkynningar
24.9.2022Útbýtt var utan þingfunda laugardaginn 24. september kl. 16:30:

Halda áfram að lesa

Alþingi

Óundirbúnar fyrirspurnir þriðjudaginn 27. september

23.9.2022

Óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra verða á dagskrá þriðjudaginn 27. september kl. 13:30. Þá verða til svara forsætisráðherra, matvælaráðherra, utanríkisráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og dómsmálaráðherra.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin