Heilsa

Helstu gildandi sóttvarnareglur á Landspítala í janúar 2022

Helstu gildandi sóttvarnareglur á Landspítala á neyðarstigi í janúar 2022

 1. Grímuskylda er hjá öllum starfsmönnum, heimsóknargestum, ferlisjúklingum og sjúklingum legudeilda sem fara út af deild í rannsóknir/meðferð. Á öllum bráðamóttökum eru notaðar fínagnagrímur án ventils við umönnun sjúklinga.
 2. Nándarmörk eru 1 metri nema ef gríma er tekin niður í neysluhléi, þá 2 metrar.
 3. Heimsóknir eru ekki leyfðar nema með sérstökum undantekningum. Ef heimsókn er leyfð er farið fram á að viðkomandi sé fullbólusettur eða hafi fengið COVID á síðastliðnum sex mánuðum. Nota skal fínagnagrímu án ventils sem eru aðgengilegar við innganga og á deildum. Heimsóknir barna undir 12 ára aldri eru óheimilar nema undir sérstökum kringumstæðum og þá aðeins með leyfi stjórnenda viðkomandi deilda. Gestir komi ekki í heimsókn ef þeir eru í sóttkví, með einkenni eða með sýni í gangi. Aðstandendur sem eru nýkomnir erlendis frá þurfa að fara eftir sérstökum reglum sem varða þá. Heimsóknarbann gildir einnig á meðgöngu- og sængurlegudeild og bráðamóttökunni í Fossvogi. Konur koma líka um sinn einar í ómskoðun.
 4. Starfsfólk í sóttkví í samfélaginu (sóttkví A) má kalla til vinnu í sóttkví B ef viðkomandi er fullbólusettur, með neikvætt PCR próf og einkennalaus. Hann skal fylgja reglum um framkvæmd sóttkvíar B í hvívetna
 5. Leyfi sjúklinga eru ekki heimil nema að fengnu leyfi farsóttanefndar.
 6. Viðhafa skal hólfaskiptingu á öllum starfseiningum þar sem slíku verður við komið.
 7. Sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknardeildir í viðtöl/rannsókn/meðferð eiga ekki að hafa með sér fylgdarmann nema það sé algjörlega nauðsynlegt.
 8. Fundir starfsmanna þar sem komið er saman eru ekki heimilir að svo stöddu, bent á að nota fjarfundabúnað.
 9. Bólusettir starfsmenn og starfsmenn með staðfesta fyrri COVID sýkingu (eldri en 180 daga) sem koma yfir landamæri þurfa að fara í PCR próf á flugvellinum, skrá sig í sóttkví C á vefnum og fara í annað PCR próf eftir 5 daga (panta sjálfir í Heilsuveru). Þeir sem ekki mæta í seinni sýnatöku fá áminningu í sms, ef því er ekki sinnt er haft samband við yfirmann viðkomandi. Þeir sem hafa fengið COVID fyrir meira en 14 dögum og minna en 180 dögum eru undanþegnir sýnatöku á landamærum og sóttkví C innan Landspítala.
 10. Óbólusettir starfsmenn sem koma yfir landamæri sæta fimm daga heimasóttkví með tveimur sýnatökum.
 11. Ef heimilismaður á heimili bólusetts starfsmanns er í sóttkví getur starfsmaður sótt um heimild til að starfa í sóttkví C á meðan sóttkví á heimili varir (ef ekki er hægt að halda algjörum aðskilnaði).
 12. Ef heimilismaður á heimili bólusetts starfsmanns er í smitgát þá þarf ekki sérstakar ráðstafanir utan venjulegrar aðgæslu.
 13. Ef starfsmanni Landspítala er boðið að skrá sig í smitgát vegna minni háttar útsetningar á hann þess í stað að hafa samband við farsóttanefnd sem skipar viðkomandi í sóttkví C með PCR prófum á 3. og 6. degi eftir ætlaða útsetningu.
 14. Ef heimilismaður á heimili starfsmanns fer í einkennasýnatöku og er ekki í sóttkví þá má starfsmaður koma til vinnu en hann þarf að nota fínagnagrímu án ventils þar til niðurstaða liggur fyrir. Ef heimilismaður í sóttkví fer í einkennasýnatöku þá ber starfsmanni að vera heima þar til niðurstaða liggur fyrir.Hann mætti koma í sóttkví B ef nauðsynlegt er.
 15. Um skimanir sjúklinga sem leggjast inn eru inniliggjandi eða flytjast milli stofnana gilda sérstakar reglur – sjá hér 

In English

Heilsa

Útgáfa leyfis Alvotech hf. fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera

18. janúar.2022 | 15:05

Útgáfa leyfis Alvotech hf. fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu leyfis Alvotech hf., þann 14. janúar 2022, fyrir afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera í rannsóknarhúsnæði rekstraraðila við Klettagarða 6, 104 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfsemina má finna í greinargerð með leyfinu. 

Leyfið er gefið út í samræmi við ákvæði laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur, reglugerðar nr. 275/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra örvera. Leyfið hefur þegar tekið gildi og gildir til 14. janúar 2038.

Umhverfisstofnun bendir á að skv. 29. gr. laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur sæta ákvarðanir Umhverfisstofnunar er varða veitingu, endurskoðun og afturköllun leyfis, kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá auglýsingu ákvörðunarinnar skv. 4. gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. 

Fylgiskjöl: 
Leyfi með greinargerð
Umsögn Vinnueftirlitsins

Halda áfram að lesa

Heilsa

COVID-19 – 18. janúar: Staðan

Landspítali er á neyðarstigi.

Staðan kl. 9:00

39 sjúklingar liggja á Landspítala með COVID-19. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.  

Meðalaldur innlagðra er 62 ár.

8.045 sjúklingar eru í COVID göngudeild spítalans, þar af 2.893 börn.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 346 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Frá farsóttanefnd um stöðuna í COVID á Landspítala 17. janúar – Viðbótarmannskap vantar

Landspítali er á neyðarstigi

Í dag liggja 45 sjúklingar á Landspítala með COVID, þar af er 31 með virkt smit, flestir á A7, A6 og gjörgæsludeildum en einnig eru 7 sjúklingar á Landakoti og 2 á geðdeildum.
Alls bættust 19 sjúklingar við um helgina, 6 greindust við innlögn eða inniliggjandi, þar af var einn í sóttkví.
Á gjörgæslu eru 7 sjúklingar, tveir í öndunarvél.

Í fjarþjónustu eru 8.025, þar af 2.795 börn. Í gær komu 17 einstaklingar til meðferðar og mats í COVID göngudeild en alls hafa 240 manns komið þangað það sem af er janúar. Ljóst er að talsverður hluti þessa hóps myndi þurfa innlögn ef göngudeildarinnar nyti ekki við.

Nú eru 140 starfsmenn í einangrun og 98 í sóttkví.

Talnaupplýsingar um stöðuna á spítalanum eru birtar á www.landspitali.is.

 • Í morgun var opnuð ný sýnatökustöð á Eiríksgötu 37 þar sem augndeildin var áður til húsa. Þar verða tekin sýni hjá starfsmönnum alla virka daga kl. 9. Nauðsynlegt er að vera með strikamerki.
 • Áfram er mikil þörf fyrir viðbótarmannskap, sérstaklega hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og fólk í yfirsetuteymi.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin