Landsspítali

Heimsóknarbann á bráðamóttöku um óákveðinn tíma

Frá bráðamóttökunni í Fossvogi:

Vegna tveggja metra reglu og hættu á yfirálagi á sóttvarnir hefur verið ákveðið að bráðamóttakan á Landspítala Fossvogi sé lokuð gestum nema í sérstökum undantekningartilfellum. Þetta gildir í óákveðinn tíma.  

Erfitt er að stjórna fjölda sjúklinga sem leita á bráðamóttöku hverju sinni. 

Börn yngri en 18 ára mega hafa með sér einn forráðamann.

Vinsamlegast hafið samband við starfsfólk okkar ef óskað er eftir sérstökum undanþágum.

Starfsfólk bráðamóttöku hvetur aðstandendur til að nýta sér tæknina og nota símtöl/myndsímtöl til samskipta við sjúklinga sem hjá okkur dvelja.
Einnig er velkomið að hringja á deildina í síma 543 2000 og fá upplýsingar um sjúklinga en gæta þarf að því að sjúklingur skilgreinir sjálfur hver er hans nánasti aðstandandi, við hvern starfsmenn mega hafa samband og hvaða upplýsingar viðkomandi má fá

Halda áfram að lesa

Heilsa

Frá farsóttanefnd 15. apríl 2021

Frá farsóttanefnd:

Landspítali er á óvissustigi. 

Á Landspítala nú:

2 sjúklingar eru inniliggjandi vegna Covid-19 með virkt smit
– Annar sjúklinganna í gjörgæslu og öndunarvél
Ekkert andlát á Landspítala í 4. bylgju sem hófst 20. mars
79 sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar, þar af 18 börn

Halda áfram að lesa

Heilsa

Fræðsluefni um lyf og leiðir til að trappa niður lyfjanotkun

„Þér kann að vera hætta búin“ nefnist fræðslubæklingur sem gefin hefur verið út um róandi lyf og svefnlyf sem ætlað er að fræða um lyfin og hjálpa fólki, í samvinnu við heilbrigðisstarfsmenn, til að meta hvort það geti stigið skref að betri heilsu og trappað lyfjanotkunina niður. 

Fræðslubæklingur þessi er afrakstur rannsóknarvinnu „The Canadian Deprescribing Network“ sem nefndist EMPOWER – Eliminating Medications Through Patient Ownership of End Results. Hann var prófaður í þeirri rannsóknarvinnu til að draga úr notkun róandi lyfja og svefnlyfja, þ.e. benzódíazepínum og svonefndra Z-lyfja.

Elín Ingibjörg Jacobsen lyfjafræðingur á Landspítala og Guðlaug Þórsdóttir lyf- og öldrunarlæknir á spítalanum þýddu og staðfærðu bæklinginn með leyfi þeirra sem gerðu hann upphaflega. Bæklingurinn er gefinn út í samvinnu við Embætti landlæknis með styrk fá Lyfjafræðingafélagi Íslands. 

Fræðslubæklinginn verður hægt að sækja í Fræðsluefni á vef Landspítala

Halda áfram að lesa

Heilsa

Maka- og aðstandendabanni aflétt í fósturgreiningu

Maka-/aðstandendabanni er aflétt í fósturgreiningu á Landspítala  frá og með mánudegi 12. apríl  2021 þar sem spítalinn er ekki lengur á hættustigi.

Nánar hér í spurningum og svörum

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin