Hagstofan

Gistinóttum fækkaði um 72% í júní og 32 hótel eru enn lokuð

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í júní síðastliðnum dróst saman um 72% samanborið við júní 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 79% og um 75% á gistiheimilum. Þá var 63% fækkun á öðrum tegundum gististaða (farfuglaheimilum, orlofshúsum, tjaldsvæðum o.s.frv.). Ekki var hægt að áætla erlendar gistinætur á stöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður.

Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 263.400 í júní en þær voru um 942.700 í sama mánuði árið áður. Um 86% gistinátta voru skráðar á Íslendinga, eða um 227.000, en um 14% á erlenda gesti, eða um 36.400 nætur. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 127.700, þar af 89.900 á hótelum. Gistinætur á öðrum tegundum gististaða voru um 135.700.

Vegna mikillar fækkunar brottfara frá Keflavíkurflugvelli náðist ekki að safna úrtaki fyrir framkvæmd landamærarannsóknar Ferðamálastofu og Hagstofu Íslands í júní. Af þeim sökum reyndist ekki unnt að áætla fjölda gistinátta erlendra ferðamanna utan hefðbundinnar gistináttaskráningar í júní, s.s. á stöðum sem miðla gistingu í gegnum Airbnb og svipaðar síður, í bílum utan tjaldsvæða eða innandyra þar sem ekki var greitt sérstaklega fyrir gistingu. Ráðgert er að hefja áætlun á gistinóttum erlendra ferðamanna utan hefðbundinnar gistináttaskráningar að nýju þegar framkvæmd landamærarannsóknar kemst aftur í fyrra horf.

Í lok mars tóku mörg hótel þá ákvörðun að loka tímabundið og voru enn 32 hótel lokuð í júní. Framboð gistirýmis minnkaði um 24% frá júní 2019, mælt í fjölda hótelherbergja, sem skýrist af lokunum hótela.

Herbergjanýting á hótelum í júní 2020 var 20,5% og dróst saman um 51,4 prósentustig frá fyrra ári.

Framboð og nýting hótelherbergja í júní
  Herbergjafjöldi á hótelum í júní Herbergjanýting hótela í júní
2019 2020 % 2019 2020 prst
Alls 11.022 8.373 -24,0% 71,9% 20,5% -51,4
Höfuðborgarsvæði 5.215 3.173 -39,2% 77,6% 11,4% -66,2
Suðurnes 868 773 -10,9% 80,0% 13,7% -66,3
Vesturland og Vestfirðir 912 866 -5,0% 57,2% 33,6% -23,6
Norðurland 1.214 1.121 -7,7% 63,5% 31,9% -31,6
Austurland 441 417 -5,4% 66,4% 32,0% -34,4
Suðurland 2.372 2.023 -14,7% 67,3% 23,0% -44,4

Gistinætur á hótelum í júní síðastliðnum voru 89.900 sem er fækkun um 79% frá sama mánuði árið áður. Um 16,8% gistinátta á hótelum voru skráð á erlenda ferðamenn, eða 15.100, en gistinætur Íslendinga voru 74.800 eða 83,2%.

Gistinætur á hótelum
  Júní   Júlí-júní  
2019 2020 % 2018-2019 2019-2020 %
Alls 420.320 89.856 -79 4.442.859 3.457.664 -22
Höfuðborgarsvæði 210.786 17.917 -91 2.514.768 1.901.385 -24
Suðurnes 37.826 4.628 -88 344.928 298.070 -14
Vesturland og Vestfirðir 27.994 15.977 -43 249.524 203.852 -18
Norðurland 41.270 19.066 -54 332.421 259.684 -22
Austurland 15.751 7.198 -54 109.011 93.011 -15
Suðurland 86.693 25.070 -71 892.207 701.662 -21
Þjóðerni
Íslendingar 38.164 74.801 96 430.633 434.423 1
Erlendir gestir 382.156 15.055 -96 4.012.226 3.023.241 -25

Á 12 mánaða tímabili, frá júlí 2019 til júní 2020, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 3.458.000 sem er 22% fækkun miðað við sama tímabil árið áður.

Lýsigögn
Gistináttatölur fyrir hótel koma úr gistináttagrunni Hagstofu Íslands. Frekari lýsigögn um fjölda gististaða, gesta og gistinátta má nálgast á vef Hagstofunnar.

Allar tölur fyrir árið 2020 eru bráðabirgðatölur nema gistináttatölur hótela, en fyrir þau eru bráðabirgðatölur fyrir júní 2020. Áætlun fyrir aðrar tegundir gististaða er um þessar mundir háð meiri óvissu en vanalega fyrir tilstilli örra breytinga á framboði og nýtingu og því rétt að taka þeim tölum með sérstökum fyrirvara þar til endanlegar tölur liggja fyrir í lok árs.

Talnaefni

Halda áfram að lesa

Hagstofan

Atvinnuleysi dregst saman um 2,8 prósentustig á milli mánaða

Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands var atvinnuleysi 5,8% í maí 2021. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 77,9% og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi 72,2%. Samanburður við apríl 2021 sýnir að árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka dróst saman um 1,0 prósentustig á milli mánaða á meðan árstíðaleiðrétt atvinnuleysi dróst saman um 2,8 prósentustig á milli mánaða. Leitni atvinnuleysis hefur verið frekar stöðug síðustu sex mánuði á meðan leitni atvinnuþátttöku jókst um 0,8 prósentustig. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra einstaklinga á aldrinum 16-24 ára dróst saman um 13,7 prósentustig á milli mánaða.

Samkvæmt mælingu vinnumarkaðsrannsóknar voru 210.600 (±6.900) einstaklingar á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í maí 2021 sem jafngildir 80,0% (±2,6) atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu voru 192.900 (±5.700) starfandi og 17.600 (±3.800) án atvinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 73,3% (±3,0) og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli 8,4% (±1,8). Starfandi á íslenskum vinnumarkaði unnu að jafnaði 35 (±1,2) stundir í maí 2021. Samanburður við maí 2020 sýnir að hlutfall starfandi jókst um 3,5 prósentustig á milli ára og hlutfall atvinnulausra dróst saman um 3,3 prósentustig.

Áætlað er að 36.500 einstaklingar hafi haft óupfyllta þörf fyrir atvinnu í maí 2021 sem jafngildir 16,6% af vinnuafli og mögulegu vinnuafli. Af þeim voru 48,4% atvinnulausir, 16,1% tilbúnir að vinna en ekki að leita, 10,5% í vinnuleit en ekki tilbúnir að vinna og 25,0% vinnulitlir (starfandi í hlutastarfi sem vilja vinna meira). Samanburður við maí 2020 sýnir að hlutfall þeirra sem hafa óuppfyllta þörf fyrir atvinnu hefur lækkað um 3,3 prósentustig á milli ára. Leitni slaka hefur staðið í stað síðustu þrjá mánuði í 14,4% en hefur þó lækkað um 1,1 prósentustig á síðustu sex mánuðum.

Samtala undirliða kann að vera ósamhljóða heildarniðurstöðu vegna þess að tölur eru námundaðar að næsta hundraði.

Um gögnin
Niðurstöður vinnumarkaðsrannsóknar fyrir maí 2021 ná til fjögurra vikna, frá 3. maí til og með 30. maí. Í úrtak völdust af handahófi 1.536 einstaklingar á aldrinum 16-74 ára með lögheimili á Íslandi. Þegar frá eru taldir þeir sem voru látnir eða búsettir erlendis var nettóúrtakið 1.516 einstaklingar. Alls fengust nothæf svör frá 996 einstaklingum sem jafngildir 65,7% svarhlutfalli.

Talnaefni

Halda áfram að lesa

Hagstofan

Landsframleiðsla á mann á Íslandi 25% meiri en í Evrópusambandinu

Landsframleiðsla á mann á Íslandi var 25% meiri en í Evrópusambandinu árið 2020 (ESB-27, skilgr. 2020). Einstaklingsbundin neysla á mann á Íslandi var 24% meiri að jafnaði innan sambandsins á síðasta ári og verðlag á mat og drykk 29% hærra. Talnaefni hefur verið uppfært.

Halda áfram að lesa

Hagstofan

Leiðrétt frétt: Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 0,6%

Flýtileið yfir á efnissvæði