Uncategorized @is

Innleiðing rafrænna fylgiseðla með lyfjum mikilvægt hagsmunamál

Norðurlandaþjóðirnar telja mikinn ávinning í því að innleiða rafræna fylgiseðla með lyfjum og vinna að því sameiginlega gagnvart Evrópusambandinu. Horft er til þess að rafrænir fylgiseðlar verði mikilvægur liður í því að sporna við lyfjaskorti og auka öryggi sjúklinga. Um þetta var fjallað á fjölmennum fundi íslenskra og erlendra sérfræðinga í Reykjavík í gær sem haldinn var í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Innleiðing rafrænna fylgiseðla með lyfjum er eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar og einnig eitt af markmiðum ályktunar Alþingis um lyfjastefnu til ársins 2020. Undir forystu Íslands náðist samstaða meðal allra Norðurlandaþjóðanna um að fara þess á leit við Evrópusambandið að reglur verði endurskoðaðar þannig að þeim aðildarríkjum sem vilja og geta verði heimilt að nota rafræna fylgiseðla í staðinn fyrir prentaða fylgiseðla eins og nú er gert. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sendi í sumar erindi þessa efnis til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins fyrir hönd allra heilbrigðisráðherra Norðurlandanna.

Tryggja þarf sjúklingum upplýsingar sem þeir skilja

Á fundinum í gær voru m.a. kynntar niðurstöður viðamikillar evrópskrar rannsóknar sem Evrópuráðið stóð fyrir að frumkvæði Íslands um kosti og galla þess að innleiða rafræna fylgiseðla. Í stuttu máli fela niðurstöðurnar í sér að lyfsalar, læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk telur vandkvæðum bundið að tryggja að sjúklingar sem ekki hafa tungumál viðkomandi lands að móðurmáli fái fullnægjandi upplýsingar um þau lyf sem þeir þurfa á að halda. Núverandi fyrirkomulag tryggi því ekki sem skyldi rétta og örugga notkun sjúklinga á lyfjum. Um 88% svarenda telja að með rafrænum fylgiseðlum megi betur tryggja sjúklingum aðgengi að upplýsingum sem þeir geta skilið.

Margvíslegir kostir rafrænna fylgiseðla

Norðurlandaþjóðirnar horfa meðal annars til þess að ef heimilt verður að nota rafræna fylgiseðla í stað prentaðra muni það auðvelda þeim sameiginleg lyfjainnkaup þar sem markaðurinn verður stærri og þar með áhugaverðari kostur fyrir lyfjafyrirtækin. Með því megi sporna við lyfjaskorti, tryggja þannig betur öryggi sjúklinga, jafnframt því að ná hagstæðara innkaupaverði og lækka þar með lyfjaverð.

Með rafrænum fylgiseðlum er unnt að einfalda og bæta upplýsingagjöf til notenda. Þannig gætu sjúklingar fengið aðgang að fylgiseðlum (útprentuðum eða í snjalltækjum) á tungumáli sem hentar þeim og í leturstærð eftir þörfum.

Við núverandi aðstæður skapast vandamál ef breyta þarf fylgiseðlum, t.d. vegna nýrra upplýsinga um aukaverkanir sem mikilvægt er að koma til notenda. Þegar um slíkt er að ræða þarf að innkalla og umpakka eða farga þeim lyfjum sem búið er að dreifa í apótek. Með rafrænum fylgiseðlum er aftur á móti auðvelt að koma nýjum upplýsingum til notenda og innköllun pakkninga af þessum ástæðum óþörf.

„Ekki spurning um hvort, heldur hvenær“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir innleiðingu rafrænna fylgiseðla hafa marga augljósa kosti og ef vel er að málum staðið séu þeir til þess fallnir að tryggja betur öryggi sjúklinga. „Lyfjamál eru flókinn málaflokkur og regluverkið er umfangsmikið enda snúast örugg lyf og rétt notkun þeirra um líf og heilsu fólks. En það er líka mikilvægt að regluverkið taki breytingum í samræmi við þróun samfélagsins, tækninýjungar og breyttar þarfir almennings. Í fjölmenningarsamfélögum nútímans og tæknivæddum heimi er ég sannfærð um að innleiðing rafrænna fylgiseðla sé eðlileg og nauðsynleg þróun. Spurningin er ekki hvort, heldur hvenær þetta verður að veruleika“ segir ráðherra.

Halda áfram að lesa

Uncategorized @is

Jóhannes uppljóstrari hótar fólki lífláti

Halda áfram að lesa

Uncategorized @is

Netöryggiskeppni íslenskra ungmenna hófst í dag

Netöryggiskeppni íslenskra ungmenna (Níu), sem einnig gengur undir heitinu Nían, hófst í dag en um er að ræða fyrstu keppni sinnar tegundar á Íslandi. Markmið keppninnar er að leita að ungu fólki sem hefur áhuga á netöryggismálum og hvetja það til að vinna við þau í framtíðinni. Í keppninni leysa þátttakendur ýmis verkefni sem snúa að netöryggi, svo sem að framkvæma skarpskyggnipróf og árásir á netþjóna svo fátt eitt sé nefnt.

Keppnin nú er forkeppni fyrir landskeppni sem haldin verður á UT-messunni í febrúar á næsta ári. Keppnin er tvískipt, yngri deild er fyrir aldurshópinn 14-20 ára og eldri deild fyrir 21-25 ára. Miðað er við aldur í lok næsta árs, þar sem landskeppnni getur orðið undanfari þátttöku í evrópsku netöryggiskeppninni „European Cyber Security Challenge“ (ECSC) sem haldin er árlega. Hún var haldin í Búkarest, 9.-11. október sl. og verður næst haldin í Vínarborg, 3.-7. nóvember 2020. Verði Ísland með í þeirri keppni yrði tíu manna hópur valinn úr landskeppninni til að keppa fyrir Íslands hönd.

Keppnin hófst í dag, 1. nóvember 2019, og stendur yfir í tvær vikur eða til loka dags 15. nóvember. Hægt verður að skrá sig til og með 13. nóvember. Hver og einn leysir verkefnin á sínum hraða og sumir ættu jafnvel að geta lokið þeim á tveimur dögum.

Keppnin hérlendis er haldin að frumkvæði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, en öryggisfyrirtækið Syndis sér um framkvæmd keppninnar í samstarfi við ráðuneytið og fleiri aðila. Margir gefa framlag til keppninnar með ýmsum hætti og ekki hefði verið gerlegt að halda hana án þessa góða stuðnings. 

Nánari upplýsingar má fá á vef keppninnar antisec.is og þar má einnig skrá sig til þátttöku og hefja keppni. Forkeppnin fer öll fram á vefnum, en dómarar velja síðan þátttakendur til þátttöku í landskeppninni sem fer fram á UT-messunni í Hörpu, 7.-8. febrúar 2020.

Halda áfram að lesa

Uncategorized @is

Ávarp á stofnfundi Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins

Stofnfundur Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins
Rússneska sendiráðinu
1. nóvember 2019

Ambassador, dear friends of Iceland and Russia,

It is truly a good occasion that brings us together here at the Russian Embassy today: the formal creation of the Russian-Icelandic Chamber of Commerce. I want to thank you Anton for your hospitality and thank all of you who have worked on creating the chamber.

The idea of creating a forum where Russian and Icelandic businesses can work together was pursued by the Icelandic Ambassador in Moscow, Berglind Ásgeirsdóttir, in connection to the 75th Anniversary of diplomatic relations that we celebrated last year. It is indeed cause for a celebration that this idea has now come to fruition. I am certain that the Chamber will be very useful for Russians and Icelanders doing business, for the benefit of both our countries, to have the chamber where they can work together, share ideas and cooperate.

Russia and Iceland are old friends and we have been doing business for decades. As you know we have been faced with grave challenges in the bilateral trade in the last few years that have significantly reduced the trade between us. But we have also seen new opportunities arise and cooperation starting in other areas.

I will be travelling to Moscow later this month for an official visit and I look forward to meeting my good counterpart, Mr. Lavrov. This will be the first trip of an Icelandic foreign minister to Moscow for 8 years.

As it is my hope is that this trip will help us to find ways to do more business together it gives me great pleasure to invite you, the members of the newly created Russian-Icelandic Chamber of Commerce, to join me in Moscow as I will bring a business delegation with me. The business delegation will visit the Skolkova Innovation Center, which is a vast business area in Moscow where close to 2.000 Russian high tech companies are working on innovation in areas such as IT, energy and biomedicine.

Our Ambassador in Russia, Berglind Ásgeirsdóttir, will host a special event at the Icelandic Residence in Moscow, where we will present opportunities that Icelandic businesses bring. This will be the first event of the newly established chamber, so I think it is safe to say that the Russian-Icelandic Chamber of Commerce is off to a very good start.

The Russian Icelandic Chamber of Commerce and Promote Iceland will send an email later today and I am told it is necessary to register quickly, so please keep that in mind.

I hope to see you all in Moscow and look forward to seeing business relations between Iceland and Russia deepen and grow in the future and the chamber playing an important role in bringing us closer.

Thank you.

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © 2021 Tíðin