Heilsa

Helstu gildandi sóttvarnareglur á Landspítala í janúar 2022

Helstu gildandi sóttvarnareglur á Landspítala á neyðarstigi í janúar 2022

 1. Grímuskylda er hjá öllum starfsmönnum, heimsóknargestum, ferlisjúklingum og sjúklingum legudeilda sem fara út af deild í rannsóknir/meðferð. Á öllum bráðamóttökum eru notaðar fínagnagrímur án ventils við umönnun sjúklinga.
 2. Nándarmörk eru 1 metri nema ef gríma er tekin niður í neysluhléi, þá 2 metrar.
 3. Heimsóknir eru ekki leyfðar nema með sérstökum undantekningum. Ef heimsókn er leyfð er farið fram á að viðkomandi sé fullbólusettur eða hafi fengið COVID á síðastliðnum sex mánuðum. Nota skal fínagnagrímu án ventils sem eru aðgengilegar við innganga og á deildum. Heimsóknir barna undir 12 ára aldri eru óheimilar nema undir sérstökum kringumstæðum og þá aðeins með leyfi stjórnenda viðkomandi deilda. Gestir komi ekki í heimsókn ef þeir eru í sóttkví, með einkenni eða með sýni í gangi. Aðstandendur sem eru nýkomnir erlendis frá þurfa að fara eftir sérstökum reglum sem varða þá. Heimsóknarbann gildir einnig á meðgöngu- og sængurlegudeild og bráðamóttökunni í Fossvogi. Konur koma líka um sinn einar í ómskoðun.
 4. Starfsfólk í sóttkví í samfélaginu (sóttkví A) má kalla til vinnu í sóttkví B ef viðkomandi er fullbólusettur, með neikvætt PCR próf og einkennalaus. Hann skal fylgja reglum um framkvæmd sóttkvíar B í hvívetna
 5. Leyfi sjúklinga eru ekki heimil nema að fengnu leyfi farsóttanefndar.
 6. Viðhafa skal hólfaskiptingu á öllum starfseiningum þar sem slíku verður við komið.
 7. Sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknardeildir í viðtöl/rannsókn/meðferð eiga ekki að hafa með sér fylgdarmann nema það sé algjörlega nauðsynlegt.
 8. Fundir starfsmanna þar sem komið er saman eru ekki heimilir að svo stöddu, bent á að nota fjarfundabúnað.
 9. Bólusettir starfsmenn og starfsmenn með staðfesta fyrri COVID sýkingu (eldri en 180 daga) sem koma yfir landamæri þurfa að fara í PCR próf á flugvellinum, skrá sig í sóttkví C á vefnum og fara í annað PCR próf eftir 5 daga (panta sjálfir í Heilsuveru). Þeir sem ekki mæta í seinni sýnatöku fá áminningu í sms, ef því er ekki sinnt er haft samband við yfirmann viðkomandi. Þeir sem hafa fengið COVID fyrir meira en 14 dögum og minna en 180 dögum eru undanþegnir sýnatöku á landamærum og sóttkví C innan Landspítala.
 10. Óbólusettir starfsmenn sem koma yfir landamæri sæta fimm daga heimasóttkví með tveimur sýnatökum.
 11. Ef heimilismaður á heimili bólusetts starfsmanns er í sóttkví getur starfsmaður sótt um heimild til að starfa í sóttkví C á meðan sóttkví á heimili varir (ef ekki er hægt að halda algjörum aðskilnaði).
 12. Ef heimilismaður á heimili bólusetts starfsmanns er í smitgát þá þarf ekki sérstakar ráðstafanir utan venjulegrar aðgæslu.
 13. Ef starfsmanni Landspítala er boðið að skrá sig í smitgát vegna minni háttar útsetningar á hann þess í stað að hafa samband við farsóttanefnd sem skipar viðkomandi í sóttkví C með PCR prófum á 3. og 6. degi eftir ætlaða útsetningu.
 14. Ef heimilismaður á heimili starfsmanns fer í einkennasýnatöku og er ekki í sóttkví þá má starfsmaður koma til vinnu en hann þarf að nota fínagnagrímu án ventils þar til niðurstaða liggur fyrir. Ef heimilismaður í sóttkví fer í einkennasýnatöku þá ber starfsmanni að vera heima þar til niðurstaða liggur fyrir.Hann mætti koma í sóttkví B ef nauðsynlegt er.
 15. Um skimanir sjúklinga sem leggjast inn eru inniliggjandi eða flytjast milli stofnana gilda sérstakar reglur – sjá hér 

In English

Heilsa

Reglum um heimsóknir til inniliggjandi sjúklinga breytt 11. ágúst

Frá farsóttanefnd um takmarkanir á heimsóknum:

Frá og með hádegi í dag, fimmtudaginn 11. ágúst 2022, verður reglum um heimsóknir til inniliggjandi sjúklinga á legudeildum breytt á eftirfarandi hátt:

1. Á tímabilinu 16:30-19:30 virka daga og frá kl. 14:30 til 19:30 um helgar mega koma fleiri en einn gestur til hvers sjúklings en aðeins einn í einu nema gesturinn þurfi fylgdarmann.

2. Gestir skulu bera skurðstofugrímu og ekki koma ef þeir hafa einkenni um sýkingu.

3. Deildir geta aðlagað tímasetningar að vild og einnig gert undanþágur frá þeirri meginlínu sem hér er dregin.

4. Sérstök athygli er vakin á því að þessar reglur eiga við legudeildir eingöngu en ekki bráðamóttökur. Viðvera aðstandenda á bráðamóttöku er aðeins heimil í sérstökum tilvikum og með leyfi stjórnenda.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Akstur fjölmiðla að gosstöðvunum

08. ágúst 2022 | 14:09

Akstur fjölmiðla að gosstöðvunum

Samkvæmt ákvæðum 31. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd er óheimilt að aka vélknúnum ökutækjum utan vega, þ.m.t. slóða og stíga. Þó er heimilt, skv. 2. mgr. ef nauðsyn krefur að aka vélknúnum ökutækjum utan vega m.a. vegna björgunarstarfa, lögreglustarfa, sjúkraflutninga, rannsókna og landmælinga enda sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt. Þá er heimilt ef nauðsyn krefur og með sérstöku leyfi Umhverfisstofnunar að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna kvikmyndagerðar sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt.

Á grundvelli 2. mgr. 31. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 heimilar Umhverfisstofnun fjölmiðlum tímabundið, sbr. 2. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011, fyrir sitt leyti akstur utan vega að gosstöðvum í Geldingadölum eftir Merardalaleið vegna kvikmyndatöku, enda sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt.

Þeir fjölmiðlar sem falla undir áðurnefnda grein laga um fjölmiðla ber að skrá sig á eyðublaðið hér að neðan og fá heimildir til fararinnar frá almannavörnum og/eða lögreglu áður en farið er af stað.

Umhverfisstofnun ítrekar að fara verður eftir fyrirmælum lögreglu og björgunarsveita á svæðinu í hvívetna.

Heimildin gildir til 12. ágúst 2022 og verður hún þá endurmetin, einnig ef aðstæður breytast á svæðinu fyrir þann tíma. 

Umsókn um akstur fjölmiðla að gosstöðvunum

Halda áfram að lesa

Heilsa

Helstu gildandi sóttvarnareglur á Landspítala á óvissustigi frá 5. ágúst 2022

Helstu gildandi sóttvarnareglur á Landspítala á óvissustigi frá 5. ágúst 2022  

1.   Starfsmenn/nemar þurfa nú aðeins að bera skurðstofugrímu í beinum samskiptum við sjúklinga, hvort sem um er að ræða inniliggjandi sjúklinga eða ferlisjúklinga.
2.   Inniliggjandi sjúklingar þurfa ekki bera skurðstofugrímu þegar þeir fara út af deild í rannsóknir/meðferð en starfsmenn sem sinna þeim skulu bera grímu.
3.   Ferlisjúklingar og heimsóknargestir eiga að bera skurðstofugrímu.
4.   Notkun fínagnagríma á bráðamóttökum er valkvæð nema þar sem um er að ræða staðfest COVID smit eða grun um COVID.
5.   Ef starfsmaður/nemi er með einkenni öndunarfærasýkinga á viðkomandi ekki að vera í vinnu nema einkenni séu mjög væg og á undanhaldi en þá á starfsmaður að bera
      skurðstofugrímu þar til einkenni eru horfin.
6.   Heimsóknir til sjúklinga á legudeildum eru takmarkaðar við einn gest í einu (ásamt fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) innan skilgreinds heimsóknartíma. Undanþágur eru áfram 
      veittar við sérstakar aðstæður.
7.   Leyfi sjúklinga í endurhæfingarskyni og/eða sem undirbúningur fyrir útskrift eru heimil. Ekki þarf leyfi farsóttanefndar fyrir slíku.
8.   Sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknardeildir í viðtöl/rannsókn/meðferð mega hafa með sér fylgdarmann. Báðir þurfa að vera með grímu.
9.   
Reglur um útsetta sjúklinga er að finna í flæðiriti hér.
10. Fundir starfsmanna eru heimilir án sérstakra varúðarráðstafana.
11. Sjúklingar sem leggjast brátt inn á legudeildir eru skimaðar við innlögn.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin