Alþingi

Heimsráðstefna þingforseta haldin í Vínarborg

8.9.2021

Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, sækir 5. heimsráðstefnu þingforseta sem haldin er í Vínarborg 7.–8. september í samstarfi Alþjóðaþingmannasambandsins, Inter-Parliamentary Union, og þjóðþings Austurríkis. Þessi stærsti alþjóðlegi vettvangur þingforseta hefur verið haldinn á fimm ára fresti frá árinu 2000 en vegna heimsfaraldurs kórónuveiru þurfti að skipta ráðstefnunni að þessu sinni í annars vegar fjarfund í fyrra og staðfund í ár. Undirbúningur hefur staðið yfir um margra mánaða skeið og átti forseti Alþingis sæti í undirbúnings- og stýrihóp ráðstefnunnar sem hafði, meðal annars, með höndum gerð dagskrár og vann drög að lokayfirlýsingu þingforseta.

Meðal sérstakra gesta ráðstefnunnar og ræðumaður við setningu var Fawzia Koofi, fyrrum varaforseti þjóðþings Afganistans og baráttukona fyrir réttindum kvenna í Afganistan. Að setningu lokinni var gengið til dagskrár en meðal dagskrárliða eru umræður um sjálfbæra þróun og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, áskoranir og alþjóðleg viðbrögð við heimsfaraldri kórónuveiru, baráttu gegn falsupplýsingum og hatursorðræðu, kynjajafnrétti og alþjóðlegt starf þjóðþinga. Samhliða umræðum í þingsal fara fram pallborðsumræður tengdar dagskrárefnum í hliðarsölum.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, var framsögumaður fyrsta dagskrárliðar ráðstefnunnar og hér má lesa ávarp hans (á ensku). Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á sérstakri ráðstefnusíðu  og vef IPU.

SJS-a-5.-heimsradstefnu-thingforseta-Vinarborg-7.-8.-september-2021Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, var framsögumaður fyrsta dagskrárliðar 5. heimsráðstefnu þingforseta. 
Ljósmynd © IPU

Alþingi

Gögn undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa birt á vef


Skrifstofa AlþingisHafa samband,
101 Reykjavík,
Kt. 420169-3889,
Sími 563 0500,

Sjá á korti

Meðhöndlun persónuupplýsinga


Öllum fyrirspurnum, ábendingum og tillögum um vef Alþingis skal beint til [email protected].

Jafnlaunavottun

Halda áfram að lesa

Alþingi

Opinn fundur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa föstudaginn 15. október

14.10.2021

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa heldur opinn fund föstudaginn 15. október kl. 10:45. Gestir fundarins verða Trausti Fannar Valsson, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, og Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík. Þau eru boðuð á fundinn til að fjalla um lögfræðileg álitaefni í tengslum við verkefni nefndarinnar um undirbúning rannsóknar fyrir kjörbréf.

Fundurinn verður haldinn í húsnæði nefndasviðs Alþingis í Austurstræti 8–10 og verður opinn fulltrúum fjölmiðla og almenningi á meðan húsrúm leyfir.

Bein útsending verður frá fundinum á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.

Að loknum fundi má nálgast upptöku af fundinum hér. 

Um opna fundi fer skv. 19. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991 og X. kafla starfsreglna fastanefnda.

Halda áfram að lesa

Alþingi

Nýkjörnir alþingismenn á kynningarfundi
12.10.2021Nýkjörnir alþingismenn sitja nú á kynningarfundi í Alþingishúsinu þar sem starfsfólk skrifstofunnar kynnir fyrir þeim þingstörfin, starfsaðstöðu þingmanna og þjónustu skrifstofunnar við þá.

IMG_9190

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin