Innlent

Katrín Jakobsdóttir á fundi norrænu forsætisráðherranna í Osló

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók í dag þátt í árlegum sumarfundi forsætisráðherra Norðurlandanna. Ráðherrarnir áttu einnig fund með Ólafi Scholz, kanslara Þýskalands. Fundirnir fóru fram í Osló en Norðmenn fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á árinu.

Meginefni fundar norrænu forsætisráðherranna var annars vegar breytt staða í öryggis- og varnarmálum í Evrópu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og fyrirhugaðrar aðildar Finnlands og Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Hins vegar voru málefni hafsins og græn orkuskipti til umræðu en í þeim málaflokkum eru Norðurlöndin í fararbroddi á alþjóðavettvangi. Rætt var um tengsl loftslagsmála og hafsins, mikilvægi bláa hagkerfisins og fæðu úr hafi, og hvernig Norðurlöndin geta aukið samstarf sitt í grænum tæknilausnum og kolefnisbindingu.

Á fundinum voru samþykktar tvær sameiginlegar yfirlýsingar. Annars vegar yfirlýsing um norrænt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála og hins vegar yfirlýsing um málefni hafsins og græn orkuskipti.

Á fundi ráðherranna með kanslara Þýskalands var rætt um öryggismál í Evrópu í ljósi innrásar Rússlands í Úkraínu og fyrirhugaða aðild Finnlands og Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Einnig var þar rætt um græn orkuskipti og orkuöryggi i í álfunni.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra: „Á tímum sem þessum er mikilvægt að rækta norrænt samstarf enda sjaldan verið mikilvægara. Við Íslendingar fögnum ennfremur reglubundnu samtali Norðurlandanna og Þýskalands um mikilvægustu áskoranir samtímans, eins og loftslagsvána, orkumál og innrás Rússa í Úkraínu.“

Hagstofan

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,09% á milli mánaða

Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í september 2022, er 555,6 stig (maí 1988=100) og hækkar um 0,09% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 460,0 stig og hækkar um 0,09% frá ágúst 2022.

Verð á fötum og skóm hækkaði um 4,6% (áhrif á vísitöluna 0,15%) og verð á raftækjum til heimilsnota hækkaði um 5,4% (0,10%). Verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 17,9% (-0,42%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,0%.

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í september 2022, sem er 555,6 stig, gildir til verðtryggingar í nóvember 2022. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 10.970 stig fyrir nóvember 2022.

Talnaefni

Halda áfram að lesa

Almannavarnir

Hættustigi aflýst á Austurlandi og Suðurlandi

Ríkislögreglutjóri í samráði við lögreglustjóra á Austurlandi og Suðurlandi aflýsir hættustigi almannavarna vegna veðurs sem fór yfir umdæmin 24.-26. september.  Engar veðurviðvaranir eru í gildi.

Halda áfram að lesa

Innlent

Vefútsending á morgun vegna yfirlýsingar fjármálastöðugleikanefndar og útgáfu Fjármálastöðugleika

27. september 2022

Fjármálastöðugleikanefnd. Frá vinstri eru Guðrún Þorleifsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Axel Hall, Ásgeir Jónsson formaður, Bryndís Ásbjarnardóttir, Guðmundur Kr. Tómasson, Unnur Gunnarsdóttir og Gunnar Jakobsson.
Fjármálastöðugleikanefnd. Frá vinstri eru Guðrún Þorleifsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir, Axel Hall, Ásgeir Jónsson formaður, Bryndís Ásbjarnardóttir, Guðmundur Kr. Tómasson, Unnur Gunnarsdóttir og Gunnar Jakobsson.

Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar verður birt á vef Seðlabankans kl. 8.30 á morgun 28. september. Ritið Fjármálastöðugleiki verður birt á vefnum kl. 8.35. Klukkan 9.30 hefst vefútsending frá kynningunni vegna yfirlýsingar nefndarinnar. Á kynningunni gera Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika, grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og kynna efni ritsins Fjármálastöðugleika.

Nánari upplýsingar um fjármálastöðugleika má finna sérstakri síðu, sjá hér.

Hér má finna tengla á útgefin rit, m.a. Fjármálastöðugleika.

Vefútsending verður aðgengileg hér (tengill settur hér von bráðar).

Halda áfram að lesa

Vinsælast

Allur réttur áskilin © Tíðin