Innlent

Hættuástandi afstýrt

21 September 2022 17:35

Í dag handtók lögreglan fjóra einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við yfirstandandi rannsókn. Rannsóknin er í höndum embættis ríkislögreglustjóra sem hefur það hlutverk að rannsaka öll þau brot sem snúa að landráði, broti gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess. Rannsóknin snýr meðal annars að skipulagðri glæpastarfsemi og viðamiklum vopnalagabrotum.


Vopnuð sérsveit ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðum ásamt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
. Tveir af þeim sem voru handteknir voru taldir vopnaðir og hættulegir. Það er mildi að engan sakaði í aðgerðum lögreglu en handtaka fór skjótt og vel fram. Vettvengur aðgerða hefur verið tryggður, hættuástandi afstýrt en viðbúnaður lögreglu var umfangsmikill og fóru aðgerðir fram víða á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal í Holtasmára í Kópavogi og í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ. Handtakan og ofangreinar aðgerðir lögreglu í dag eru hluti af yfirstandandi rannsókn lögreglunnar.

Við þökkum almenningi fyrir skilning á því að lögregla geti ekki veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu og fyrir að fylgjast vel með staðfestum upplýsingum um málið á www.logreglan.is en þær verða uppfærðar. Telji einhver sig hafa upplýsingar sem geta aðstoðað við rannsókn málsins má koma þeim til lögreglu með tölvupósti á [email protected], ef erindið er brýnt er númerið 112.

Nánari upplýsingar um málið,
Gunnar H. Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra.
[email protected]

Almannavarnir

Hættustigi aflýst á Austurlandi og Suðurlandi

Ríkislögreglutjóri í samráði við lögreglustjóra á Austurlandi og Suðurlandi aflýsir hættustigi almannavarna vegna veðurs sem fór yfir umdæmin 24.-26. september.  Engar veðurviðvaranir eru í gildi.

Halda áfram að lesa

Innlent

Vefútsending á morgun vegna yfirlýsingar fjármálastöðugleikanefndar og útgáfu Fjármálastöðugleika

27. september 2022

Fjármálastöðugleikanefnd. Frá vinstri eru Guðrún Þorleifsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Axel Hall, Ásgeir Jónsson formaður, Bryndís Ásbjarnardóttir, Guðmundur Kr. Tómasson, Unnur Gunnarsdóttir og Gunnar Jakobsson.
Fjármálastöðugleikanefnd. Frá vinstri eru Guðrún Þorleifsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Axel Hall, Ásgeir Jónsson formaður, Bryndís Ásbjarnardóttir, Guðmundur Kr. Tómasson, Unnur Gunnarsdóttir og Gunnar Jakobsson.

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar verður birt á vef Seðlabankans kl. 8.30 á morgun 28. september. Ritið Fjármálastöðugleiki verður birt á vefnum kl. 8.35. Klukkan 9.30 hefst vefútsending frá kynningunni vegna yfirlýsingar nefndarinnar. Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og kynna efni ritsins Fjármálastöðugleika.

Nánari upplýsingar um fjármálastöðugleika má finna sérstakri síðu, sjá hér.

Hér má finna tengla á útgefin rit, m.a. Fjármálastöðugleika.

Vefútsending verður aðgengileg hér (tengill settur hér von bráðar).

Halda áfram að lesa

Innlent

Styrkur veittur vegna norrænnar ráðstefnu um skýra upplýsingamiðlun stjórnvalda á viðsjárverðum tímum

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að veita 1.500.000 kr. af ráðstöfunarfé sínu til að styðja við framkvæmd ráðstefnu þar sem fjallað verður um samskipti stjórnvalda, stofnana og fyrirtækja við almenning þegar vá, t.a.m. heimsfaraldur eða náttúruhamfarir, steðjar að.

Yfirskrift ráðstefnunnar, sem fer fram dagana 11.-12. maí á næsta ári, er Klarsprog og kommunikation: Informationsformildling for alle i krisetider (ísl. Skýr upplýsingamiðlun stjórnvalda á viðsjárverðum tímum) og er hún hluti af norrænni ráðstefnuröð sem fjallar um mikilvægi skýrs og skiljanlegs málfars, einkum þegar kemur að upplýsingagjöf stjórnvalda til almennings.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum annast skipulag og framkvæmd ráðstefnunnar sem fer fram rafrænt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur opnunarávarp við upphaf ráðstefnunnar en aðalfyrirlesarar verða Kristín Jónsdóttir, eldfjalla- og jarðskjálftafræðingur og hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands, og Gabriella Sandström hjá sænsku lýðheilsustofnunni, Folkhälsomyndigheten. Auk þess verða fluttir 12-15 styttri fyrirlestrar frá fulltrúum allra Norðurlandanna.

Frekari upplýsingar er að finna á sérstöku vefsvæði Stofnunar Árna Magnússonar um viðburðinn.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin