Innlent

Guðlaugur Þór áréttaði mikilvægi einkageirans á fundi Alþjóðabankans

Framþróun einkageirans og græn uppbygging í þróunarlöndum voru helsta umfjöllunarefnið á ráðherrafundi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum sem fram fór í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra lagði þar sérstaka áherslu á mikilvægi þess að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki í þróunarlöndunum og að viðspyrnuaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins nái til kvenna.

Ráðherrafundurinn var haldinn í tengslum við vorfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sérstakur gestur fundarins var Makhtar Diop, nýr framkvæmdastjóri Alþjóðalánastofnunarinnar (IFC) en hann tók við stöðunni í byrjun mars á þessu ári. Fundarstjórn var í höndum Geirs H. Haarde, aðalfulltrúa ríkjanna átta í stjórn Alþjóðabankans, en Ísland leiðir nú kjördæmastarfið.

Á fundinum ræddu Diop og ráðherrarnir meðal annars um framtíðarsýn IFC og áskoranir og tækifæri fram undan í tengslum við helstu áherslur kjördæmisins. „Mikilvægi einkageirans í grænni enduruppbyggingu í þróunarlöndum verður seint ofmetið. Í því sambandi er stuðningur við lítil og meðalstór fyrirtæki sérstaklega aðkallandi, þar sem slík fyrirtæki sjá stórum hluta íbúa í lágtekjuríkjum fyrir atvinnu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.

Á fundinum hvatti ráðherra IFC jafnframt til góðra verka á sviði jafnréttismála í öllum fjárfestingum og verkefnum sínum. „Ég áréttaði sérstaklega þýðingu þess að viðbragðsaðgerðir stofnunarinnar vegna heimsfaraldursins nái til kvenna en hann hefur haft gríðarlega neikvæð áhrif á lífsafkomu þeirra,“ segir Guðlaugur Þór.

Þá vakti ráðherra athygli á tækifærum sem felast í „bláa“ hagkerfinu og möguleikum þess að skapa störf í geirum sem tengjast hafinu og hlutverk IFC í því samhengi. Að lokum kom hann inn á mikilvægi einkageirans í orkuskiptum þróunarlanda og undirstrikaði mikilvægi hreinna og sjálfbærra orkugjafa s.s. jarðhita og vatnsafl og hvatti IFC til að taka virkan þátt í verkefnum á þessu sviði.  

Kjördæmi Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá bankanum hefur talað fyrir mikilvægi þess að IFC auki fjárfestingar sínar í fátækustu ríkjum heims sem og að allar fjárfestingar og verkefni styðji við ný störf og auknar fjárfestingar einkageirans í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Umræður fundarins sneru sérstaklega að því hvernig IFC geti stuðlað að fjárfestingum til að tryggja græna og bætta enduruppbyggingu eftir COVID-19.

IFC er sú stofnun Alþjóðabankasamsteypunnar sem styður við framþróun einkageirans í þróunarlöndum, t.d. með ráðgjöf, lánveitingum til fjárfesta og með hlutafé. Hlutverk IFC er fyrst og fremst að styðja við verkefni sem hafa gildi fyrir efnahags- og félagslega framþróun í hlutaðeigandi landi sem einkageirinn hefur ekki sýnt áhuga eða talið of áhættusöm, en fjárfestingar einkafyrirtækja í fátækustu og óstöðugustu ríkjunum er mikil áskorun, ekki síst í ríkjum þar sem innviðir og stjórnarfar er veikt.

Þá gegnir IFC mikilvægu hlutverki í COVID-19 viðbragðsaðgerðum Alþjóðabankans. Í upphafi faraldursins tilkynnti stofnunin að hún myndi setja átta milljarða Bandaríkjadala í aðgerðir til að styðja við einkageirann í þróunarlöndum, m.a. með því að standa vörð um og skapa ný störf þar sem opinbert þróunarfé er langt frá því að vera nægilegt til að mæta þeim efnahagslegu áskorunum sem þróunarlönd standa frammi fyrir. IFC hefur einnig sett fjóra milljarða Bandaríkjadala í sérstaka fjármögnunarleið (e. Global Health Platform) sem ætlað er að styðja við aukið framboð á lækningatækjum og -búnaði ásamt því að efla staðbundna framleiðslugetu í þróunarlöndum, m.a. á bóluefnum.

Í tengslum við ársfundina eru fjórir meginviðburðir opnir fyrir almenning og er hægt nálgast frekari upplýsingar um þá hér:  https://live.worldbank.org/

Innlent

Ávarp á fundi norrænna og afrískra ráðherra um græna atvinnuuppbyggingu

SPRING MEETINGS 2021 EVENT:

BUILDING BACK BETTER AND GREENER – SUPPORTING SUSTAINABLE GROWTH THROUGH JOB CREATION

I would like to start by expressing my gratitude to my colleagues from Denmark and Sweden and the World Resources Institute for organizing this interesting event. It is important that we continue to engage with our African partners, the Multilateral Development Banks, and UN Institutions regarding how we ensure sustainable and inclusive growth, post-Covid.

We have an opportunity to focus on creating green jobs when rebuilding our economies and thereby support green and blue growth and address climate change. Green, resilient, and inclusive recovery will not be successful without a strong private sector, the protection and creation of jobs and by increasing innovative efforts to mobilize private capital. Focus on small and medium sized enterprises is of key importance, as these are often the largest source of employment in low-income countries.

We appreciate the swift response of international organizations and would like to underline the key role of the MBDs in response and recovery efforts. On that note we welcome the WBG paper on GRID and its emphasis on job creation and private sector solutions. In line with the joint Nordic approach to Building Back better and Greener we recently took on a role as a Global Champion for the UN High-Level Dialogue on Energy to be held in September.

We will champion the theme of Enabling SDGs through Inclusive, Just Energy Transition, which is key to achieving the objectives of many, if not most of the SDGs. This theme will focus on maximizing the positive impacts of an inclusive and just energy transitions on the achievement of the SDGs, including on gender equality, job creation, youth empowerment, agriculture, and food systems.

Investing in sustainable energy provides an opportunity to create green jobs for and to empower women and youth, the groups that are in many aspects most impacted by the pandemic. We have long championed gender equality in the transition to sustainable energy production and energy use. This is particularly important in the context of the pandemic where economic fallout has had a negative effect on gender equality, which must be addressed.

Let me also mention the role of sustainable energy in sustainable food systems, both “green” and “blue”. We have a long history of utilizing sustainable energy in food production, processing, and value addition in fisheries and agriculture which has greatly increased GDP and created more valuable jobs. Job creation in the sustainable blue economy is of particular importance for small island developing states and coastal low-income countries. The MDBs will have a crucial role in realizing this agenda and ensuring its success.

I am optimistic that by being innovative in our approach and engaging with the private sector we can succeed in Building Back Better and greener.

Thank you for your attention.

Ávarpið var flutt á fjarfundi norrænna og afrískra ráðherra 16. apríl 2021

Halda áfram að lesa

Innlent

EuroCommerce skorar á evrópsk stjórnvöld

EuroCommerce, samtök smásölu- og heildverslunar í Evrópu, í samvinnu við UNI Europe, sem eru samtök launafólks í Evrópu, hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem skorað er á evrópsk stjórnvöld að styðja við verslunarfyrirtækin með því að efla stafræna hæfni fyrirtækja og starfsfólks í verslunum. Skilaboðin bæði til Evrópusambandsins og ríkisstjórna í álfunni eru skýr:

Við höfum staðið vaktina í heimsfaraldri, nú er komið að ykkur að styðja verslunargeirann í stafrænni hæfni og umbreytingu.

Þetta er í fullkomnu samræmi við hvatningu SVÞ og VR til stjórnvalda um að styðja við íslensk fyrirtæki og starfsfólk þeirra í þessari stóru umbreytingu. Eins og kunnugt er hafa þessi tvö samtök, ásamt Háskólanum í Reykjavík, leitað eftir stuðningi stjórnvalda við að koma á klasasamstarfi um eflingu stafrænnar hæfni. Er það von þeirra sem að verkefninu standa að í framhaldinu komist á sem víðtækast og öflugast samstarf um eflingu stafrænnar hæfni í atvinnulífi og á vinnumarkaði almennt.

Í fréttatilkynningu EurocCommerce, sem lesa má í heild sinni hér, er m.a. haft eftir framkvæmdastjóra EuroCommerce, Christian Verschueren:

„Verslun snýst um fólk, þjónustu við fólk. Allir sem vinna í verslun hafa unnið hörðum höndum til að tryggja að neytendur hafi áreiðanlegt aðgengi að nauðsynjavörum nú í COVID-19 faraldrinum. Margir smásalar sem ekki selja matvöru hafa orðið fyrir miklum neikvæðum áhrifum af endurteknum og löngum lokunum í mörgum löndum. Faraldurinn hefur hraðað stafrænni umbreytingu og netsölu gríðarlega. Evrópusambandið og stjórnvöld í ríkjum Evrópu þurfa nú að hjálpa fyrirtækjunum okkar, sérstaklega litlum og meðalstórum fyrirtækjum, að byggja upp þá færni sem starfsfólki þeirra er nauðsynleg til að nýta sem best þessi stafrænu tól.”

Hér er um gríðarlegt hagsmunamál að ræða, eins og allir vita. Langflest fyrirtæki í verslun í Evrópu eru annað hvort lítil eða meðalstór og veita um 28 milljónum manna vinnu. Það skiptir því sköpum fyrir framtíð þessarar atvinnugreinar hvernig henni tekst að aðlaga sig að þeim stafrænu umbreytingum sem eru þegar skollnar á allt í kring um okkur. Stjórnvöld, hvar sem er í Evrópu, geta ekki setið hjá á þess að koma að þessari vegferð með atvinnulífinu. Þessi skilaboð geta ekki verið skýrari.

Halda áfram að lesa

Innlent

Mælt fyrir heildarlögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra heildarlaga um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Með frumvarpinu er lögð til sameining á löggjöf um umhverfismat framkvæmda og löggjöf um umhverfismat áætlana.

Sameining löggjafarinnar felur í sér aukinn skýrleika og betri yfirsýn, þar sem megininntak umhverfismats framkvæmda og áætlana er það sama. Verði frumvarpið að lögum verður málsmeðferð vegna umhverfismats framkvæmda líkari því sem þekkist í nágrannaríkjum Íslands.

Frumvarpið var unnið af starfshópi umhverfis- og auðlindaráðherra sem í áttu sæti, auk formanns, fulltrúar frá frjálsum félagasamtökum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samtökum atvinnulífsins, samgöngu– og sveitarstjórnarráðuneytinu, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og Skipulagsstofnun, en við vinnslu frumvarpsins var mikil áhersla lögð á víðtækt samráð við almenning og aðra hagsmunaaðila.

Verkefni starfshópsins var heildarendurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum með það að markmiði að auka skilvirkni í ákvarðanatöku og tryggja sem best aðkomu almennings og annarra hagsmunaaðila að ferlinu þannig að hún samræmist sem best ákvæðum Árósasamningsins.

Í frumvarpinu er að finna ýmis nýmæli í málsmeðferð umhverfismats. Meðal annars valkvætt forsamráð framkvæmdaaðila og stjórnvalda um ferli framkvæmdar. Þá er gert ráð fyrir notkun rafrænnar gáttar fyrir umhverfismat, skipulagsmál og leyfisveitingar. Reglur um málskot eru enn fremur einfaldaðar og heildarferli umhverfismats stytt frá núgildandi lögum m.a. með því að fallið er frá kröfu um frummatsskýrslu. Er þetta í samræmi við löggjöf nágrannaþjóða.

Lagðir eru til endurskoðaðir framkvæmdaflokkar með skýrleika í huga til að draga úr vafatilfellum um það hvaða framkvæmdir falli undir lögin. Samhliða er framkvæmdaflokkunum fækkað úr þrem í tvo þar sem fallið er frá notkun C-flokks framkvæmda þ.e. að framkvæmdir séu tilkynningarskyldar óháð stærð og staðsetningu. Framkvæmdaaðili eða leyfisveitandi getur einnig óskað álits Skipulagsstofnunar á því hvort endurskoða þurfi umhverfismat framkvæmdar að hluta eða í heild óháð þeim tíma sem liðinn er frá gerð álitsins. Þá er í frumvarpinu lagt til að skilyrði í áliti Skipulagsstofnunar um umhverfisáhrif framkvæmdar verði bindandi gagnvart leyfisveitanda og er það í samræmi við tilskipun ESB um umhverfismat framkvæmda. 

Frumvarp til laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin