Innlent

Helstu verkefni á Suðurlandi 19. til 25. júlí 21

26 Júlí 2021 10:49

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var bjart yfir í Veiðivötnum þegar lögreglumenn voru þar við eftirlit þann 21. júlí s.l.    Höfð voru afskipti af 20 ökumönnum, ástand þeirra og réttindi könnuð og reyndist allt í lagi þar.   Rætt við ferða- og veiðimenn og farið um svæðið.   Deginum áður voru lögreglumenn við eftirlit í Landmannalaugum og á  Fjallabaksleið nyrðri og voru 8 hópbifreiðar teknar til vegaskoðunar.  Allt í lagi með ökutækin og ökumenn almennt til fyrirmyndar með sín mál.

3 ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um að þeir væru ölvaðir við akstur bifreiða sinnar í umdæminu í liðinni viku.   Aðrir 3 voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fiknefna eða lyfja og einn þeirra í tvígang sama daginn.   Sá hafði fengið mann til að skækja bílinn eftir fyrra brotið sem var kl. 10:50 að morgni dags en var stöðvaður aftur á bílnum sama dag kl. 14:00

Tveir ökumenn sem lögregla hafði afskipti af voru kærðir fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiðar sinnar.   Báðir neita sök og málin komin til ákærusviðs til meðferðar.    40 þúsund króna sekt er við broti af þessu tagi.

51 ökumaður var kærður fyrir að aka of hratt í umdæminu í liðinni viku.  Einn þeirra telur í hóp þeirra sem taldir voru hér að ofan og eru grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Karlmaður slasaðist á öxl í brattri skriðu í Gagnheiði NV af Ármannsfelli þann 21. júlí.    Björgunarsveitir kallaðar til ásamt þyrlu LHG og maðurinn fluttur með henni á sjúkrahús í Reykjavík.  Aðstæður erfiðar og brattar.

Sama dag aðstoðuðu björgunarsveitir dreng og móður hans en sá var slasaður á fæti eftir að hafa verið að stökkva á milli steina í gilinu neðan við Hundafoss við Skaftafell.   Meiðsl minniháttar og gert að þeim á heilsugæslu á Kirkjubæjarklaustri.

Kona slasaðist á göngu frá Landmannalaugum þann 24. júlí.   Aðstæður til aðstoðar við hana og burðar þannig að björgunarsveitarmenn við hálendisgæslu á vettvangi mátu tilefni til þess að kalla til þyrlu LHG í verkefnið og konan flutt með henni á sjúkrahús.   Að öðrum kosti hefði þurft 6 tíma vinnu við burð um brattar skriður til að koma viðkomandi á sjúkrahús.

Maður féll af reiðhjóli sínu á Krakatindsleið þann 24. júlí.    Slasaður á baki og fluttur með björgunarsveitarbíl til móts við sjúkrabifreið og þaðan á sjúkrahús.    Meiðsl ekki talin alvarleg.

Innlent

Fitch Ratings staðfestir A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með neikvæðum horfum

Fitch Ratings birti í dag mat á lánshæfi ríkissjóðs. Langtímaeinkunnir eru óbreyttar og standa í A. Horfur eru neikvæðar.

Í fréttatilkynningu Fitch segir að A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs endurspegli m.a. mjög háa landsframleiðslu á mann, góða stjórnarhætti, hátt þróunarstig og góða umgjörð viðskiptalífsins sem eru sambærilegri við lönd með „AAA“ og „AA“ lánshæfiseinkunn. Smæð hagkerfisins og takmörkuð fjölbreytni útflutnings sem eykur áhættu gagnvart ytri áföllum hamla lánshæfiseinkunninni.

Neikvæðar horfur endurspegla óvissu um þróun opinberra fjármála í kjölfar heimsfaraldursins, sem hefur leitt til verulega hærra skuldahlutfalls hins opinbera en fyrir faraldurinn og hættu á að það hækki enn frekar til meðallangs tíma. Þrátt fyrir að óvissa ríki um þróun ríkisfjármála eftir kosningar telur Fitch að breiður pólitískur stuðningur um að snúa við þróun í opinberum fjármálum og mikil skuldalækkun hins opinbera á árunum 2011-18, styðji við trúverðugleika ríkisfjármála til lengri tíma litið.

Aukið traust á því að skuldir sem hlutfall af landsframleiðslu taki að lækka á ný þegar heimsfaraldurinn tekur að hjaðna og viðvarandi efnahagsbati sem byggist t.d. á því að útflutningsgreinar, sér í lagi ferðaþjónusta, hafi reynst standa af sér áfallið, gætu leitt til hærri lánshæfiseinkunnar.

Vísbendingar um að efnahags- og ríkisfjármálastefnu muni ekki takast að stöðva hækkun í skuldahlutfalli hins opinbera yfir tíma, veikari hagvaxtarhorfur eða verulegt áfall, til dæmis vegna hægari bata í ferðaþjónustu en búist var við, viðvarandi leiðréttingar á fasteignamarkaði og verulegra skaðlegra áhrifa á bankageirann, gætu leitt til lægri lánshæfiseinkunnar.

Halda áfram að lesa

Innlent

Ávarp á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um orkumál

Mr. Secretary General, excellencies, ladies, and gentlemen,

As a Global Champion of this High-level Dialogue, I am incredibly honoured to participate in today´s event.

We all recognize that bold action is needed to driving progress on SDG7 and ensure access to affordable, reliable, sustainable, and modern energy for all.

It is simply unacceptable that close to 760 million people still lack access to electricity and that a third of the world relies on harmful, polluting fuels for cooking.

Our decision to take on a role as a Global Champion was therefore not a difficult one.

In Iceland we also know from our own experience how access to sustinable energy can transform societies and economies.

Indeed, it cannot be overstated that progress on SDG7 is key to drive achievement of all the other SDGs.

We have therefore taken our role as Global Champion seriously, both in our advocacy efforts and in our own Energy Compact.

And today, based on Iceland´s clear vision of a sustainably energy future, I am pleased to share with you some of the highlights of our national energy compact.

Domestically, Iceland aims to:

  • Become independent from use of fossil fuels at the latest by 2050 and carbon neutral by 2040. Renewable energy in transport will be at least 40% by 2030.
  • Take measures to improve energy efficiency and minimize energy waste.
  • Meet all energy needs of the country in a secure manner for the near and distant future.

    Internationally, Iceland aims to:

  • Increase climate-related financing, focusing on the transition to sustainable energy.

  • Support countries in increasing the share of renewable energy and in transitioning to the circular economy through direct multiple use of energy, including for food production.

  • Help advance gender equality in the just transition to sustainable energy, including through technical training.

Iceland also proudly joins the Gender Equality Energy Compact, as well as the 24/7 Carbon-free Energy Compact, and we also hope to see a Geothermal Energy Compact.

Mr. Secretary General,

The world is at a critical juncture.

We should look at today´s High-Level Dialogue on Energy as the beginning of a new chapter – a chapter which will be remembered as the start of renewed global efforts to drive the sustainable energy agenda.

Let me assure you, that Iceland will play its part.

Thank you.

Ávarpið var flutt á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um orkumál 24. september 2021

Halda áfram að lesa

Innlent

Heilbrigðistæknilausnir til að efla þjónustu í heimahúsi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn