Innlent

Helstu verkefni liðinnar viku á Suðurlandi 10. til 16. janúar 2022

17 Janúar 2022 10:43

Lögreglumenn hafa undanfarið farið á veitinga og gististaði á Suðurlandi til að kanna með hvernig reglum um sóttvarnir er fylgt eftir.   Tilefni hefur verið til ábendinga á einhverjum stöðum vegna þessa og eru rekstraraðilar hvattir til að gæta þess að þessir hlutir séu í lagi.   Eins og kunnugt er eru mörg smit að greinast í samfélaginu og smittölur fyrir Suðurland má finna á vef HSU (hér)

14 ökumenn voru stöðvaðir fyrir að aka of hratt í liðinni viku.  Flestir þeirra erlendir ferðamenn og sá er hraðast ók mældist á 130 km/klst hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst  Sektin 120 þúsund.  Greidd á vettvangi líkt og flestir þeir sem stöðvaðir voru kusu að gera enda veittur 25% afsláttur ef greitt er innan 30 daga frá álagningu sektarinnar.

4 ökumenn kærðir fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar við akstur bifreiða sinna í vikunni og skráningarnúmer voru tekin af einni bifreið sem reyndist ótryggð í umferð.

3 ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.  Einn þeirra á bíl með stolnum númeraplötum og með barn sitt í bílnum.

Umferðareftirlitsmenn okkar skoðuðu ástand og réttindi hjá 10 leigubifreiðastjórum í vikunni,  bæði í Reykjavík og á Suðurnesjum og reyndust þeir almennt með mál sín til fyrirmyndar.    Þá kærðu þeir ökumann  fyrir að draga of þunga kerru aftan í fólksbíl sínum á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt.

2 mál er varða heimilisofbeldi / ágreining milli skyldra eða tengdra komu upp í vikunni og hljóta viðeigandi meðferð eftir eðli þeirra.

Maður gisti fangageymslur á Selfossi um liðna helgi eftir að hafa slegið annan þannig að sá hlaut skurð á höfði af.   Einnig hafði viðkomandi brotið rúðu í útihurð íbúðarhúss sem var vettvangur málsins.  Hann yfirheyrður þegar áfengisvíman rann af honum og frjáls ferða sinna að því loknu.  Sjúkrabifreið var kölluð til fyrir þann sem sleginn var og var gert að sárum hans á heilbrigðisstofnun.  Málið áfram til rannsóknar.

Innlent

Fréttir frá félagsfólki SVÞ | Waldorfsskólinn hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Mbl.is birtir í dag frétt um foreldraverðlaun Heimilis og skóla sem Waldorfsskólinn hlaut frá samtökum.

For­eldra­verðlaun Heim­il­is og skóla voru af­hent í 27. sinn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu. Waldorf­skól­inn í Lækj­ar­botn­um hlaut verðlaun­in í ár fyr­ir verk­efnið „Vinnu­dag­ar Lækj­ar­botna og gróður­setn­ing plantna á skóla­setn­ingu“.

Fram fór hátíðleg at­höfn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu og mættu þau Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra, og El­iza Reid for­setafrú til að ávarpa sam­kom­una og af­henda verðlaun­in.

SMELLIÐ HÉR FYRIR FRÉTT Á MBL.IS

Ljósmynd: Stjórnarráðið

Halda áfram að lesa

Innlent

Tuttugu og þrír nemendur útskrifast frá Jafnréttisskóla GRÓ

Jafnréttisskóli GRÓ (GRÓ-GEST) útskrifaði 23 sérfræðinga frá 15 löndum á föstudag, en þá var útskrift fjórtánda nemendahóps skólans frá upphafi fagnað í hátíðarsal Háskóla Íslands. Alls hafa nú 195 nemendur, frá 34 löndum útskrifast frá Jafnréttisskólanum með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum. Í ár voru í fyrsta sinn nemendur við skólann frá Moldóvu, Pakistan og Simbabve.

Í útskriftinni fengu tveir nemendur verðlaun fyrir lokaverkefni sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur verndara Jafnréttisskólans. Að þessu sinni féllu verðlaun fyrir rannsóknarverkefni í skaut Nicole Wasuna. Verkefni hennar fjallar um morð á konum í heimalandi hennar Kenía og hún setti þar fram tillögur að stefnumótun sem snúa meðal annars að þjálfun starfsmanna lögreglu, dómsstóla og fjölmiðla. Verðlaun fyrir lokaverkefni hlaut Sandani N. Yapa Abeywardena, en hún fjallaði um meðferð kynferðisbrotamála fyrir dómstólum í Sri Lanka. Hún skoðaði dóma í nauðgunarmálum, alvarlegum kynferðisafbrota- og áreitnimálum og hvernig dómarar líta á kynferði við túlkun laga um kynbundið ofbeldi og trúverðugleika fórnarlamba.

Ávörp fluttu Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sem færði nemendum hamingjuóskir Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, en Jafnréttisskólinn er hýstur af hugvísindasviði Háskólans, og Dr. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Jafnréttisskóla GRÓ. Diana Motsi, nemandi frá Zimbabwe flutti áhrifamikið ljóð, sem hún samdi sjálf og Maame Adwoa Amoa-Marfo frá Gana flutti ávarp fyrir hönd nemenda. Nemendur tóku við skírteinum sínum frá Ólöfu Garðarsdóttur, forseta Hugvísindasviðs HÍ, og Nínu Björk Jónsdóttir, forstöðumanni GRÓ Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu.

Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfrækir á Íslandi undir merkjum UNESCO. Hinir skólarnir eru Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn og Landgræðsluskólinn, en GRÓ er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Samtals hafa nú 1.536 nemendur, frá rúmlega 100 löndum, lokið námi við skólana fjóra. Að auki hafa fjölmörg styttri námskeið verið haldin á vettvangi. Einnig veitir GRÓ skólastyrki til útskrifaðra nemenda til meistara- og doktorsnáms við íslenska háskóla.

Halda áfram að lesa

Hagstofan

Launavísitala hækkaði um 1,6% í apríl

Flýtileið yfir á efnissvæði