Heilsa

Hreindýraveiðar – erfið staða á veiðisvæði 2

Mynd: Skarphéðinn G. Þórisson

16. september 2022 | 13:30

Hreindýraveiðar – erfið staða á veiðisvæði 2

Um miðjan ágúst var ljóst að mjög fá hreindýr höfðu sést á veiðisvæði 2 og í kjölfarið ákvað  Umhverfisstofnun í samráði við Náttúrustofu Austurlands, hreindýraráð og Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum að nauðsynlegt væri að grípa til eftirfarandi aðgerða:

 • Heimila skaranir yfir á önnur svæði (sjá yfirlit að neðan) sbr. auglýsingu um hreindýrveiðar 2022 frá 26.01.2022 á vef stjórnarráðsins.
 • Beina tilmælum til leiðsögumanna um að hlífa dýrum á svæði 2 eins og kostur er að óbreyttu ástandi.
 • Endurúthluta ekki leyfum sem skilað er inn af svæði 2 og endurgreiða þau að fullu með tilvísan í 10. gr. reglugerðar um stjórn hreindýraveiða (486/2003)

Meginmarkmið aðgerða þessara var að hlífa dýrum á veiðisvæði 2 og virðast aðgerðirnar hafa skilað tilætluðum árangri. Mjög fá dýr hafa verið felld á veiðisvæði 2 síðan þær tóku gildi. Um 50 manns hafa nú skilað inn veiðileyfi sínu á svæði 2. 

Umhverfisstofnun ítrekar að skörun yfir á önnur svæði skal beitt af varfærni og til hennar skal ekki grípa nema að vel athuguðu máli. Rannsaka þarf betur hvað veldur fækkun dýra á svæði 2 á síðustu árum og endurskoða úthlutun kvóta á svæðinu með það í huga.

Skörun:

 • Svæði 1 frá og með 1. september 2022: 35 kýr og 21 tarfur 
 • Svæði 6 frá og með 25. ágúst 2022:  10 tarfar
 • Svæði 7 frá og með 25. ágúst 2022:  30 kýr og 10 tarfar
 • Svæði 8 frá og með 25. ágúst 2022: 15 kýr
 • Samtals 80 kýr og 41 tarfar.


Á yfirstandandi veiðitímabili var því :

Heimild fyrir skörun af veiðisvæði 2 yfir á svæði 6, 7 og 8 frá og með 25. ágúst 2022.
Heimild fyrir skörun af veiðisvæði 2 á veiðisvæði 1 frá og með 1. september 2022.

Heilsa

Hulda Hjartardóttir endurráðin í stöðu yfirlæknis fæðingarteymis

Hulda Hjartardóttir hefur verið endurráðin í stöðu yfirlæknis fæðingarteymis í kvenna- og barnaþjónustu aðgerðasviðs Landspítala.

Hulda lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1988 og stundaði sérnám í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp á kvennadeild Landspítala 1989-1991 og við sjúkrahús í Leeds og Bradford á árunum 1991-1998. Hún lauk MRCOG prófi árið 1994 og fékk sérfræðiréttindi á Íslandi 1997 og í Bretlandi 1998. Frá því ári hefur hún starfað sem sérfræðilæknir á kvennadeild Landspítala með aðaláherslu á fósturgreiningu og áhættumæðravernd auk fæðingarhjálpar. Hún var settur yfirlæknir á meðgöngu- og fæðingadeildum 2007-2009 og hefur verið yfirlæknir fæðingateymis frá því í maí 2017.

Hulda hefur sinnt kennslu og vísindastörfum samhliða starfi og lauk doktorsprófi frá Háskóla Íslands í maí 2021. Ritgerðin fjallaði um ómskoðanir í fæðingum. Gæðastörf deildarinnar eru ávallt í fyrirrúmi og hefur Hulda lagt áherslu á áframhaldandi þróun í þeim efnum. Að auki er sífellt reynt að auka samstarf við heilsugæslu, önnur sjúkrahús og stofnanir á Norðurlöndunum í því augnamiði að tryggja sem besta meðferð í meðgöngu og fæðingu.

Halda áfram að lesa

Heilsa

Framlenging á starfsleyfi Reykjagarðs hf. Ásmundarstöðum

23. september 2022 | 14:51

Framlenging á starfsleyfi Reykjagarðs hf. Ásmundarstöðum

Umhverfisstofnun hefur fallist á að framlengja gildistíma starfsleyfis Reykjagarðs hf., Ásmundarstöðum Ásahreppi, sem gildir fyrir þéttbæru eldi alifugla, allt að 156.000 fuglastæðum holdakjúklinga og 23.000 fuglastæðum stofnhæna. Reykjagarður ehf. sótti um nýtt starfsleyfi þann 7. mars sl. og var umsóknin samþykkt sem fullnægjandi þann 8. september sl.

Samkvæmt. 4. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir má útgefandi starfsleyfis framlengja gildistíma starfsleyfis meðan nýtt starfsleyfi er í vinnslu, að hámarki til eins árs, hafi fullnægjandi umsókn borist útgefanda. Áform um framlengingu voru auglýst á heimasíðu Umhverfisstofnunar 9. september til og með 18. september.

Starfsleyfi Reykjagarðs hf. gildir til 23. september 2022 og mun því framlengingin sem hér er veitt gilda þar til nýtt starfsleyfi er gefið út eða í síðasta lagi til 23. september 2023.
Ákvörðun Umhverfisstofnunar um framlengingu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu hennar.

Tengd skjöl
Ákvörðun um framlengingu starfsleyfis
Starfsleyfi Reykjagarðs hf

Halda áfram að lesa

Heilsa

Hjartasund 24. september til stuðnings fólki með gang- eða bjargráð – áheitasund fyrir yngsta hópinn

Í tilefni af alþjóðlega hjartadeginum 29. september 2022 vekja starfsmenn hjartarannsóknarstofu Landspítala athygli á fólki sem er með gang- eða bjargráð og ætlar að stinga sér til sunds laugardaginn 24. september því til stuðnings.  Söfnunarfé áheitasunds rennur til að yngsta hópsins sem þarf á hjartaaðstoð að halda

Starfsfólk hjartarannsóknarstofu Landspítala hefur mikið við og tileinkar hátíðarhald vegna alþjóða hjartadagsins gang- og bjargráðsfólkinu sem er í eftirliti hjá því.

Göngudeild gangráða, eða „gangráðseftirlitið“ eins og það er kallað í daglegu tali, er hluti af hjartarannsóknarstofunni 10G. Á deildinni starfa 9 lífeindafræðingar, náttúrufræðingur, lífeindafræðinemi, 5 sjúkraliðar, 4 geislafræðingar og ritari við margvíslegar rannsóknir.

Í september taldist starfsfólki gangráðseftirlitsins til að þar væru 2.685 með gangráð og 462 með bjargráð í virku eftirliti eða alls 3.147 einstaklingar. Því fer fjarri að skjólstæðingarnir séu allt aldraðir, aldursbilið spannar allt frá ungabörnum til elstu manna.

 • Starfsmenn hjartarannsóknarstofu hyggjast stinga sér til sunds í Sundhöll Reykjavíkur kl. 10:00 laugardagsmorguninn 24. september og synda boðsund, 5 metra fyrir hvern einstakling með gang- eða bjargráð sem er í eftirliti þar eða alls 15.750 metra. Þangað er hægt að koma og hvetja sundfólkið og busla sig þannig í sameiningu í gegnum þetta fram eftir degi!
 • Hægt er að heita á sundhópinn með frjálsum fjárframlögum inn á reikning, bankanúmerið er 537-14-408511 kt: 281058-2829.
 • Söfnunarfé áheitasundsins rennur til að yngsta hópsins sem þarf á hjartaaðstoð að halda: Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna. 

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin