Innlent

Gervigreindarstefna fyrir Ísland

Nefnd um ritun gervigreindarstefnu fyrir Ísland hefur skilað forsætisráðherra tillögum að stefnunni en þær voru kynntar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Forsætisráðherra skipaði nefndina í október 2020 og var henni falið að skila tillögum að skýrri framtíðarsýn um hvernig íslenskt samfélag geti unnið með gervigreind öllum til hagsbóta. Fjölmargir aðilar hafa verið kallaðir til og tillögurnar hafa farið í samráðsgátt stjórnvalda.

„Markmið stefnu Íslands um gervigreind er að stuðla að því að Ísland hafi sterkan og sameiginlegan siðferðislegan grundvöll fyrir þróun og nýtingu gervigreindar, byggðan á góðri þekkingu á tækninni og þeim öryggisáskorunum sem henni fylgja,“ segir í tillögunum.

Til þess að umrætt markmið náist þurfi að uppfylla eftirfarandi forsendur sem nefndin telur Ísland vera í góðri stöðu að gera:

  • Íbúar landsins þurfa að vera í stakk búnir til að athafna sig í umhverfi þar sem gervigreind er nýtt.
  • Grunnstoðir lýðræðis þurfa að vera styrkar.
  • Mannréttindi þurfa ávallt að vera höfð að leiðarljósi við innleiðingu og notkun gervigreindar.
  • Huga þarf vel að tæknilegum áskorunum gervigreindar, ekki síst er varða öryggi.

Gervigreindarstefna fyrir Ísland byggir á þremur grunnstoðum. Í fyrsta lagi að gervigreind sé í allra þágu en settar eru fram tillögur að þeim gildum sem byggja ætti þróun, innleiðingu og notkun gervigreindar á sem og um siðferðisleg viðmið. Í öðru lagi að atvinnulíf sé samkeppnishæft. Þar er fjallað um mögulegar aðgerðir og áherslur hins opinbera sem geta stutt við stafræn umskipti atvinnulífsins. Í þriðja lagi að menntun sé í takt við tímann. Þar er lögð áhersla á læsi og gagnrýna hugsun, uppbyggingu sérhæfingar og fjölgun tæknimenntaðra og möguleika notkun gervigreindar til kennslu. Forsætisráðherra mun leggja stefnuna fram sem skýrslu á Alþingi.

 

Stefna Íslands um gervigreind

 

Almannavarnir

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi Vestra

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Vestra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þessi ákvörðun er byggð á því að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings.

Almenningur er hvattur til að sýna aðgát með opinn eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Það þarf ekki mikinn neista til þess að af verði stórt bál.

Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr hættu af gróðureldum https://www.almannavarnir.is/natturuva/eldhaetta/ og einnig inn á https://www.grodureldar.is/

Halda áfram að lesa

Alþingi

Forsætisnefnd afgreiðir erindi um siðareglumál

12.5.2021

Forsætisnefnd afgreiddi á fundi sínum 10. maí erindi sem henni barst 18. apríl sl. frá Birni Leví Gunnarssyni alþingismanni þar sem hann óskaði álits forsætisnefndar á því hvort ummæli hans í grein í Morgunblaðinu 3. apríl sl. stæðist siðareglur alþingismanna. Niðurstaða forsætisnefndar er birt í meðfylgjandi bréfi til Björn Levís Gunnarssonar

Var niðurstaðan sú að skilyrði brysti til þess að nefndin tæki erindið til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn, sbr. 1. málslið 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.

Halda áfram að lesa

Innlent

Landlæknir spurður út í bólusetningar vegna COVID-19

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir að landlæknir veiti upplýsingar um hvernig staðið hefur verið að leiðbeiningum og upplýsingagjöf vegna COVID-19 bólusetningar. Einkum með tilliti til þeirra sem, af heilsufarslegum ástæðum, telja ekki öruggt að þiggja tiltekið bóluefni.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin