Heilsa

Heilbrigðisráðherra átti fund með starfsfólki bráðamóttökunnar – Unnið að fjölmörgu til að mæta vanda hennar

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra átti fund með starfsfólki bráðamóttökunnar í Fossvogi 14. júní 2022 ásamt forstjóra Landspítala og fleiri stjórnendum spítalans. Tilgangur fundarins var fyrst og fremst að fara yfir þær aðgerðir sem unnið hefur verið að og framundan eru til að mæta alvarlegri stöðu á bráðamóttöku spítalans. Sömuleiðis gafst gott tækifæri til samtals og skoðanaskipta.

Segja má að aðgerðirnar snúi að aðflæði sjúklingina að spítalanum, flæði sjúklinga innan hans og loks viðbragða sem stofnanir utan spítalans koma að.  Annars vegar hefur Landspítali unnið að fjölþættum aðgerðum og má þar helst nefna eftirfarandi:

1. Þegar hefur verið sett á fót fjarþjónusta bráðadagdeildar lyflækninga á Landspítala sem ætlað er að koma bráðveikum sjúklingum sem þarfnast þjónustu spítalans en þó mats eða meðferðar á bráðamóttöku í viðeigandi farveg hratt og vel. Þjónustan felst í fjarþjónustu við tilvísandi lækna á Læknavakt, heilsugæslustöðvum og öldrunarstofnunum og við sjúkraflutningamenn eftir atvikum.
2. Stækkun og bætt aðstaða bráðadagdeildar lyflækninga, sem áætlað er að opna 22. júní.
3. Endurskoðun meðferðarferla í endurhæfingarþjónustu á Landakoti ásamt aukinni þjónustu við þá sem bíða úrræða utan spítalans.
4. Aukin stoðþjónusta við starfsfólk bráðamóttökunnar og aðrar klínískar sþjónustueiningar.
5. Leiðir til að bæta aðbúnað og kjör starfsfólks.

Hins vegar hefur heilbrigðisráðuneytið skipað viðbragðssteymi um bráðaþjónustu í landinu og alvarlega stöðu innan hennar. Ráðherra hefur nú skipað Jón Magnús Kristjánsson, sérfræðing í bráðalækningum og fyrrverandi yfirlækni bráðamóttökunnar í Fossvogi, til að leiða teymið. Í tilkynningu ráðuneytisins um ráðningu Jóns Magnúsar er haft eftir honum að fyrstu áhersluatriði í vinnu teymisins verði eftirfarandi:

 • Útfæra bráðaviðbrögð sem nýtast í sumar til þess að tryggja bráðaþjónustu Landspítala og öryggi sjúklinga sem þangað leita. Til þess þurfi að grípa til margvíslegra aðgerða sem tryggja að sem flestir fái þjónustu á réttum stað í kerfinu sem getur dregið úr álagi á Landspítalanum.
 • Hlúa sérstaklega að mannauði þar sem mest álag er eins og á bráðamóttöku Landspítala.
 • Leggja allt kapp á að opna a.m.k. 100 endurhæfingar- og/eða hjúkrunarrými fyrir lok árs til að efla úrræði utan Landspítala. Þegar hafa verið tekin mikilvæg skref sem snúa að samningagerð, fjármögnun og mönnun til að tryggja að þetta gangi eftir.
 • Setja fram nokkuð ítarlega og tímasetta áætlun til næstu 3-5 ára um breytingar og umbætur í bráðaþjónustu til að bæta þjónustu, minnka sóun og auka árangur.

Heilbrigðisráðherra átti fund með starfsfólki bráðamóttökunnar - Unnið að fjölmörgu til að mæta vanda hennar
Heilbrigðisráðherra átti fund með starfsfólki bráðamóttökunnar - Unnið að fjölmörgu til að mæta vanda hennar

Heilsa

Fagráð Landspítala tilnefnir í stjórn spítalans

Fagráð Landspítala hefur tilnefnt tvo áheyrnarfulltrúa í væntanlega stjórn spítalans.

Alþingi samþykkti í vor breytingu á heilbrigðislögum þess efnis að setja Landspítala stjórn.  Í henni verða sjö manns, heilbrigðisráðherra skipar fimm aðalmenn og tvo varamenn.
Fagráðið tilnefnir tvo áheyrnarfulltrúa og einn varaáheyrnarfulltrúa.

Þau sem fagráð Landspítala tilnefnir eru:

Aðalmenn

Marta Jóns Hjördísardóttir, formaður fagráðs
Hjúkrunarfræðingur, BSc 2010, master í verkefnastjórnun (MPM) 2017, hefur unnið á hjartadeildum, meltingar- og nýrnadeild og menntadeild. Vinnur núna a verkefnastofu og á meltingar- og nýrnadeild í afleysingum. Hefur unnið á Landspítala frá 2007

Örvar Gunnarsson
Útskrifaðist úr læknadeild HÍ 2005 og lauk kandidatsári á Landspítala  árið 2006. Vann sem deildarlæknir á lyflækningasviði spítalans til 2009. Sérnám í almennum lyflækningum frá Boston University 2009-2012. Sérnám í blóð- og krabbameinslækningum frá University of Pennsylvania 2012-2015. Hefur unnið á krabbameinsdeild Landspítala frá 2015. Í stjórn Félags lyflækna frá 2015 og í lyfjanefnd Landspítala frá 2021. Einnig þáttakandi í Choosing wisely, verkefni félags Evrópusamtaka lyflækna, frá 2018 og hefur sinnt klínískum lyfjarannsóknum á Landspítala frá 2019.

Varamaður

Ólafur Eysteinn Sigurjónsson
Ólafur er náttúrufræðingur, einingarstjóri stofnfrumuvinnslu, rannsóknar og nýsköpunar í Blóðbankanum. Ólafur er einnig klínískur prófessor við læknadeild og prófessor í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík

Halda áfram að lesa

Heilsa

Spornum við sóun í sumarfríinu

30. júní.2022 | 11:04

Spornum við sóun í sumarfríinu

Að ýmsu er að huga þegar farið er að heiman í frí. Eitt af því er ísskápurinn.  

Hér eru nokkur góð ráð til þess að undirbúa brottför og sporna við matarsóun (og slæmri lykt við heimkomu):

 • Vöndum innkaup síðustu dagana. Fyllum ekki ísskápinn af ferskvöru rétt áður en lagt er af stað í frí. Reynum að saxa á það sem til er og höldum innkaupum í lágmarki
 • Gefum ferskvöru. Ef mikið er til af ferskvöru er um að gera að koma henni á góðan stað; til ættingja, vina eða nágranna sem munu geta nýtt sér matinn áður en hann skemmist
 • Frystum. Kannski er eitthvað í eldhúsinu sem mun nýtast þegar heim er komið ef við frystum matinn? Niðurskornir ávextir geta til dæmis nýst í drykki úr blandaranum eða í spennandi sultur. Munum líka að mjólkurvörur frystast vel; mjólk, smjör, rjómi og ostur sem dæmi. Og auðvitað brauðið!
 • Nýtum í nesti. Tökum með okkur mat úr ísskápnum í ferðalagið, hvort sem það er í nestistöskuna til neyslu samdægurs eða til lengri tíma í kæliboxið

Á pökkunarlistann

Ýmsar góðar venjur úr hversdagslífinu riðlast gjarnan þegar farið er í frí. Hér eru nokkrir hlutir sem gott er að pakka niður í töskuna áður en lagt er í hann:

 • Fjölnota vatnsbrúsi
 • Fjölnota kaffimál
 • Fjölnota borðbúnaður
 • Fjölnota poki fyrir búðarferðir

Góða ferð! 

Meira um matarsóun á heimasíðu Saman gegn sóun

Meira um grænan lífstíl á graenn.is

Mynd: Munum eftir að pakka fjölnota borðbúnaði fyrir ferðalagið / Shutterstock.
  

Halda áfram að lesa

Heilsa

Aðgerðir sem beinast gegn rusli í Norðaustur-Atlantshafi

29. júní.2022 | 14:38

Aðgerðir sem beinast gegn rusli í Norðaustur-Atlantshafi

Önnur aðgerðaáætlun OSPAR til að takast á við rusl í Norðaustur-Atlantshafi kom út þann 28. júní 2022. Aðgerðaáætlunin nær yfir tímabilið 2022-2030.

Aðgerðaáætlunin inniheldur 25 aðgerðir sem tengjast allar áskorunum við að draga úr rusli bæði frá landi og sjó. Þar á meðal að:

 • Takast á við rusl úr ám
 • Fasa út fleiri einnota plasthluti
 • Draga úr losun örplasts frá skipum og skipaflutningum
 • Takast á við rusl frá fiskeldi og atvinnu- og frístundaveiðum

Fulltrúi Umhverfisstofnunar í gerð aðgerðaáætlunar OSPAR situr í vinnuhóp um rusl í hafi. Hópurinn fylgist einnig með þróun á magni og gerð rusls á ströndum, hafsbotni og yfirborði sjávar með reglulegri vöktun.  

Sjá nánar um vöktun plastmengunar á Íslandi.

Aðgerðaáætlunin kom formlega úr á hliðarviðburði við hafráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Lissabon í Portúgal.  

Sjá fréttatilkynningu frá OSPAR.

Tengt efni:

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin