Innlent

Ísland tekur á móti fólki í viðkvæmri stöðu frá Afganistan

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í morgun að taka á móti 35-70 manns frá Afganistan, til viðbótar við þann hóp sem tekið var á móti í haust, vegna ástandsins sem ríkir í landinu í kjölfar valdatöku talibana. Lífsskilyrði þar hafa farið ört versnandi undanfarna mánuði og telur ríkisstjórnin brýnt að bregðast frekar við því. Flóttamannanefnd hefur verið falið að útfæra tillögu ríkisstjórnarinnar en horft verður sérstaklega til einstæðra kvenna í viðkvæmri stöðu sem hafa náin tengsl við Ísland og barna þeirra. Erfitt er að meta nákvæman fjölda sem tekið verður á móti þar sem hann fer eftir fjölskyldusamsetningu.

Vegna ólgu og upplausnar í kjölfar valdatöku  talibana samþykkti ríkisstjórnin á fundi sínum þann 24. ágúst 2021 að aðstoða og taka á móti tilgreindum hópi Afgana með tengsl við Ísland. Að tillögu flóttamannanefndar var sérstök áhersla lögð á einstaklinga sem unnu með eða fyrir Atlantshafsbandalagið, fyrrverandi nemendur við Alþjóðlega jafnréttisskólann á Íslandi (GRÓ-GEST) og einstaklinga sem áttu rétt á fjölskyldusameiningu eða voru þegar komnir með samþykkta umsókn um dvalarleyfi. Sökum fjölskyldusamsetningar hópanna var erfitt að áætla fjöldann sem umræddar aðgerðir náðu til en var gert ráð fyrir að hann yrði um 90 til 120 manns.

Þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar gengu eftir og komu 78 einstaklingar til landsins í haust. Fimm manna fjölskylda þáði ekki boð um að flytjast til Íslands og fjörutíu einstaklingar hafa fengið að dveljast í öðrum ríkjum.

Innlent

Fimm í gæsluvarðhaldi

23 Maí 2022 16:20

Fimm sitja í gæsluvarðhaldi eftir aðgerðir Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi, sem ráðist var í fyrir helgina. Lagt var hald á umtalsvert magn af marijúana, eða um 40 kg, en leitir voru framkvæmdar á allmörgum stöðum, bæði í húsum og ökutækjum. Um var að ræða aðgerðir gegn framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna, auk peningaþvættis, en lögreglan tók einnig í sína vörslu ökutæki, peninga og tölvubúnað. Nokkrir tugir lögreglumanna tóku þátt í aðgerðunum, en við þær naut embættið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurlandi. Alls voru tíu manns handteknir í þágu rannsóknarinnar og fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald eins og áður sagði, en varðhaldið er til tveggja vikna.

Rannsókn málsins miðar vel.

Halda áfram að lesa

Innlent

Ákvarðanir leiðréttar í kjölfar fyrirspurna umboðsmanns

Stjórnvöld leiðrétta reglulega ákvarðanir sínar í tilefni af fyrirspurnum umboðsmanns Alþingis. Kunna spurningar hans þá t.d. að varpa nýju ljósi á mál eða gefa tilefni til að endurskoða fyrri afstöðu. Á árinu 2021 lauk til að mynda 48 málum með leiðréttingu stjórnvalds og 9 með endurupptöku eftir umboðsmaður spurðist fyrir vegna kvartana sem honum bárust. Þetta var 10% heildarfjölda kvartana í fyrra.

Halda áfram að lesa

Innlent

Framfylgd þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni í góðum farvegi

Stýrihópur um framfylgd þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni fyrir árin 2021-2025 telur framgang áætlunarinnar í heildina litið í góðum farvegi.

Í október 2021 voru tíu verkefni enn á byrjunarstigi en eru fjögur núna. Tíu verkefni eru hafin og sex verkefni komin vel á veg en eitt verkefni var í þeim flokki við síðustu uppfærslu í október 2021.

Stýrihópurinn fundar  að jafnaði mánaðarlega og fer yfir stöðu aðgerða. Í byrjun maí fundaði stýrihópurinn með tengiliðum og ábyrgðaraðilum verkefna og í kjölfarið var mælaborðforvarnaráætlunarinnar uppfært í samræmi við stöðu aðgerða.

Í stýrihópnum sitja fulltrúar forsætisráðuneytis, Jafnréttisstofu, Menntamálastofnunar, Barna- og fjölskyldustofu,  Embættis landlæknis, mennta- og barnamálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

 

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin