Heilsa

Gosmóða sunnan- og vestanlands

Útsýni til Esjunnar og Akrafjalls frá Reykjavík núna í morgun. Akrafjallið sést varla. Mynd: Þorsteinn Jóhannsson

30. apríl.2021 | 12:50

Gosmóða sunnan- og vestanlands

Síðustu daga hefur gráblá móða legið yfir víða sunnan- og vestanlands. Þetta er gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi. Helsta mengunarefnið sem kemur upp í gosinu er brennisteinsdíoxíð (SO2). Það er gastegund og hún ein og sér veldur ekki svona mikilli móðu. En í hægviðrinu síðustu daga hefur hluti gosmakkarins verið að berast fram og til baka fyrir sunnan land og hefur öðru hvoru borist aftur yfir landið. Þegar berst yfir landið gosmökkur sem er ekki að berast beint frá eldstöðinni heldur hefur verið á ferðinni einhverja daga, hafa orðið efnahvörf í gosmekkinum þannig að hluti SO2 hvarfast yfir í SO4 sem eru brennisteinsagnir. Hluti af því brennisteinsgasi sem kom upp með eldgosinu er því ekki lengur á gasformi heldur agnaformi. Brennisteinsgas í lágum styrk dregur óverulega úr skyggni en það gera hins vegar þessar örsmáu brennisteinsagnir. Þær draga verulega úr skyggni og það er skýringin á móðunni sem hefur verið yfir öðru hvoru síðustu daga.

Tengsl brennisteinsgassins (SO2) og og brennisteinsaganna (SO4) mátti sjá greinilega á nokkrum loftgæðamælistöðvum í gær, m.a. á mælistöðinni í Dalsmára í Kópavogi. Þar sem SO4 er á agnaformi, ekki gasformi mælist það á svifryksmælum. Þar mátti sjá að sveiflur í SO2 og örfínu svifryki (PM1) voru í takt. Það skýrist af því að yfir stöðina var að berast gosmökkur þar sem hluti brennisteinsgasinu hafði hvarfast yfir í brennisteinsagnir.

Hér má sjá módelútreikninga frá Veðurstofu Íslands á því hvar má búast við lágum gildum SO2 kl 9 í morgun. Óvenjuleg útbreiðsla gosmakkarins skýrist af því að hann var ekki að berast yfir landið beint frá eldstöðinni heldur barst fyrst til suðurs í hægviðri og er að koma til baka. Þetta er gosmökkur sem eru um sólarhrings gamall.

Móðuharðindin 1783 drógu nafn sitt af svona gosmóðu. Skaftáreldar voru hins vegar margfallt stærra gos. Kvikumagn í Geldingadölum á hverri sekúndu er nálgægt því að vera 1/500 af því sem var í Skáftareldum.

Heilsa

Útgáfa á starfsleyfi Benchmark Genetics Iceland hf. Kirkjuvogi

12. maí.2021 | 14:01

Útgáfa á starfsleyfi Benchmark Genetics Iceland hf. Kirkjuvogi

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Benchmark Genetics Iceland hf. Kirkjuvogi. Um er að ræða landeldi í Kirkjuvogi, Höfnum þar sem hámarks lífmassi á hverjum tíma má ekki fara yfir 90 tonn. Starfsleyfið hefur nú verið afhent rekstaraðila ásamt rekstarleyfi Matvælastofnunar.

Tillaga að starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 24. febrúar 2021 til og með 26. mars 2021 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engin athugasemd barst stofnuninni vegna tillögunnar á auglýsingatíma. Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl
Ákvörðun um útgáfu Benchmark Genetics Iceland hf. Kirkjuvogi
Starfsleyfi Benchmark Genetics Iceland hf. Kirkjuvogi.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Uppfærð skilyrði vegna heimildar fjölmiðla um akstur utan vega að gosstöðvum

12. maí.2021 | 11:11

Uppfærð skilyrði vegna heimildar fjölmiðla um akstur utan vega að gosstöðvum

Í ljósi aðstæðna á svæði við gosstöðvar í Geldingadölum hefur Umhverfisstofnun uppfært skilyrði í heimild fjölmiðla vegna aksturs utan vega að gosstöðvunum samanber eftirfarandi: 

Leyfi fyrir fjölmiðla vegna aksturs utan vega að gosstöðvunum
Á grundvelli 2. mgr. 31. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 heimilar Umhverfisstofnun fjölmiðlum, sbr. 2. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011, fyrir sitt leiti akstur utan vega að gosstöðvum í Geldingadölum eftir leið um Einihlíðar og Meradali vegna kvikmyndatöku sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt. 

Merktar gönguleiðir eru að gosstöðvunum og skulu þær almennt notaðar. Þessi  heimild skal aðeins nýtt ef búnaður til kvikmyndatöku er of þungur til að hægt sé að bera hann á tökustað. 

Heimildin er bundin eftirfarandi skilyrðum: 

  • Allar ferðir skulu tilkynntar til vettvangsstjórnar á svæðinu og skal fylgja fyrirmælum hennar í hvívetna. 
  • Vettvangsstjórn er heimilt að takmarka eða loka fyrir aðgengi að svæðinu, s.s. vegna öryggis, veðurs, aðstæðna eða fjölda bíla á svæðinu. 
  • Ökutæki sem notuð eru við verkefni skulu vera að lágmarki á 38“ dekkjum og hleypa skal úr dekkjum til að takmarka ummerki eftir aksturinn. 
  • Ökumenn skulu hafa reynslu af akstri við krefjandi aðstæður. 
  • Aðeins skal nota þessa heimild ef brýna nauðsyn ber til. 
  • Takmarka skal fjölda ferða og farartækja eins og kostur er.
  • Hverjum aðila er aðeins heimilt að aka leiðina einu sinni fram og til baka á dag.
  • Allar ferðir skulu skráðar á heimasíðu Umhverfisstofnunar 


Ákvörðunin gildir til 26. maí 2021.

Umhverfisstofnun mun breyta ákvörðuninni ef aðstæður á svæðinu breytast.
Nánari upplýsingar er að finna hér. 

Halda áfram að lesa

Heilsa

Aðalfundur Spítalans okkar 2021 þriðjudaginn 25. maí

Aðalfundur landsamtakanna Spítalinn okkar verður haldinn þriðjudaginn 25. maí 2021. Fundurinn verður  í stóra salnum á Nauthól , Nauthólsvegi 106, og hefst kl. 16:00.

Dagskrá

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Lagabreytingar
5. Ákvörðun félagsgjalds
6. Kosning stjórnar og tveggja skoðunarmanna reikninga
7. Önnur mál.

Stutt málþing verður haldið að loknum aðalfundarstörfum – dagskráin verður birt síðar.
Á fundinum verður fylgt tilmælum um sóttvarnir.

Vefur Spítalans okkar

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin