Alþingi

Hálfrar aldar afmæli félagsstarfs í Jónshúsi

11.9.2021

Þann 12. september 2020 voru 50 ár frá upphafi félags- og menningarstarfs Íslendinga í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Vegna kringumstæðna í heimsfaraldri var ekki unnt að fagna þessum tímamótum fyrr en nú, tæpu ári síðar, laugardaginn 11. september 2021.

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, flutti hátíðarræðu í tilefni tímamótanna og Guðrún Þorsteinsdóttir talaði af hálfu notenda Jónshúss. Þá afhenti þingforseti Verðlaun Jóns Sigurðssonar fyrir árið 2021, en að þessu sinni féllu þau í hlut Auðar Hauksdóttur, prófessors emeritus. Auður hefur verið mikilvirk í rannsóknum á danskri menningu og danskri tungu sem erlendu máli og hefur lagt af mörkum ríkulegan skerf til skilnings á mikilvægi dönskukennslu í íslenska skólakerfinu og þeirri þýðingu sem danska hefur sem samskiptamál fyrir Íslendinga við aðrar norrænar þjóðir.

Sett hafa verið upp veggspjöld í Jónshúsi í tilefni afmælisins sem veita innsýn í sögu hússins og starfsemina þar á umliðnum fimmtíu árum, auk ljósmynda og fréttamynda sem birst hafa af Jónshúsi í dagblöðum. Þá má finna má fjölþættan sögulegan fróðleik á afmælisvef Jónshúss. Gestum var boðið upp á grillaðar pylsur og drykki og flutt voru tónlistaratriði af Íslendingum búsettum á Hafnarslóð.

Hús Jóns Sigurðssonar, Jónshús, er við Øster Voldgade númer 12 og hefur verið í eigu Alþingis frá árinu 1966, þegar Carl Sæmundsen stórkaupmaður og Johanne kona hans gáfu það Alþingi Íslendinga í minningu Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Carl Sæmundsen var borinn og barnfæddur á Íslandi þó að hann byggi og starfaði mestan hluta ævi sinnar í Kaupmannahöfn. Jónshús var formlega tekið í notkun 12. september 1970 sem félags- og menningarmiðstöð Íslendinga í Kaupmannahöfn og hefur þar síðan verið aðstaða fyrir fjölbreytt félagsstarf. Á 3. hæð Jónshúss er sýning helguð minningu Jóns og Ingibjargar, þar sem áður var heimili þeirra hjóna. Jafnframt eru í húsinu tvær íbúðir fræðimanna í Kaupmannahöfn.

JS-1

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, flytur ræðu sína.

JS-5

F.v. Helga Hauksdóttir sendirherra, Auður Hauksdóttir verðlaunahafi og Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis.

JS-4

Guðrún Þrastardóttir fulltrúi notenda Jónshúss.

JS-3Flutt voru sönglög.

JS-2-2Hátíðargestir.

 

 

Alþingi

Gögn undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa birt á vef


Skrifstofa AlþingisHafa samband,
101 Reykjavík,
Kt. 420169-3889,
Sími 563 0500,

Sjá á korti

Meðhöndlun persónuupplýsinga


Öllum fyrirspurnum, ábendingum og tillögum um vef Alþingis skal beint til [email protected].

Jafnlaunavottun

Halda áfram að lesa

Alþingi

Opinn fundur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa föstudaginn 15. október

14.10.2021

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa heldur opinn fund föstudaginn 15. október kl. 10:45. Gestir fundarins verða Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, og Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. Þau eru boðuð á fundinn til að fjalla um lögfræðileg álitaefni í tengslum við verkefni nefndarinnar um undirbúning rannsóknar fyrir kjörbréf.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi á meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér. 

Um opna fundi fer skv. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991 og X. kafla starfsreglna fastanefnda.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Nýkjörnir alþingismenn á kynningarfundi
12.10.2021Nýkjörnir alþingismenn sitja nú á kynningarfundi í Alþingishúsinu þar sem starfsfólk skrifstofunnar kynnir fyrir þeim þingstörfin, starfsaðstöðu þingmanna og þjónustu skrifstofunnar við þá.

IMG_9190

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin