Innlent

Ísland undirritar stofnsáttmála nýrrar alþjóðastofnunar um leiðsögu á sviði siglinga

Ísland hefur undirritað stofnsáttmála nýrrar alþjóðastofnunar um leiðsögu á sviði siglinga. Unnur Orradóttir Ramette, sendiherra Íslands í París, skrifaði undir samning því til staðfestingar í gær fyrir hönd samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og Vegagerðarinnar, sem fara með vita- og hafnamál. Alls hafa nú um 50 ríki undirritað samning um stofnaðild en tæplega tíu ríki fullgilt stofnsáttmálann. Alþjóðastofnunin verður að veruleika þegar þrjátíu ríki hafa fullgilt sáttmálann.

„Það er afskaplega mikilvægt fyrir Ísland að hafa stigið þetta skref í átt að því að gerast stofnaðili alþjóðastofnunar á þessu sviði, sem ætlað er að taka við því hlutverki að efla enn frekar siglingaöryggi. Íslensk stjórnvöld hafa tekið virkan þátt í alþjóðastarfi um að bæta öryggi á sjó og hér á landi hefur náðst eftirtektarverður árangur sem aðrar þjóðir horfa til. Það er því rökrétt skref að taka þátt í starfi þessarar nýju alþjóðastofnunar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra.

Nýja stofnunin tekur við hlutverki IALA, alþjóðasamtaka vitastofnana á sviði leiðsögu skipa og vita (e. International Association of Marine Aids to Navigation and Lighthouse Authorities) og verður framvegis alþjóðleg milliríkjastofnun. Með breytingunni er tryggt að IALA getur tekið fullan þátt í mikilvægu starfi við stöðlun siglinga á heimsvísu. Vegagerðin og forverar hennar hafa verið aðilar að IALA allt frá stofnun samtakanna árið 1957, þegar þáverandi Vita- og hafnamálastofnun var formlega boðið að vera stofnaðili að samtökunum.

Starfsemin verður byggð upp á sama hátt og tíðkast hjá alþjóðastofnunum. Aðalfundur stofnunarinnar (General Assembly) verður haldinn á þriggja ára fresti en þar eiga öll aðildarríki sæti. Aðalfundur kýs í ráð stofnunarinnar, forseta, varaforseta og aðalritara. Framkvæmdaráð (Council), sem samanstendur af 23 aðildarríkjum, forseta og varaforseta stofnunarinnar, fer með framkvæmdastjórn stofnunarinnar. Skrifstofa hennar (Secretariat) er leidd af aðalritara. Loks verða nefndir skipaðar sem styðja við starfsemi stofnunarinnar. 

Innlent

Fréttir frá félagsfólki SVÞ | Waldorfsskólinn hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla

Mbl.is birtir í dag frétt um foreldraverðlaun Heimilis og skóla sem Waldorfsskólinn hlaut frá samtökum.

For­eldra­verðlaun Heim­il­is og skóla voru af­hent í 27. sinn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu. Waldorf­skól­inn í Lækj­ar­botn­um hlaut verðlaun­in í ár fyr­ir verk­efnið „Vinnu­dag­ar Lækj­ar­botna og gróður­setn­ing plantna á skóla­setn­ingu“.

Fram fór hátíðleg at­höfn í Safna­hús­inu við Hverf­is­götu og mættu þau Ásmund­ur Ein­ar Daðason, mennta- og barna­málaráðherra, og El­iza Reid for­setafrú til að ávarpa sam­kom­una og af­henda verðlaun­in.

SMELLIÐ HÉR FYRIR FRÉTT Á MBL.IS

Ljósmynd: Stjórnarráðið

Halda áfram að lesa

Innlent

Tuttugu og þrír nemendur útskrifast frá Jafnréttisskóla GRÓ

Jafnréttisskóli GRÓ (GRÓ-GEST) útskrifaði 23 sérfræðinga frá 15 löndum á föstudag, en þá var útskrift fjórtánda nemendahóps skólans frá upphafi fagnað í hátíðarsal Háskóla Íslands. Alls hafa nú 195 nemendur, frá 34 löndum útskrifast frá Jafnréttisskólanum með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum. Í ár voru í fyrsta sinn nemendur við skólann frá Moldóvu, Pakistan og Simbabve.

Í útskriftinni fengu tveir nemendur verðlaun fyrir lokaverkefni sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur verndara Jafnréttisskólans. Að þessu sinni féllu verðlaun fyrir rannsóknarverkefni í skaut Nicole Wasuna. Verkefni hennar fjallar um morð á konum í heimalandi hennar Kenía og hún setti þar fram tillögur að stefnumótun sem snúa meðal annars að þjálfun starfsmanna lögreglu, dómsstóla og fjölmiðla. Verðlaun fyrir lokaverkefni hlaut Sandani N. Yapa Abeywardena, en hún fjallaði um meðferð kynferðisbrotamála fyrir dómstólum í Sri Lanka. Hún skoðaði dóma í nauðgunarmálum, alvarlegum kynferðisafbrota- og áreitnimálum og hvernig dómarar líta á kynferði við túlkun laga um kynbundið ofbeldi og trúverðugleika fórnarlamba.

Ávörp fluttu Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, sem færði nemendum hamingjuóskir Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, en Jafnréttisskólinn er hýstur af hugvísindasviði Háskólans, og Dr. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Jafnréttisskóla GRÓ. Diana Motsi, nemandi frá Zimbabwe flutti áhrifamikið ljóð, sem hún samdi sjálf og Maame Adwoa Amoa-Marfo frá Gana flutti ávarp fyrir hönd nemenda. Nemendur tóku við skírteinum sínum frá Ólöfu Garðarsdóttur, forseta Hugvísindasviðs HÍ, og Nínu Björk Jónsdóttir, forstöðumanni GRÓ Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu.

Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu starfrækir á Íslandi undir merkjum UNESCO. Hinir skólarnir eru Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn og Landgræðsluskólinn, en GRÓ er hluti af alþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Samtals hafa nú 1.536 nemendur, frá rúmlega 100 löndum, lokið námi við skólana fjóra. Að auki hafa fjölmörg styttri námskeið verið haldin á vettvangi. Einnig veitir GRÓ skólastyrki til útskrifaðra nemenda til meistara- og doktorsnáms við íslenska háskóla.

Halda áfram að lesa

Hagstofan

Launavísitala hækkaði um 1,6% í apríl

Flýtileið yfir á efnissvæði