Innlent

Hægt að sækja um meistarabréf stafrænt

Iðnaðarmenn sem öðlast meistararéttindi geta nú sótt um meistarabréf sín rafrænt eftir að opnað var  fyrir stafrænar umsóknir um meistarabréf í löggiltum iðngreinum á vefnum Ísland.is. Slóð á umsóknina má finna á https://island.is/meistarabref-idngrein 

Umsóknin er aðgengileg gegn innskráningu með rafrænum skilríkjum.

Sýslumenn hafa undanfarin misseri verið að bæta framboð stafrænnar þjónustu og í dag stendur almenningi m.a. til boða sjálfsafgreiðsla sakavottorða, viðtöl í gegnum fjarfundabúnað og rúmlega 50 stafræn form fyrir ýmsar umsóknir. Að auki hefur fyrsta áfanga rafrænna þinglýsinga verið hleypt af stokkunum með rafrænum aflýsingum.

„Þessi nýja þjónusta er eitt af þeim fjölmörgu skrefum sem sýslumenn hafa tekið til að bæta þjónustu, gera afgreiðslu skilvirkari og spara viðskiptavinum okkar sporin,“ segir Kristín Þórðardóttir formaður Sýslumannaráðs.

Aukið framboð rafrænna og stafrænna lausna er tilkomið vegna samvinnu sýslumannsembættanna við dómsmálaráðuneytið, Stafrænt Ísland, Þjóðskrá Íslands og ýmis hugbúnaðarfyrirtæki.

Þá eru viðskiptavinir embættanna eindregið hvattir til að kynna sér framboð annarra rafrænna lausna á vef sýslumanna, www.syslumenn.is sem og Ísland.is.

Almannavarnir

Óvissustig vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi Vestra

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjórana á Norðurlandi Vestra hafa ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Þessi ákvörðun er byggð á því að lítið hefur rignt á svæðinu undanfarið og veðurspá næstu daga sýnir heldur ekki neina úrkomu af ráði. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings.

Almenningur er hvattur til að sýna aðgát með opinn eld á þessum svæðum og öðrum þar sem gróður er þurr. Það þarf ekki mikinn neista til þess að af verði stórt bál.

Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112. Á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra má nálgast upplýsingar um ýmsar varnir til að draga úr hættu af gróðureldum https://www.almannavarnir.is/natturuva/eldhaetta/ og einnig inn á https://www.grodureldar.is/

Halda áfram að lesa

Alþingi

Forsætisnefnd afgreiðir erindi um siðareglumál

12.5.2021

Forsætisnefnd afgreiddi á fundi sínum 10. maí erindi sem henni barst 18. apríl sl. frá Birni Leví Gunnarssyni alþingismanni þar sem hann óskaði álits forsætisnefndar á því hvort ummæli hans í grein í Morgunblaðinu 3. apríl sl. stæðist siðareglur alþingismanna. Niðurstaða forsætisnefndar er birt í meðfylgjandi bréfi til Björn Levís Gunnarssonar

Var niðurstaðan sú að skilyrði brysti til þess að nefndin tæki erindið til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn, sbr. 1. málslið 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.

Halda áfram að lesa

Innlent

Landlæknir spurður út í bólusetningar vegna COVID-19

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir að landlæknir veiti upplýsingar um hvernig staðið hefur verið að leiðbeiningum og upplýsingagjöf vegna COVID-19 bólusetningar. Einkum með tilliti til þeirra sem, af heilsufarslegum ástæðum, telja ekki öruggt að þiggja tiltekið bóluefni.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin