Almannavarnir

Gert ráð fyrir hlaupi í Grímsvötnum

Vísindaráð almannnavarna fundaði í dag um stöðu mála í Grímsvötnum en mælingar sýna að íshellan þar sé farin að síga sem er vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum.

Íshellan í Grímsvötnum hefur nú sigið um tæpa 60 sm á síðustu dögum og hraðinn á siginu hefur verið að aukast síðasta sólarhringinn. Miðað við þessar mælingar eru allar líkur á því að vatn sé farið að streyma úr Grímsvötnum og að vona sé á hlaupi í Gígjukvísl. 

Miðað við fyrri hlaup má gera ráð fyrir að hlaupvatn komi fram við jökuljaðar á næstu tveimur dögum og muni ná hámarki á 4-8 dögum eftir það. Eins og er mælist engin aukning í rafleiðni í Gígjukvísl sem er skýrasta merki þess að hlaupvatn sé komið undan jöklinum. Veðurstofan er einnig með gasmæla við upptök Gígjukvíslar sem einnig gæfu vísbendingar um hvort hlaupvatn sé í farveginum. 

Miðað við mælingar á vatnsstöðunni í Grímsvötnum núna má reikna með að hámarksrennsli hlaupsins verði um 5000 m3/s. Slíkt hlaup hefði að öllum líkindum lítil áhrif á á mannvirki s.s. vegi og brýr. Of snemmt er þó að fullyrða um hvert umfang hlaupsins getur orðið.

Dæmi eru um að eldgos verði í Grímsvötnum eftir að vatn hleypur þaðan. Talið er að skyndilegur þrýstiléttir vegna lækkandi vatnsborðs hleypi af stað gosum. Síðast varð atburðarásin slík árið 2004 og þar áður 1934 og 1922. Árið 2004 sáust ummerki um upphaf hlaups 28. október og gos hófst um þremur dögum síðar, eða í lok dags 1. nóvember. Dagana á undan var skjálftahrina í Grímsvötnum til marks um að eldgos væri í vændum. Engir slíkir skjálftar hafa mælst nú.

Veðurstofan heldur áfram að vakta Grímsvötn og mun birta upplýsingar eftir því hver þróun atburðarásarinnar verður.

24.11. kl. 14:00

Mælingar í Grímsvötnum benda til þess að íshellan sé farin að síga. Þetta gæti verið vísbending um að Grímsvatnahlaup sé í vændum. Vísindaráð almannavarna mun funda um stöðuna síðar í dag og frekari upplýsinga er að vænta að loknum þeim fundi.

Sjá frétt á vef Veðurstofu Íslands

Mynd: Benedikt Ófeigsson

Almannavarnir

Óvissustigi aflétt vegna eldgoss í Geldingadölum.

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum aflýsir óvissustigi vegna eldgoss í Geldingadölum.  Eldgosið hófst 19. mars síðastliðinn og var þá lýst yfir neyðarstigi, en áður hafði verið í gildi óvissustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga.  Degi eftir að eldgosið hófst var almannavarnastig lækkað úr neyðarstigi í hættustig eftir að ljóst var að eldgosið var fjarri þéttbýli og helstu mannvirkjum.  Fjórum vikum eftir að síðast sást til elds í Geldingadölum var almannavarnastig fært aftur niður á óvissustig. 

Ekki hefur sést til hraunflæðis frá gígnum í Geldingadölum frá 18. september og þær jarðskjálftahrinur sem hafa orðið síðan þá hafa ekki leitt til frekari atburða.  Engin merki eru um að grunnstæð kvika sé á ferðinni, né að kvika sem liggur mun dýpra (~15 km) sé að leita upp.  Reykjanesskaginn er virkur með tilliti til jarðskjálfa- og eldvirkni og verður áfram fylgst vel með þróun atburða og almannavarnastig reglulega endurmetin.

Vakin er athygli á því að varhugavert getur verið að fara inn á hraunbreiðuna við Geldingadali og að gígum. Töluverðan tíma getur tekið fyrir hraun að kólna og ennþá er yfirborð og gígar óstöðugir, hrun getur orðið eða sprungur geta myndast.  Auk þess má búast við að afgösun hraunsins haldi áfram um einhvern tíma og hættulegar aðstæður myndast þar sem gas getur safnast saman.

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Óvissustig vegna jökulhlaups frá Grímsvötnum

Ríkislögreglustjóri,  í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, lýsir yfir óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups frá Grímsvötnum.  Leiðni og rennsli hafa farið hækkandi í Gígjukvísl sem bendir til þess að vatn úr Grímsvötnum sé byrjað að renna undan jökuljaðrinum.

Merki um að íshellan í Grímsvötnum væri farin að síga komu fram á miðvikudaginn 24. nóvember síðastliðinn þegar gögn fóru að berast frá Grímsfjalli.  Mannvirki eru ekki talin í hættu en hlaupvatnið mun renna undir brúna yfir Gígjukvísl á þjóðvegi 1. 

Fólk er varað við því að fara að upptökum hlaupsins við jökuljaðar vegna hættu á gasmengun.

Mynd: Almannavarnir

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Íbúar á Seyðisfirði hvattir til varkárni við Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum.

//English below//
//Polski poniżej//

Á fundi í morgun með Veðurstofu, almannavörnum og Múlaþingi vegna áframhaldandi skriðuhættu á Seyðisfirði kom fram að hreyfing heldur áfram í hryggnum við Búðará þó að hægt hafi á henni frá því í gær. Vatnshæð í borholum lækkar heldur.

Áréttað er að hryggurinn er sprunginn og margskiptur. Mestar líkur eru því á að hann fari niður í brotum og á mismunandi tímum. Útreikningar sýna að jafnvel þó hann fari allur í einu þá muni leiðigarðar halda og aur ekki ná að húsum næst þeim.

Íbúar eru sem fyrr hvattir til varkárni á göngustígum meðfram Búðará og annars staðar þar sem varnargarðar beina skriðustraumum. Þá eru allir þeir sem leið eiga um Hafnargögu við Búðará og utan við Múla beðnir um að sýna varkárni einnig.

Til að auka enn öryggi þeirra sem leið eiga um Hafnargötu við Búðará þegar skyggja tekur hefur verið ákveðið að lýsa upp hlíðina við Búðará. Þeirri framkvæmd ætti að vera lokið fljótlega.  

Vel er fylgst með mælum í hlíðum ofan Seyðisfjarðar og viðeigandi ráðstafanir gerðar þyki ástæða til.

Enn er í gildi óvissustig almannavarna á Seyðisfirði.

Minnt er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717.

Á vef Veðurstofu Íslands er tilkynningarborði sem uppfærður er daglega um Seyðisfjörð þar sem hægt er að fá ítarlegri upplýsingar um vöktun og fleira, skoða staðsetningu svæðisins er um ræðir og hreyfingar á speglum.

There is still a risk of landslides in Seyðisfjörður and residents are encouraged to show caution by Búðará and elsewhere where levees direct the landslide flow. 

At a meeting this morning with the Meteorological Office, the Department of Civil Protection and Emergency Management and Múlaþing due to the continuing risk of landslides in Seyðisfjörður, it was announced that there is still movement in the ridge by Búðará, although it has slowed down since yesterday. The water level in the boreholes decreases slightly.

It is iterated that the ridge is cracked and multipartite. Therefore, it is therefore most likely that it will go down in fractures and at different times. Calculations show that even if it goes all at once, the deflecting dams will hold and mud will not reach the houses closest to them.

Residents are still encouraged to show caution on footpaths along the Búðará river and elsewhere where levees direct the landslide flow. All those who pass through Hafnargata by Búðará and outside Múli are asked to show caution as well.

In order to further increase the safety of those who pass through Hafnargata by Búðará when it gets dark, it has been decided to light up the slope by Búðará. That construction should be completed soon.

The Civil Protection uncertainty phase in Seyðisfjörður is still in force.

Also, remember The Red Cross helpline 1717.

On The Icelandic Meteorological Office website is a notification banner about Seyðisfjörður where you can find more detailed information about monitoring and more, see the location of the area in question and the movements of the mirrors.

W dalszym ciągu istnieje zagrożenie osuwiskiem w Seyðisfjörður. Mieszkańców prosi się o zachowanie ostrożności przy rzece Búðará oraz w innych miejscach, tam gdzie zapory kierują drogą osuwiska.

Ze względu na utrzymujące się ryzyko osunięć ziemi w Seyðisfjörður, dziś rano na spotkaniu z przedstawiecielami Urzędu Meteorologicznego, Departamentu Obrony Cywilnej i Múlaþing potwierdzono, że ruch warstw na stoku wzdłuż rzeki Búðará jest w dalszym ciągu odnotowywany, chociaż od wczoraj w mniejszym stopniu. Poziom wody w odwiertach nieznacznie się obniża.

Podkreśla się, że powierzchnia stoku jest popękana na fragmentyy. Jest więc bardziej prawdopodobne, że osuwisko może zejść partiami i w różnym czasie. Obliczenia pokazują, że nawet jeśli całość zejdzie na raz, to konstrukcje obronne zniosą napór, a błoto nie dotrze do najbliższych domów.

Mieszkańcy, jak poprzednio, są zachęcani do zachowania ostrożności na ścieżkach biegnących wzdłuż rzeki Búðará oraz w innych miejscach, gdzie fortyfikacje kierują drogą osuwiska. Wszystkich, którzy przejeżdżają przez Hafnargatę przy Búðará i poza Múli, proszeni są o zachowanie ostrożności.

Aby jeszcze bardziej zwiększyć bezpieczeństwo osób, które gdy zapada zmrok, przemieszczają się przez Hafnargatę koło Búðará, postanowiono oświetlić tam zbocze. Ta instalacja powinna zostać wkrótce zakończona.

bocze powyżej Seyðisfjörður jest ściśle monitorowane i konieczne jest zachowanie odpowiednich środków.

W Seyðisfjörður nadal obowiązuje stan niepewności ogłoszony przez Departament Ochrony Ludności.

Przypominamy o  infolinii Czerwonego Krzyża 1717. Na stronie Islandzkiego Biura Meteorologicznego znajduje się pasek informacyjny w związku z sytuacją w Seyðisfjörður, gdzie  można uzyskać bardziej szczegółowe informacje na temat monitorowania i nie tylko, zobaczyć lokalizację danego obszaru i ruch luster.”

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin