Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Góður árangur á öðrum keppnisdegi EYOF

26.07.2022

Öðrum keppnisdegi EYOF í Banská Bystrica er nú lokið. Keppni hélt áfram í sundi, badminton og handknattleik á leikunum í dag og hófst einnig keppni í fimleikum og hjólreiðum. Þeir Sigurður Ari Stefánsson, Lúkas Ari Ragnarsson og Ari Freyr Kristinsson í fimleikunum kepptu í liða og fjölþrautarúrslitum og freistuðu þess á sama tíma að komast inn í úrslit á einstökum áhöldum sem fara fram á föstudag og laugardag. Hafa þeir nú lokið keppni en heilt yfir gekk keppni vel og stóðu strákarnir sig frábærlega gegn sterkum andstæðingum.  Bestan árangur íslensku strákanna í dag átti Sigurður Ari með 69.350 stig í fjölþraut.  

Hjólreiðafólkið hóf einnig keppni í dag. Sigríður Dóra Guðmundsdóttir keppti í tímatöku þar sem hjólaðir voru 8,4 km. Það var smá rigning í upphitun og í keppninni sjálfri hjá stúlkunum en það voru 78 stúlkur sem tóku þátt í tímatökunni. Keppendur voru ræstir með mínútu millibili og kláraði Sigríður á 15:05 mínútum. Þeir Brynjar Logi Friðriksson og Ísak Gunnlaugsson kepptu einnig í tímatöku í sömu braut og hjá stúlkunum. Þegar kom að keppni hjá strákunum byrjaði úrhellisrigning en strákarnir okkar létu það ekki á sig fá og kláraði Brynjar á 13:05 mínútum og Ísak á 12:28 mínútum. Vel gert hjá hjólreiðafólkinu sem keppir aftur á fimmtudag en þá í 

Í sundhöllinni hóf Ýmir Chatenay Sölvason daginn á 100m skriðsundi sem hann synti á 54.50 sekúndum og hafnaði í 39. sæti. Birnir Freyr Hálfdánarson tók síðan við í 200m fjórsundi og synti sig inn í undanúrslit á 2:07.52 mínútum sem er bæting á hans besta tíma. Seinni hluta dags stakk Birnir sér aftur til sunds í undanúrslitum synti þar á 2:05.90 mínútum og fer hann með hraðasta tíman inn í 8 manna úrslitin sem fara fram á morgun kl. 18:58 á staðartíma. Hann bætti einnig unglingamet Kristins Þórarinssonar frá 2014, sem var 2:06.30 mínútur. Íslenska boðsundssveitin í blönduðu 4x100m skriðsundi stakk sér einnig til sunds í morgun, en þar syntu þau Ýmir Sölvason, Birgir Hálfdánarson, Ylfa Lind Kristmannsdóttir og Nadia Djurovic mjög vel og höfnuðu í 17. sæti.

Lilja Bu og Máni Berg héldu keppni áfram í dag í badmintoninu og stóðu sig vel. Lilja spilaði fyrsta leik gegn Fjojona Janko frá Albaníu og sigraði mjög örugglega 21/1 og 21/4. Seinni leikurinn var á móti Anna Kovalenko frá Úkraínu sem hafði betur gegn Lilju Bu, 16/21 og 11/21. Máni Berg spilaði fyrsta leik gegn Manvel Harutyunyan frá Armeníu. Leikurinn var mjög jafn en tapaði Máni fyrstu lotunni 18/21, sigraði aðra lotuna 21/13 en tapaði þriðju lotunni 16/21. Seinni leikurinn var við Baton Haxhiu frá Kósóvu og sigraði Máni þann leik örugglega 21/3 og 21/7. Máni og Lilja eiga tvenndarleik á fimmtudag á móti Salomon Thomasen og Maria Hojlund frá Danmörku og má eiga von á hörkuleik. 

Íslensku strákarnir í handknattleiksliðinu börðust hart gegn Dönum í dag. Leikurinn var nokkuð jafn framan af og var staðan í hálfleik 10:11 Dönum í hag. Í seinni hálfleik náðu Danir að auka forskotið og sigruðu íslensku strákan 20:30. Strákarnir eiga leik á morgun gegn Spánverjum í síðasta leik riðlakeppninnar.

Stemningin í Banská Bystrica er frábær og eru íslensku ungmennin til fyrirmyndar innan keppni sem utan. 

Myndir frá setningarhátíð og fyrstu keppnisdögunum er hægt að nálgast hér á myndasíðu ÍSÍ. 

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Viltu vera með okkur í liði?

24.09.2022

ÍSÍ leitar að fólki í spennandi störf.

Afreksstjóri

Viltu vera drifkrafturinn í að skapa umhverfi fyrir íslenskt afreksíþróttafólk sem stenst alþjóðlegan samanburð?

Starfssvið:

 • Ábyrgð og umsjón með verkefnum á sviði afreksíþrótta
 • Ábyrgð og umsjón með undirbúningi og þátttöku Íslands í Ólympíuleikum og öðrum ólympískum verkefnum
 • Umsjón með Afreksstefnu ÍSÍ
 • Ráðgjöf varðandi afreksstefnur sérsambanda
 • Alþjóðleg samskipti í tengslum við afreksíþróttir og Ólympíuhreyfinguna
 • Önnur tilfallandi verkefni

Rekstararstjóri

Ert þú aðilinn sem getur haldið utan um mörg flókin verkefni og hefur gaman að fjölbreyttum áskorunum á sviði íþróttastarfs?

Starfssvið:

 • Daglegur rekstur skrifstofu ÍSÍ
 • Áætlanagerð og uppgjör verkefna
 • Rekstur Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal
 • Sjóðir og styrkveitingar á vegum ÍSÍ
 • Umsóknir í alþjóðlega sjóði
 • MarkaðsmálStarfsmannamál
 • Önnur tilfallandi verkefni

Verkefnastjóri kynningarmála

Ertu aðilinn til að efla kynningarmál sambandsins og gera stafræna miðlun ÍSÍ aðgengilega og áhugaverða?

Starfssvið:

 • Ábyrgð og umsjón með kynningarmálum og miðlum ÍSÍ
 • Umsjón með texta og efni á heimasíðum og samfélagsmiðlum
 • Útgáfa fréttabréfs ÍSÍ
 • Umsjón með myndasafni ÍSÍ og öðru útgefnu efni ÍSÍ
 • Samræming útlits á útgefnu efni
 • Samskipti við auglýsingastofur og prentaðila varðandi auglýsingar og kynningarefni
 • Önnur tilfallandi verkefni

Allar nánari upplýsingar ym störfin eru á hagvangur.is 

Umsjón með störfunum hefur Sverrir Briem, [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 6. október nk.

Halda áfram að lesa

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Yfirlýsing varðandi stöðu mála í Úkraínu

23.09.2022

Norræn íþróttasamtök, ólympíunefndir og íþróttasamtök fatlaðra, héldu sinn árlega fund í Osló dagana 22. – 23. september sl. Á þeim fundi var eftirfarandi yfirlýsing samþykkt, varðandi stöðu mála í Úkraínu. Yfirlýsingin er til komin vegna nýjustu vendinga í stríði Rússa við Úkraínu síðustu daga og hótanir um beitingu kjarnorkuvopna.

Yfirlýsingin hefur þegar verið send til Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC), Heimssambands Ólympíunefnda (ANOC), Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra (IPC) og Evrópuhluta IPC (EPC).

Statement from the Nordic Olympic Committees, Paralympic Committees, and Sports Confederations on the escalating Russian aggression in Ukraine

The Nordic Olympic Committees, Paralympic Committees and Sports Confederations find the Russian invasion of Ukraine to be a blatant breach of international law.

The Russian aggression in Ukraine is escalating. Under these circumstances, it will be unacceptable to open up for Russian and Belarusian international sports participation. We stand firmly in our position. Now is not the right time to consider their return.

We call upon the Olympic and Paralympic Movement and all international sports organisations to continue to show solidarity with the Ukrainian people and the demand for peace. We give our full support to the recommendations of no participation of all Russian and Belarusian athletes and officials in international sports.

This statement has been approved by the Presidents of the following organisations:

Denmark: 
Danish Olympic Committee and Confederation of Sports, Hans Natorp
Danish Paralympic Committee, John Petersson

Finland:
Finnish Olympic Committee, Jan Vapaavuori
Finnish Paralympic Committee, Sari Rautio

Iceland:
The National Olympic and Sports Association of Iceland, Lárus Blöndal
The National Paralympic Committee of Iceland, Thordur Arni Hjaltested

Norway:
Norwegian Olympic and Paralympic Committee and Confederation of Sports, Berit Kjøll

Sweden:
Swedish Olympic Committee, Mats Årjes
Swedish Confederation of Sports, Björn Eriksson
Swedish Paralympic Committee, Åsa Llinares Norlin

Greenland:
The Sports Confederation of Greenland, Nuka Kleemann

Faroe Islands:
Faroese Confederation of Sports and Olympic Committee, Elin Heðinsdóttir
Faroe Islands Paralympic Committee, Petur Elias Petersen

Åland:
Åland Islands Sports Federation, Anders Ingves

Halda áfram að lesa

Íþrótta og ólympíu samband Íslands

Fararstjórafundur vegna Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar

23.09.2022

Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar verður haldin í Friuli Venezia Giulia dagana 21. – 28. janúar næstkomandi.  Friuli Venezia Giulia er hérað í norðausturhluta Ítalíu með landamæri að Slóveníu og Auturríki. Leikarnir fara fram á stóru svæði í héraðinu og fer hluti af keppninni einnig fram í Slóveníu og Austurríki. Keppendur munu dvelja í þrem mismunandi þorpum, allir eins nálægt keppnisaðstöðu í sínum íþróttagreinum og hægt verður.

Nú í vikunni fór fram fararstjórafundur vegna leikanna. Fararstjórar fengu kynningu á helstu atriðum er snúa að leikunum, t.d. aðstöðu, skipulagi og dagskrá og fengu að skoða alla keppnisaðstöðu. Fulltrúar ÍSÍ á fundinum voru Brynja Guðjónsdóttir og Kristín Birna Ólafsdóttir sem verða fararstjórar á leikunum. Á fundinum var einnig Líney Rut Halldórsdóttir sem er formaður EOC EYOF Commission, sem er yfirnefnd yfir Ólympíuhátíðum Evrópuæskunnar.

Íslendingar verða með keppendur í alpagreinum, skíðagöngu, listskautum og á snjóbretti.

Meðfylgjandi eru myndir af fulltrúum ÍSÍ á fundinum sem og yfirlitsmynd yfir það svæði þar sem keppni á leikunum mun fara fram.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin