Hagstofan

Hrein fjáreign innlendra aðila jákvæð um 1.404 ma.kr. 2021

Heildarfjáreignir innlendra aðila námu tæplega 35.022 milljörðum króna við árslok 2021 samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum fjármálareikninga eða sem nemur 1.077% af vergri landsframleiðslu (VLF). Heildarskuldbindingar námu um 33.618 milljörðum króna eða 1.034% af VLF. Hrein fjáreign innlendra aðila var því jákvæð um 1.404 milljarða króna í lok árs 2021 en var jákvæð um 978,7 milljarða árið áður.

Fjáreignir heimilanna stóðu í tæplega 9.974 milljörðum króna og fjárskuldir í um 2.779 milljörðum í lok árs 2021, samsvarandi 307% og 85% af VLF. Hreinar fjáreignir heimila jukust á milli ára, úr tæpum 6.168 milljörðum króna árið 2020 í um 7.195 milljarða árið 2021.

Heildarfjáreignir fyrirtækja annarra en fjármálafyrirtækja námu rúmlega 4.654 milljörðum króna en fjárskuldir stóðu í 9.119 milljörðum.

Fjáreignir fjármálafyrirtækja námu um 17.777 milljörðum króna í lok árs 2021 en fjárskuldbindingar voru 18.097 milljarðar.

Í lok árs 2021 námu fjáreignir hins opinbera 2.497 milljörðum króna, eða sem nemur tæplega 77% af VLF, og skuldir 3.608 milljörðum eða 111% af VLF.

Fjármálaeignir erlendra aðila með innlenda mótaðila stóðu í 3.822 milljörðum króna, eða 118% af VLF í árslok 2021, og skuldbindingar í 5.210 milljörðum eða 160% af VLF.

Næsta birting fjármálareikninga er í september 2023.

Talnaefni

Hagstofan

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,09% á milli mánaða

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í september 2022, er 555,6 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,09% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 460,0 stig og hækkar um 0,09% frá ágúst 2022.

Verð á fötum og skóm hækkaði um 4,6% (áhrif á vísitöluna 0,15%) og verð á raftækjum til heimilsnota hækkaði um 5,4% (0,10%). Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 17,9% (-0,42%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,0%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í september 2022, sem er 555,6 stig, gildir til verðtryggingar í nóvember 2022. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 10.970 stig fyrir nóvember 2022.

Talnaefni

Halda áfram að lesa

Hagstofan

Eitt fyrirtæki tekið til gjaldþrotaskipta í ágúst

Flýtileið yfir á efnissvæði