Connect with us

Landsspítali

Greiningartæki fyrir heilabilun fékk Vísinda- og nýsköpunarverðlaunum HÍ

Published

on

Þrívítt myndgreiningartól sem er byggt á gervigreind og ætlað að auðvelda og flýta greiningu á heilabilun fékk Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands sem afhent voru í maí 2020.

Vísinda- og nýsköpunarverðlaun HÍ hétu áður Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands og voru nú veitt í 22. sinn. Keppnin er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, Árnason|Faktor, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Auðnu-tæknitorgs. Hún er ætluð bæði starfsfólki og stúdentum af öllum fræðasviðum Háskóla Íslands og bárust alls 38 tillögur að þessu sinni sem er metfjöldi.

Greiningartækið fyrir heilabilun sigraði í flokknum Tækni og framfarir. Tækið á að veita læknum nákvæmar rauntímamælingar á mismunandi heilasvæðum sem talið er að tengist heilabilun.  Verkefnið nefnist „Sjálfvirk merking heilamynda til bestunar á klínísku notagildi myndgreiningar“ og hlutu aðstandendur þess samanlagt þrjár milljónir króna í verðlaunafé. Að verkefninu standa Lotta María Ellingsen, dósent við rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands, Hans Emil Atlason, doktorsnemi við sömu deild, og Áskell Löve, lektor við læknadeild og taugaröntgenlæknir á Landspítala.

Nánar á vef Háskóla Íslands

Continue Reading

Heilsa

Frá forstjóra Landspítala og landlækni um endurmenntun og endurþjálfun starfsfólks í íslenskri heilbrigðisþjónustu

Published

on

Um endurmenntun og endurþjálfun starfsfólks í íslenskri heilbrigðisþjónustu

Vegna fyrirspurna sem stofnunum okkar hafa borist vilja undirrituð taka eftirfarandi fram:

Meðferð kvörtunarmáls, sem til umræðu hefur verið í fjölmiðlum undanfarna daga og tengist lækni er starfaði áður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og hefur að undanförnu verið í endurmenntun og endurþjálfun hjá Landspítala, er lokið af hálfu Embættis landlæknis. Fram hefur komið að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur tilkynnt atvik til lögreglu lögum samkvæmt og er það til meðferðar þar. Landspítali mun fylgjast með framvindu þess og bregðast við eftir því sem við á.

Hvorki Embætti landlæknis né Landspítali mega án lagaheimildar fjalla opinberlega um málefni einstaklinga eða starfsfólks.

Mörg fordæmi eru fyrir því að heilbrigðisstofnanir taki heilbrigðisstarfsfólk til endurmenntunar ef bæta þarf faglega þekkingu og þjálfun. Skipulag endurmenntunar af þessu tagi er ætíð í föstum skorðum. Þegar um er að ræða lækna sem ekki hafa lengur lækningaleyfi þá starfar það fólk aldrei sem læknar heldur sem aðstoðarfólk á ábyrgð fagaðila. Þjálfunarferlið er virkt og er frammistaða metin reglulega. Almennt gildir að þegar vel tekst til getur einstaklingur lagt inn umsókn um endurveitingu leyfis og sem Embætti landlæknis tekur þá til meðferðar þar sem metið er hvort ástæður sem leiddu til þess að viðkomandi er ekki lengur með leyfi eigi ekki lengur við.

Hagsmunir, þarfir og öryggi sjúklinga eru leiðarljós í allri íslenskri heilbrigðisþjónustu. Lög um réttindi sjúklinga segja að sjúklingar eigi rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita, miðað við ástand þeirra og horfur á hverjum tíma. Endurmenntun heilbrigðisstarfsfólks miðast meðal annars við að mæta þessum lagaákvæðum.

Virðingarfyllst,

Alma Dagbjört Möller landlæknir
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala

Continue Reading

Heilsa

Frá farsóttanefnd 25. febrúar 2021

Published

on

Frá farsóttanefnd:

Landspítali er á óvissustigi.

Á Landspítala eru nú:

Enginn sjúklingur er inniliggjandi með virkt Covid-19 smit en 8 sem hafa lokið einangrun
– Enginn er á gjörgæslu
18 andlát hafa orðið á Landspítala í 3. bylgju
17 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, ekkert barn

Continue Reading

Heilsa

Forgangsraðað á bráðamóttöku vegna mikils álags

Published

on

Mikið álag er nú á Landspítala, einkum bráðamóttöku, vegna mikils fjölda sjúklinga sem leitað hefur til spítalans síðustu daga. Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika.

Fyrsti viðkomustaðurinn

Fólk með minni veikindi og líkamstjón ætti alltaf að leita fyrst til sinnar heilsugæslu eða Læknavaktarinnar í Austurveri, ef kostur er. Þar er fólki sinnt og það greint –  vísað síðan til Landspítala ef þörf krefur.

Góð þjónusta hjá heilsugæslu

Heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu eru nítján talsins. Þær eru flestar opnar kl. 8:00-16:00 og allar með síðdegisvakt að minnsta kosti frá kl. 16:00-17:00, mánudaga til fimmtudaga. Margar stöðvar eru jafnframt með vakt til kl. 18:00 á virkum dögum. Nánari upplýsingar um þjónustutíma er að finna á vef hverrar heilsugæslustöðvar.

Langur biðtími á bráðamóttöku

Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum reglulega forgangsraðað eftir bráðleika vegna álags og aðflæðis. Við slíkar aðstæður á Landspítala getur fólk sem er ekki í bráðri þörf þurft að bíða lengi eftir þjónustu eða verið vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina í Austurveri.

19 heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu

Hentugan lista yfir fimmtán heilsugæslustöðvar er að finna hérna

Einkareknar heilsugæslustöðvar eru síðan starfræktar í fjórum hverfum höfuðborgarsvæðisins og þær eru hérna:

Heilsugæslan Höfða
Heilsugæslan Lágmúla
Heilsugæslan Salahverfi
Heilsugæslan Urðarhvarfi

Kvöld- og helgarvakt læknavaktar

Læknavaktin í Austurveri við Háaleitisbraut er með opna móttöku alla virka daga kl. 17:00-23:30 og um helgar frá kl. 9:00-23:30.

Símavakt allan sólarhringinn

Hjúkrunarfræðingar eru á vakt allan sólarhringinn í símum 1770 og 1700 og sinna faglegri símaráðgjöf og vegvísun í heilbrigðiskerfinu fyrir allt landið. Í vegvísun er lögð áhersla á að nýta þá þjónustu sem er í boði á hverjum stað, koma málum í réttan farveg og meta hvort þörf er á frekari þjónustu.

Þjónustuvefsjá á Heilsuveru

Á Heilsuveru er þjónustuvefsjá þar sem einfalt er að finna næstu heilsugæslustöð og þá þjónustu sem í boði er um land allt. Heilsuvera er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Þar er einnig að finna öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá. Heilsuvera er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis.

Bráðamóttaka Landspítala

Vefsvæði bráðamótttökunnar í Fossvogi er hérna

Continue Reading

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2020 Tíðin